Ómerkilegir og merkilegir Siglfirðingar Valgeir Tómas Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 10:30 Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. Allt voru þetta menn sem beittu kröftum sínum af hugsjón fyrir framtíð og uppbyggingu Íslands og Siglufjarðar. Salan á atvinnurétti Siglfirðinga Um áramótin var tilkynnt að Rammi og Ísfélag Vestmannaeyja stefndu á sameiningu og nú er einungis beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Við svokallaða sameiningu á Ramma og Ísfélagi Vestmannaeyja flyst allt forræði á útgerð á Siglufirði úr byggðarlaginu og þar með getur útgerð hæglega lagst af á Siglufirði innan örfárra missera. Það gefur augaleið að það mun valda hinum almenna íbúa og framtíð byggðarlagsins miklum skaða, a.m.k. að óbreyttu kvótakerfi. Tilkynningin um sameininguna kom því eins og blaut tuska framan íbúa Siglufjarðar og þótti því ýmsum það taktlaust að bæjarstjórinn hefði á opnum fundi um sjávarútvegsmál óskað forsvarsmönnum Ramma til hamingju með hana. Það er áhugavert að rifja upp hvernig Þormóður rammi komst í hendurnar á þeim sem eru í þann mund að selja útróðrarréttinn úr Siglufirði, en kaup þeirra á fyrirtækinu Þormóði ramma voru svo umdeild að Alþingi Íslendinga ákvað að fá Ríkisendurskoðun til þess að gera skýrslu um málið. Niðurstaða skýrslunnar, sem kom út árið 1991, var kurteisisleg en þung ádrepa á þáverandi fjármálaráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrir að hafa „selt“ eigur ríkisins á undirverði til pólitískra samherja. Meðal eigna Þormóðs ramma voru þrír togarar, Sigluvík, Stálvík og Stapavík, nýtt frystihús og auk annars húsakosts 6.000 tonna þorskígildiskvóti. Allar framangreindar ríkiseignir sem runnu inn í nýtt félag voru metnar á hrakvirði á meðan eigur pólitískra samherja Ólafs Ragnars sem voru tvö smáfyrirtæki, Drafnar og Egilssíld, voru metin langt yfir raunvirði. Þessi saga er ekki eldri en svo að þeir Siglfirðingar sem undirrituðu kaupsamninginn við Ólaf Ragnar Grímsson hafa nú gert samkomulag við Ísfélag Vestmannaeyja um yfirtöku á félaginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 1991 er einnig greint frá því að samhliða kaupsamningi hafi „kaupendur“, m.a. núverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Ólafur Marteinsson, undirritað bindandi yfirlýsingu um að kaupendum Þormóðs ramma væri óheimilt að selja kvóta eða skip, sem hefði það í för með sér að minni afla yrði landað á Siglufirði. Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Samkeppniseftirlitið eiga að ganga eftir því hvernig sameinað félag Ramma og Ísfélagsins ætlar að standa við þær bindandi kvaðir sem hvíla á Ramma. Varla er vilji til þess að hefja útgerð skuttogarans Sólbergsins í nýrri útgerð, með sama hætti og Samherji gerði með ísfirsku Gugguna. Hver sem niðurstaða Samkeppniseftirlitsins verður, þá er pottþétt að þeir sem standa að sölu á útróðrarrétti Siglufjarðar, þar með talinn núverandi formaður SFS, Ólafur Marteinsson, munu seint teljast til merkilegra Siglfirðinga. Höfundur er Siglfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Sjávarútvegur Samkeppnismál Tengdar fréttir Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021. 6. janúar 2023 07:55 Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað. 29. desember 2022 20:44 Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. Allt voru þetta menn sem beittu kröftum sínum af hugsjón fyrir framtíð og uppbyggingu Íslands og Siglufjarðar. Salan á atvinnurétti Siglfirðinga Um áramótin var tilkynnt að Rammi og Ísfélag Vestmannaeyja stefndu á sameiningu og nú er einungis beðið eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins. Við svokallaða sameiningu á Ramma og Ísfélagi Vestmannaeyja flyst allt forræði á útgerð á Siglufirði úr byggðarlaginu og þar með getur útgerð hæglega lagst af á Siglufirði innan örfárra missera. Það gefur augaleið að það mun valda hinum almenna íbúa og framtíð byggðarlagsins miklum skaða, a.m.k. að óbreyttu kvótakerfi. Tilkynningin um sameininguna kom því eins og blaut tuska framan íbúa Siglufjarðar og þótti því ýmsum það taktlaust að bæjarstjórinn hefði á opnum fundi um sjávarútvegsmál óskað forsvarsmönnum Ramma til hamingju með hana. Það er áhugavert að rifja upp hvernig Þormóður rammi komst í hendurnar á þeim sem eru í þann mund að selja útróðrarréttinn úr Siglufirði, en kaup þeirra á fyrirtækinu Þormóði ramma voru svo umdeild að Alþingi Íslendinga ákvað að fá Ríkisendurskoðun til þess að gera skýrslu um málið. Niðurstaða skýrslunnar, sem kom út árið 1991, var kurteisisleg en þung ádrepa á þáverandi fjármálaráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrir að hafa „selt“ eigur ríkisins á undirverði til pólitískra samherja. Meðal eigna Þormóðs ramma voru þrír togarar, Sigluvík, Stálvík og Stapavík, nýtt frystihús og auk annars húsakosts 6.000 tonna þorskígildiskvóti. Allar framangreindar ríkiseignir sem runnu inn í nýtt félag voru metnar á hrakvirði á meðan eigur pólitískra samherja Ólafs Ragnars sem voru tvö smáfyrirtæki, Drafnar og Egilssíld, voru metin langt yfir raunvirði. Þessi saga er ekki eldri en svo að þeir Siglfirðingar sem undirrituðu kaupsamninginn við Ólaf Ragnar Grímsson hafa nú gert samkomulag við Ísfélag Vestmannaeyja um yfirtöku á félaginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 1991 er einnig greint frá því að samhliða kaupsamningi hafi „kaupendur“, m.a. núverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Ólafur Marteinsson, undirritað bindandi yfirlýsingu um að kaupendum Þormóðs ramma væri óheimilt að selja kvóta eða skip, sem hefði það í för með sér að minni afla yrði landað á Siglufirði. Bæjarstjórn Fjallabyggðar og Samkeppniseftirlitið eiga að ganga eftir því hvernig sameinað félag Ramma og Ísfélagsins ætlar að standa við þær bindandi kvaðir sem hvíla á Ramma. Varla er vilji til þess að hefja útgerð skuttogarans Sólbergsins í nýrri útgerð, með sama hætti og Samherji gerði með ísfirsku Gugguna. Hver sem niðurstaða Samkeppniseftirlitsins verður, þá er pottþétt að þeir sem standa að sölu á útróðrarrétti Siglufjarðar, þar með talinn núverandi formaður SFS, Ólafur Marteinsson, munu seint teljast til merkilegra Siglfirðinga. Höfundur er Siglfirðingur.
Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021. 6. janúar 2023 07:55
Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Ísfélagið hf.. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að því að skrá félagið á markað. 29. desember 2022 20:44
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar