Aukin hætta á ofanflóðum á morgun Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2023 17:49 Krapaflóð féll á Patreksfirði í síðustu viku og ekki er hægt að útiloka að það gerist aftur á morgun. Aðsend Gert er ráð fyrir hlýindum um allt land á morgun, sunnudag, og Veðurstofa Íslands varar við aukinni hættu á votum snjóflóðum. krapaflóðum og skriðuföllum. Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að útiloka að krapaflóð falli aftur á Patreksfirði, líkt og gerðist í síðustu viku. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að ásamt hlýindunum sé búist við hvassri eða allhvassri sunnanátt. Þá sé búist við ákafri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Þar sem ekki rignir gætu hlýindi og hnjúkaþeyr valdið hraðri snjóbráðnun. Við þær aðstæður aukist líkur á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum. Á svæðunum þar sem ekki rignir sé töluverður snjór og þar séu vot snjóflóð líklegri en krapaflóð og skriðuföll. Svipaðar aðstæður og fyrir viku Í tilkynningunni segir að svipaðar aðstæður verði á Patreksfirði á morgun og þegar krapaflóð féll í Gilseyrargili á Patreksfirði fyrir rúmri viku síðan. „Núna virðist vera álíka mikill snjór eða ívið meiri í gilinu, og er ekki hægt að útiloka svipaðan atburð aftur,“ segir í tilkynningu. Í spilaranum hér að neðan má sjá myndskeið sem tekið var á Patreksfirði í síðustu viku. Þá segir að þann 26. febrúar síðastliðinn hafi einnig fallið krapaflóð ofan Bíldudals, í Arnarfirði og Hnífsdal. Auk þess hafi snjóflóð fallið á Raknadalshlíð í Patreksfirði og jarðvegsskriða utan við Vík í Mýrdal. „Sunnudaginn 5. febrúar eru vegfarendur og ferðafólk hvött til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum í brattlendi þar sem krapaspýjur geta borist niður. Íbúar í húsum nærri farvegum þar sem krapaflóð hafa fallið eru hvattir til þess að sýna aðgæslu og ekki dvelja að óþörfu nálægt farvegunum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Þá segir að veðurspá geri ráð fyrir að kólni í veðri annað kvöld og samhliða því ætti að draga úr hættu á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum. Vesturbyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að ásamt hlýindunum sé búist við hvassri eða allhvassri sunnanátt. Þá sé búist við ákafri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Þar sem ekki rignir gætu hlýindi og hnjúkaþeyr valdið hraðri snjóbráðnun. Við þær aðstæður aukist líkur á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum. Á svæðunum þar sem ekki rignir sé töluverður snjór og þar séu vot snjóflóð líklegri en krapaflóð og skriðuföll. Svipaðar aðstæður og fyrir viku Í tilkynningunni segir að svipaðar aðstæður verði á Patreksfirði á morgun og þegar krapaflóð féll í Gilseyrargili á Patreksfirði fyrir rúmri viku síðan. „Núna virðist vera álíka mikill snjór eða ívið meiri í gilinu, og er ekki hægt að útiloka svipaðan atburð aftur,“ segir í tilkynningu. Í spilaranum hér að neðan má sjá myndskeið sem tekið var á Patreksfirði í síðustu viku. Þá segir að þann 26. febrúar síðastliðinn hafi einnig fallið krapaflóð ofan Bíldudals, í Arnarfirði og Hnífsdal. Auk þess hafi snjóflóð fallið á Raknadalshlíð í Patreksfirði og jarðvegsskriða utan við Vík í Mýrdal. „Sunnudaginn 5. febrúar eru vegfarendur og ferðafólk hvött til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum í brattlendi þar sem krapaspýjur geta borist niður. Íbúar í húsum nærri farvegum þar sem krapaflóð hafa fallið eru hvattir til þess að sýna aðgæslu og ekki dvelja að óþörfu nálægt farvegunum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Þá segir að veðurspá geri ráð fyrir að kólni í veðri annað kvöld og samhliða því ætti að draga úr hættu á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum.
Vesturbyggð Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27