Aukin hætta á ofanflóðum á morgun Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2023 17:49 Krapaflóð féll á Patreksfirði í síðustu viku og ekki er hægt að útiloka að það gerist aftur á morgun. Aðsend Gert er ráð fyrir hlýindum um allt land á morgun, sunnudag, og Veðurstofa Íslands varar við aukinni hættu á votum snjóflóðum. krapaflóðum og skriðuföllum. Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að útiloka að krapaflóð falli aftur á Patreksfirði, líkt og gerðist í síðustu viku. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að ásamt hlýindunum sé búist við hvassri eða allhvassri sunnanátt. Þá sé búist við ákafri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Þar sem ekki rignir gætu hlýindi og hnjúkaþeyr valdið hraðri snjóbráðnun. Við þær aðstæður aukist líkur á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum. Á svæðunum þar sem ekki rignir sé töluverður snjór og þar séu vot snjóflóð líklegri en krapaflóð og skriðuföll. Svipaðar aðstæður og fyrir viku Í tilkynningunni segir að svipaðar aðstæður verði á Patreksfirði á morgun og þegar krapaflóð féll í Gilseyrargili á Patreksfirði fyrir rúmri viku síðan. „Núna virðist vera álíka mikill snjór eða ívið meiri í gilinu, og er ekki hægt að útiloka svipaðan atburð aftur,“ segir í tilkynningu. Í spilaranum hér að neðan má sjá myndskeið sem tekið var á Patreksfirði í síðustu viku. Þá segir að þann 26. febrúar síðastliðinn hafi einnig fallið krapaflóð ofan Bíldudals, í Arnarfirði og Hnífsdal. Auk þess hafi snjóflóð fallið á Raknadalshlíð í Patreksfirði og jarðvegsskriða utan við Vík í Mýrdal. „Sunnudaginn 5. febrúar eru vegfarendur og ferðafólk hvött til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum í brattlendi þar sem krapaspýjur geta borist niður. Íbúar í húsum nærri farvegum þar sem krapaflóð hafa fallið eru hvattir til þess að sýna aðgæslu og ekki dvelja að óþörfu nálægt farvegunum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Þá segir að veðurspá geri ráð fyrir að kólni í veðri annað kvöld og samhliða því ætti að draga úr hættu á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum. Vesturbyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að ásamt hlýindunum sé búist við hvassri eða allhvassri sunnanátt. Þá sé búist við ákafri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Þar sem ekki rignir gætu hlýindi og hnjúkaþeyr valdið hraðri snjóbráðnun. Við þær aðstæður aukist líkur á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum. Á svæðunum þar sem ekki rignir sé töluverður snjór og þar séu vot snjóflóð líklegri en krapaflóð og skriðuföll. Svipaðar aðstæður og fyrir viku Í tilkynningunni segir að svipaðar aðstæður verði á Patreksfirði á morgun og þegar krapaflóð féll í Gilseyrargili á Patreksfirði fyrir rúmri viku síðan. „Núna virðist vera álíka mikill snjór eða ívið meiri í gilinu, og er ekki hægt að útiloka svipaðan atburð aftur,“ segir í tilkynningu. Í spilaranum hér að neðan má sjá myndskeið sem tekið var á Patreksfirði í síðustu viku. Þá segir að þann 26. febrúar síðastliðinn hafi einnig fallið krapaflóð ofan Bíldudals, í Arnarfirði og Hnífsdal. Auk þess hafi snjóflóð fallið á Raknadalshlíð í Patreksfirði og jarðvegsskriða utan við Vík í Mýrdal. „Sunnudaginn 5. febrúar eru vegfarendur og ferðafólk hvött til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum í brattlendi þar sem krapaspýjur geta borist niður. Íbúar í húsum nærri farvegum þar sem krapaflóð hafa fallið eru hvattir til þess að sýna aðgæslu og ekki dvelja að óþörfu nálægt farvegunum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Þá segir að veðurspá geri ráð fyrir að kólni í veðri annað kvöld og samhliða því ætti að draga úr hættu á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum.
Vesturbyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Sjá meira
Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27