Hamfarir á hörmungar ofan Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 16:00 Eftir 12 ár af linnulausum átökum dynur enn ein hörmungin á Sýrlandi og sýrlenskum börnum. Árásir, dráp og ofbeldi af öllu tagi hafa síðastliðin áratug verið daglegt brauð hjá yfir sjö milljónum sýrlenskra barna. Í morgun vöknuðu mörg barnanna við jarðskjálfta sem mældist 7,8 að stærð. Skjálftinn sem á upptök sín á landamærum Sýrlands og Tyrklands er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í 100 ár. Barnaheill – Save the Children eru á vettvangi í Sýrlandi og Tyrklandi og vinna hörðum höndum að því að bregðast við afleiðingum jarðskjálftans og þeirra fjölmörgu eftirskjálfta sem hafa orðið. Heimili barna og helstu byggingar hafa eyðilagst og þurfa börn á svæðinu lífsnauðsynlega á aðstoð að halda. Börnin þurfa mat, skjól og hlýjan fatnað til að vernda þau fyrir kuldanum sem er á svæðinu. Stríðsátök og náttúruhamfarir bitna verst á börnum og því er mikilvægt að hver og einn leggi sitt lóð á vogarskálarnar, ég og þú, Jón og Gunna. Hjálpumst að við að ná sem flestum börnum óhultum úr rústum hruninna bygginga, hver mínúta skiptir máli í þeim frosthörkum sem nú ríkja. Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa nú fyrir söfnun vegna neyðaraðstoðar til barna á hamfarasvæðum. Hér getur þú lagt börnum lið með frjálsum framlögum. Höfundur er leiðtogi erlendra verkefna og aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Sýrland Tyrkland Náttúruhamfarir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir 12 ár af linnulausum átökum dynur enn ein hörmungin á Sýrlandi og sýrlenskum börnum. Árásir, dráp og ofbeldi af öllu tagi hafa síðastliðin áratug verið daglegt brauð hjá yfir sjö milljónum sýrlenskra barna. Í morgun vöknuðu mörg barnanna við jarðskjálfta sem mældist 7,8 að stærð. Skjálftinn sem á upptök sín á landamærum Sýrlands og Tyrklands er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í 100 ár. Barnaheill – Save the Children eru á vettvangi í Sýrlandi og Tyrklandi og vinna hörðum höndum að því að bregðast við afleiðingum jarðskjálftans og þeirra fjölmörgu eftirskjálfta sem hafa orðið. Heimili barna og helstu byggingar hafa eyðilagst og þurfa börn á svæðinu lífsnauðsynlega á aðstoð að halda. Börnin þurfa mat, skjól og hlýjan fatnað til að vernda þau fyrir kuldanum sem er á svæðinu. Stríðsátök og náttúruhamfarir bitna verst á börnum og því er mikilvægt að hver og einn leggi sitt lóð á vogarskálarnar, ég og þú, Jón og Gunna. Hjálpumst að við að ná sem flestum börnum óhultum úr rústum hruninna bygginga, hver mínúta skiptir máli í þeim frosthörkum sem nú ríkja. Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa nú fyrir söfnun vegna neyðaraðstoðar til barna á hamfarasvæðum. Hér getur þú lagt börnum lið með frjálsum framlögum. Höfundur er leiðtogi erlendra verkefna og aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar