Liðið skorar ekki, liðið verst ekki og liðið vinnur ekki. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart hvernig stigatafla ársins 2023 lítur út í Englandi.
Liverpool situr nefnilega í tuttugasta og síðasta sæti þegar við tökum saman gengi liða ensku úrvalsdeildarinnar frá og með Nýársdegi.
Liðið hefur aðeins náð í eitt stig í þessum fjórum leikjum og bara skora eitt mark. Liðið hefur aftur á móti fengið á sig níu mörk og markatalan er því átta mörk í mínus.
Bournemouth hefur fengið aðeins eitt stig eins og Liverpool en markatala þeirra er bara sex mörk í mínus.
Hér fyrir neðan má sjá lélegustu liðin í ensku úrvalsdeildinni til þessa á árinu 2023.