„Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 22:26 Alexander Örn Júlíusson segir að Valsmenn hafi átt slatta inni eftir tapið gegn Flensburg. Vísir/Bára Dröfn Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. „Þetta er auðvitað mjög svekkjandi. Sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga bara dálítið inni,“ sagði Alexander að leik loknum. „Við náðum okkur ekki á strik varnarlega og áttum erfitt með að leysa þeirra sóknarleik. Það var svo sem alltaf ljóst að það væri á brattann að sækja á móti þessu liði, en mér fannst við hefðum mátt gera betur.“ Þrátt fyrir að Alexander tali um að honum hafi þótt sitt lið mega gera betur í leiknu verður ekki tekið af Valsmönnum að þeir stóðu lengi vel í ógnarsterku liði Flensburg. „Mér fannst við eiga inni. Við náðum náttúrulega forystu í seinni hálfleik. Við erum einu marki yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir og þá er bara leikur. Þá er líka bara markmiðið að halda þessu í leik þegar það er svona langt liðið á leikinn og svo bara vonast eftir áhlaupi síðustu mínúturnar.“ „En það fór eiginlega á hinn veginn. Þeir náðu að opna okkur og við gáfum eftir.“ Valsmenn taka á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeildinni þar sem Valsmenn þurfa á sigri að halda til að eiga enn góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum. „Það er bara stórleikur á móti Benidorm og við erum auðvitað bara spenntir að fá aftur heimaleik. Það er alltaf mikil veisla í höllinni og ég vil bara nýta tækifærið og skora á Valsmenn að mæta. Við þurfum á stuðningnum að halda því þetta er lykilleikur í baráttunni um að komast upp úr riðlinum,“ sagði Alexander Örn að lokum. Klippa: Alexander Örn eftir tapið gegn Flensburg Handbolti Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög svekkjandi. Sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga bara dálítið inni,“ sagði Alexander að leik loknum. „Við náðum okkur ekki á strik varnarlega og áttum erfitt með að leysa þeirra sóknarleik. Það var svo sem alltaf ljóst að það væri á brattann að sækja á móti þessu liði, en mér fannst við hefðum mátt gera betur.“ Þrátt fyrir að Alexander tali um að honum hafi þótt sitt lið mega gera betur í leiknu verður ekki tekið af Valsmönnum að þeir stóðu lengi vel í ógnarsterku liði Flensburg. „Mér fannst við eiga inni. Við náðum náttúrulega forystu í seinni hálfleik. Við erum einu marki yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir og þá er bara leikur. Þá er líka bara markmiðið að halda þessu í leik þegar það er svona langt liðið á leikinn og svo bara vonast eftir áhlaupi síðustu mínúturnar.“ „En það fór eiginlega á hinn veginn. Þeir náðu að opna okkur og við gáfum eftir.“ Valsmenn taka á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeildinni þar sem Valsmenn þurfa á sigri að halda til að eiga enn góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum. „Það er bara stórleikur á móti Benidorm og við erum auðvitað bara spenntir að fá aftur heimaleik. Það er alltaf mikil veisla í höllinni og ég vil bara nýta tækifærið og skora á Valsmenn að mæta. Við þurfum á stuðningnum að halda því þetta er lykilleikur í baráttunni um að komast upp úr riðlinum,“ sagði Alexander Örn að lokum. Klippa: Alexander Örn eftir tapið gegn Flensburg
Handbolti Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30