Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 12:30 Hópurinn á toppnum. Tómas Guðbjartsson Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. Tómas komst á toppinn á Aconcagua ásamt félögum sínum síðastliðinn föstudag, eftir tólf daga á fjallinu. Tindurinn er í 6.961 metra hæð, það hæsta utan Himalajafjalla. Hópurinn samanstóð af Tómasi, hinum argentíska Cachio Beiza sem hefur gengið Aconcagua 54 sinnum, sjö bandarískum fjallgöngumönnum og leiðsögumönnunum og fjallagörpunum Ed Viesturs og Garrett Madison sem eru báðir miklir reynsluboltar. Í grunnbúðunum, sem eru í um 5500 metra hæð. Þarna má sjá skriðjökulinn gæjgast yfir tindana.Tómas Guðbjartsson „Þetta er smá eins og að fara á æfingu með Ronaldo og Messi, þessi ferð,“ segir Tómas í samtali við fréttastofu en hann hefur sagt frá ferðalaginu á Facebook síðustu daga. Viesturs og Madison hafa báðir klifið á tind Everest tólf sinnum, farið á K2 og svo mætti lengi telja. Viesturs er jafnframt mikill Íslandsvinur en hann er eini Bandaríkjamaðurinn sem hefur klifið hæstu 14 fjöll heims án súrefnis. Íslendingum er hann líklegast kunnur fyrir að bregða fyrir í kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, sem byggir á sannsögulegum atburðum frá 1996 þegar mikið óveður gerði á fjallinu og átta létust. Viesturs er einn þeirra sem lifði storminn af og tók þátt í miklum björgunaraðgerðum. Tómas og Ed Viesturs á leiðinni upp á Aconcagua. Tómas Guðbjartsson Þeir Tómas eru orðnir miklir vinir, farið saman á skíði og í háfjallagöngur, en Tómas hefur mikinn áhuga á fjallamennsku. Eins og margir vita kannski hefur Tómas leiðsagt fyrir Ferðafélag Íslands í marga áratugi og meðal annars klifið Kilimanjaro í Tansaníu. Missti kraftinn eftir háfjallaveiki á Kilimanjaro Nokkrir af félögum hans á Aconcagua þurftu að snúa við og náðu ekki á topinn vegna háfjallaveiki, þrátt fyrir að vera í miklu formi. Hann nefnir einmitt ferð sína á Kilimanjaro árið 2007 í þessu samhengi, þegar hann og fimm aðrir læknar klifu fjallið. Þeir voru allir með maka sína meðferðis og í toppformi. „Við vorum alltaf að gera plön um það hvernig við ætluðum að bjarga eiginkonunum okkar niður af því að við töldum okkur vera, og vorum, í mjög góðu formi. En við sem vorum í besta forminu urðum veikastir. Þetta er upphafið af því að ég fór að hella mér í þessi fræði,“ segir Tómas. Gangan hefst í 3000 metra hæð og endar í 7000 metrum. Tómas Guðbjartsson „Ég missti aðeins kraftinn eftir að hafa fengið háfjallaveiki á Kilimanjaro, þá einhvern vegin tók mig alveg nokkur ár að ná aftur sjálfstraustinu í hæð sem ég hafði alltaf áður. Svo gekk svo vel hjá mér í Nepal í haust og aftur núna. Nú er maður kominn aftur á skrið.“ Glákulyf reynst vel í fjallamennsku Háfjallaíþróttir hafa á undanförnum árum notið mikilla vinsælda, sérstaklega á Vesturlöndum. Tómas segir þá sem halda úti háfjallaferðaþjónustu oft stefna fólki of hratt upp á fjöllin en Vesturlandabúar eru ekki líkamlega byggðir til að lifa í svona háum hæðum. Í búðum tvö. Tómas Guðbjartsson „Það er farið allt of hratt og það er betra að taka tvo, þrjá daga til að ganga á lægri fjöll í kring og þannig ná betri árangri. Þetta er eitthvað sem farið er að gera í meira mæli, sérstaklega íslensku hóparnir,“ segir hann. Margir snúi við á leiðinni og nái ekki á toppinn og allt of margir verði veikir. Hann hvetur fólk til að leita til heimilislæknisins síns áður en farið er í ferðir sem þessar. Þeir geti hjálpað fólki að koma í veg fyrir háfjallaveiki, til dæmis með notkun fyrirbyggjandi lyfja. „Til dæmis er til lyf sem heitir Diamox, sem var þróað sem glákulyf og hefur þvagræsandi áhrif og hefur reynst besta lyfið til að fyrirbyggja hæðaveiki. Ég hef til dæmis verið að nota það núna og í Nepal og hefur aldrei liðið svona vel í hæð,“ segir Tómas. „Ég fann núna á Aconcagua ekki fyrir neinni hæðaveiki. Auðvitað verður maður þreyttur en ég fékk aldrei höfuðverk og fannst ég vera mjög sterkur allan tímann.“ Skrítið að sjá ofurþjálfað fólk lenda í hrakningum Aðrir í hópnum hafi ekki verið jafn heppnir. Í hópnum voru bara reynsluboltar, fólk sem stefnir á sjö hæstu fjöllin í hverri heimsálfu (e. Seven Summits). Ofan skýja í rúmlega 6000 metra hæð. Tómas Guðbjartsson „Þetta fólk er búið að vera að æfa rosalega. Einn hefur til dæmis verið að æfa í súrefnisklefa, þar sem súrefnið er lækkað svo hann þjálfist til að vera í hæð. Sumt af þessu fólki býr líka á stöðum í Bandaríkjunum sem eru í mikilli hæð. Ég var alls ekki með einhverja auka ása á hendi,“ segir Tómas. Þótt hann hafi þarna uppfyllt gamlan draum hafi ferðin verið sjokkerandi, eins og Tómas orðar það. Tveir létust í þessari brekku í fyrradag, daginn eftir að Tómas og félagar gengu hana.Tómas Guðbjartsson „Að sjá allt þetta súperþjálfaða fólk sem er búið að stefna á þetta jafnvel árum saman og þjálfa sig og samt lendir það í svona alvarlegum hrakningum. Ed bauð mér sérstaklega í þennan leiðangur af því að við erum vinir en líka af því að ég er læknir,“ segir Tómas. Stórhættulegt fjall að klífa Aðstæðurnar á fjallinu hafi verið mjög erfiðar, sértaklega þar sem snjóaði á því fyrir tveimur vikum síðan. Tveir létust á fjallinu á laugardag, þeir voru einum degi á eftir Tómasi og hans hópi upp fjallið. Í síðustu viku varð tveimur öðrum fótaskortur neðan hátindsins og liggja þungt haldnir á gjörgæslu. „Þeir gátu einhvern vegin ekki fest sig við línuna sennilega út af heilabjúg, sem er hluti af háfjallaveikinni, missa bæði dómgreindina og fínhreyfingarnar og renna þarna niður,“ segir Tómas. „Brekkurnar eru ísilagðar þannig að við gengum þetta á broddum upp. Við vissum af því þegar við lögðum af stað úr grunnbúðunum að tveir hefðu slasast illa nokkrum dögum áður.“ Náðu ekki upp á topp Á leiðinni niður af tindinum.Tómas Guðbjartsson Tveir úr þessum ellefu manna hópi sem Tómas ferðaðist í urðu eftir vegna veikinda í þriðju búðum, sem eru í rúmlega sex þúsund metra hæð. „Þar varð tjaldfélagi minn mjög alvarlega veikur um nóttina, gat ekki andað, og hinn fékk mjög alvarlegan niðurgang. Það þurfti að fara með þá niður,“ segir Tómas. Og þrír af þeim sem fóru alla leiðina upp þurftu að fá sterasprautu til að komast aftur niður af fjallinu. „Þetta kom mér á óvart. Ég horfði á þetta, af því að mér leið svo vel sjálfum, og skildi ekki hvað var í gangi. Af því þetta er fólk sem er vant í hæð og hefur æft mikið. Þetta var pínu stuðandi, ég viðurkenni það,“ segir Tómas. „Ég var þarna svolítið eins og með opna heilsugæslu. Nóg að gera hjá mér, með all skonar: öndunarfærasýkingar, magavandamál og alvarlegri einkenni. Og í öðrum hópum líka af því það eru ekki læknar með öllum hópum.“ Tómas Guðbjartsson Hann segir mjög gefandi að vera læknir í aðstæðum sem þessum. „Ég er búinn að læra ótrúlega margt í þessari ferð. Ég á aukadag inni í dag þannig að ég er búinn að vera uppi á spítala í dag í aðgerðum og fékk að sjá sjúklingana sem voru að slasast illa á Aconcagua í vikunni,“ segir Tómas. Á sjúkrahúsinu hitti Tómas hjartaskurðlækninni Martin Burgos en faðir hans, Claudio Burgos er þar yfirlæknir og nam meðal annars við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Margir af félögum Claudio úr læknanáminu kenndu svo Tómasi þegar hann var þar í námi. „Þetta er svo lítill heimur. Þessir sömu menn eru að meðhöndla þessa menn af Aconcagua, ég fór á stofugang með þeim í morgun og við vorum að skoða þessa sjúklinga sem ég sá flutta niður í þyrlu. Það var mjög ánægjulegt að sjá að það er að ganga vel hjá mörgum þeirra. Það er ótrúlegt að koma á spítala og sjá svona tilfelli. Við fáum þetta á Íslandi líka, ég hef verið að meðhöndla sjúklinga sem lenda í snjóflóðum, en það eru mjög fá tilvik. Hér sér maður þetta á stærri skala.“ Tómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas Guðbjartsson Fjallamennska Argentína Íslendingar erlendis Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Tómas komst á toppinn á Aconcagua ásamt félögum sínum síðastliðinn föstudag, eftir tólf daga á fjallinu. Tindurinn er í 6.961 metra hæð, það hæsta utan Himalajafjalla. Hópurinn samanstóð af Tómasi, hinum argentíska Cachio Beiza sem hefur gengið Aconcagua 54 sinnum, sjö bandarískum fjallgöngumönnum og leiðsögumönnunum og fjallagörpunum Ed Viesturs og Garrett Madison sem eru báðir miklir reynsluboltar. Í grunnbúðunum, sem eru í um 5500 metra hæð. Þarna má sjá skriðjökulinn gæjgast yfir tindana.Tómas Guðbjartsson „Þetta er smá eins og að fara á æfingu með Ronaldo og Messi, þessi ferð,“ segir Tómas í samtali við fréttastofu en hann hefur sagt frá ferðalaginu á Facebook síðustu daga. Viesturs og Madison hafa báðir klifið á tind Everest tólf sinnum, farið á K2 og svo mætti lengi telja. Viesturs er jafnframt mikill Íslandsvinur en hann er eini Bandaríkjamaðurinn sem hefur klifið hæstu 14 fjöll heims án súrefnis. Íslendingum er hann líklegast kunnur fyrir að bregða fyrir í kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, sem byggir á sannsögulegum atburðum frá 1996 þegar mikið óveður gerði á fjallinu og átta létust. Viesturs er einn þeirra sem lifði storminn af og tók þátt í miklum björgunaraðgerðum. Tómas og Ed Viesturs á leiðinni upp á Aconcagua. Tómas Guðbjartsson Þeir Tómas eru orðnir miklir vinir, farið saman á skíði og í háfjallagöngur, en Tómas hefur mikinn áhuga á fjallamennsku. Eins og margir vita kannski hefur Tómas leiðsagt fyrir Ferðafélag Íslands í marga áratugi og meðal annars klifið Kilimanjaro í Tansaníu. Missti kraftinn eftir háfjallaveiki á Kilimanjaro Nokkrir af félögum hans á Aconcagua þurftu að snúa við og náðu ekki á topinn vegna háfjallaveiki, þrátt fyrir að vera í miklu formi. Hann nefnir einmitt ferð sína á Kilimanjaro árið 2007 í þessu samhengi, þegar hann og fimm aðrir læknar klifu fjallið. Þeir voru allir með maka sína meðferðis og í toppformi. „Við vorum alltaf að gera plön um það hvernig við ætluðum að bjarga eiginkonunum okkar niður af því að við töldum okkur vera, og vorum, í mjög góðu formi. En við sem vorum í besta forminu urðum veikastir. Þetta er upphafið af því að ég fór að hella mér í þessi fræði,“ segir Tómas. Gangan hefst í 3000 metra hæð og endar í 7000 metrum. Tómas Guðbjartsson „Ég missti aðeins kraftinn eftir að hafa fengið háfjallaveiki á Kilimanjaro, þá einhvern vegin tók mig alveg nokkur ár að ná aftur sjálfstraustinu í hæð sem ég hafði alltaf áður. Svo gekk svo vel hjá mér í Nepal í haust og aftur núna. Nú er maður kominn aftur á skrið.“ Glákulyf reynst vel í fjallamennsku Háfjallaíþróttir hafa á undanförnum árum notið mikilla vinsælda, sérstaklega á Vesturlöndum. Tómas segir þá sem halda úti háfjallaferðaþjónustu oft stefna fólki of hratt upp á fjöllin en Vesturlandabúar eru ekki líkamlega byggðir til að lifa í svona háum hæðum. Í búðum tvö. Tómas Guðbjartsson „Það er farið allt of hratt og það er betra að taka tvo, þrjá daga til að ganga á lægri fjöll í kring og þannig ná betri árangri. Þetta er eitthvað sem farið er að gera í meira mæli, sérstaklega íslensku hóparnir,“ segir hann. Margir snúi við á leiðinni og nái ekki á toppinn og allt of margir verði veikir. Hann hvetur fólk til að leita til heimilislæknisins síns áður en farið er í ferðir sem þessar. Þeir geti hjálpað fólki að koma í veg fyrir háfjallaveiki, til dæmis með notkun fyrirbyggjandi lyfja. „Til dæmis er til lyf sem heitir Diamox, sem var þróað sem glákulyf og hefur þvagræsandi áhrif og hefur reynst besta lyfið til að fyrirbyggja hæðaveiki. Ég hef til dæmis verið að nota það núna og í Nepal og hefur aldrei liðið svona vel í hæð,“ segir Tómas. „Ég fann núna á Aconcagua ekki fyrir neinni hæðaveiki. Auðvitað verður maður þreyttur en ég fékk aldrei höfuðverk og fannst ég vera mjög sterkur allan tímann.“ Skrítið að sjá ofurþjálfað fólk lenda í hrakningum Aðrir í hópnum hafi ekki verið jafn heppnir. Í hópnum voru bara reynsluboltar, fólk sem stefnir á sjö hæstu fjöllin í hverri heimsálfu (e. Seven Summits). Ofan skýja í rúmlega 6000 metra hæð. Tómas Guðbjartsson „Þetta fólk er búið að vera að æfa rosalega. Einn hefur til dæmis verið að æfa í súrefnisklefa, þar sem súrefnið er lækkað svo hann þjálfist til að vera í hæð. Sumt af þessu fólki býr líka á stöðum í Bandaríkjunum sem eru í mikilli hæð. Ég var alls ekki með einhverja auka ása á hendi,“ segir Tómas. Þótt hann hafi þarna uppfyllt gamlan draum hafi ferðin verið sjokkerandi, eins og Tómas orðar það. Tveir létust í þessari brekku í fyrradag, daginn eftir að Tómas og félagar gengu hana.Tómas Guðbjartsson „Að sjá allt þetta súperþjálfaða fólk sem er búið að stefna á þetta jafnvel árum saman og þjálfa sig og samt lendir það í svona alvarlegum hrakningum. Ed bauð mér sérstaklega í þennan leiðangur af því að við erum vinir en líka af því að ég er læknir,“ segir Tómas. Stórhættulegt fjall að klífa Aðstæðurnar á fjallinu hafi verið mjög erfiðar, sértaklega þar sem snjóaði á því fyrir tveimur vikum síðan. Tveir létust á fjallinu á laugardag, þeir voru einum degi á eftir Tómasi og hans hópi upp fjallið. Í síðustu viku varð tveimur öðrum fótaskortur neðan hátindsins og liggja þungt haldnir á gjörgæslu. „Þeir gátu einhvern vegin ekki fest sig við línuna sennilega út af heilabjúg, sem er hluti af háfjallaveikinni, missa bæði dómgreindina og fínhreyfingarnar og renna þarna niður,“ segir Tómas. „Brekkurnar eru ísilagðar þannig að við gengum þetta á broddum upp. Við vissum af því þegar við lögðum af stað úr grunnbúðunum að tveir hefðu slasast illa nokkrum dögum áður.“ Náðu ekki upp á topp Á leiðinni niður af tindinum.Tómas Guðbjartsson Tveir úr þessum ellefu manna hópi sem Tómas ferðaðist í urðu eftir vegna veikinda í þriðju búðum, sem eru í rúmlega sex þúsund metra hæð. „Þar varð tjaldfélagi minn mjög alvarlega veikur um nóttina, gat ekki andað, og hinn fékk mjög alvarlegan niðurgang. Það þurfti að fara með þá niður,“ segir Tómas. Og þrír af þeim sem fóru alla leiðina upp þurftu að fá sterasprautu til að komast aftur niður af fjallinu. „Þetta kom mér á óvart. Ég horfði á þetta, af því að mér leið svo vel sjálfum, og skildi ekki hvað var í gangi. Af því þetta er fólk sem er vant í hæð og hefur æft mikið. Þetta var pínu stuðandi, ég viðurkenni það,“ segir Tómas. „Ég var þarna svolítið eins og með opna heilsugæslu. Nóg að gera hjá mér, með all skonar: öndunarfærasýkingar, magavandamál og alvarlegri einkenni. Og í öðrum hópum líka af því það eru ekki læknar með öllum hópum.“ Tómas Guðbjartsson Hann segir mjög gefandi að vera læknir í aðstæðum sem þessum. „Ég er búinn að læra ótrúlega margt í þessari ferð. Ég á aukadag inni í dag þannig að ég er búinn að vera uppi á spítala í dag í aðgerðum og fékk að sjá sjúklingana sem voru að slasast illa á Aconcagua í vikunni,“ segir Tómas. Á sjúkrahúsinu hitti Tómas hjartaskurðlækninni Martin Burgos en faðir hans, Claudio Burgos er þar yfirlæknir og nam meðal annars við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Margir af félögum Claudio úr læknanáminu kenndu svo Tómasi þegar hann var þar í námi. „Þetta er svo lítill heimur. Þessir sömu menn eru að meðhöndla þessa menn af Aconcagua, ég fór á stofugang með þeim í morgun og við vorum að skoða þessa sjúklinga sem ég sá flutta niður í þyrlu. Það var mjög ánægjulegt að sjá að það er að ganga vel hjá mörgum þeirra. Það er ótrúlegt að koma á spítala og sjá svona tilfelli. Við fáum þetta á Íslandi líka, ég hef verið að meðhöndla sjúklinga sem lenda í snjóflóðum, en það eru mjög fá tilvik. Hér sér maður þetta á stærri skala.“ Tómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas GuðbjartssonTómas Guðbjartsson
Fjallamennska Argentína Íslendingar erlendis Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira