Upphaflega stóð til að hópurinn flygi með TF-SIF flugvél landhelgisgæslunnar. Þeirri flugferð var frestað til morguns sökum óhagstæðra veðurskilyrða en ákveðið var að semja við Icelandair um að flytja hópinn í kvöld. Er það sökum þess að „unnið er í kapp við tímann á vettvangi og hver mínúta skiptir þar máli,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti.
Hópurinn starfar innan vébanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Um er að ræða aðgerðastjórnendur, verkfræðinga og stuðningsteymi. Ísland er þáttakandi sérstaks samstarfsvettvangs á vegum Sameinuðu þjóðanna um rústabjörgun (INSARAG) og er sveitin á viðbragðslista hans.

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa óskað eftir aðstoð vegna hamfaranna og hafa hjálparbeiðnir borist bæði í gegnum viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins. Til viðbótar við stuðning við hjálpar- og björgunarstarfið í Tyrklandi munu íslensk stjórnvöld styðja fórnarlömb jarðskjálftanna á Sýrlandi í gegnum alþjóðleg hjálparsamtök.
Þúsundir hafa farist í jarðskjálftunum í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu.
Frétt Stöðvar 2 um málið: