Einstök hönnun á nýju hverfi á Héðinsreit í Vesturbæ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 13:32 Þetta glæsilega hverfi rís nú á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur. Stöð 2 Í Vesturbæ Reykjavíkur á gamla Héðinsreitnum, sem kallast nú Vesturvin, er að rísa spennandi hverfi, alveg niður við sjóinn. Það var arkitektastofan Nordic Office of Architecture, áður Arkþing, sem vann samkeppni um húsin fremst á reitnum og er hönnunin alveg einstök. Arkitektinn Hjalti Brynjarsson er einn af þeim sem kom að teikningu húsanna. „Þegar við komum að þessu verkefni fannst okkur svona svolítil þörf á því að brjóta byggingarnar upp, aðeins svona að minnka skalann, og hugsuðum þetta svona sem þrjú stakstæð hús í staðinn fyrir eitt,“ segir Hjalti. Með þessu vildu þau hámarka birtu og útsýnisskilyrði í íbúðunum og fjölga íbúðum með sjávarútsýni. Þá vildu þau gefa íbúðunum meira pláss og draga fram þau gæði sem svæðið hefur upp á að bjóða. „Það eru mjög fjölbreyttar íbúðagerðir, allt frá litlum einstaklingsíbúðum upp í stórar og miklar með þakgörðum. En það eru í rauninni allir sem fá flott útsýni hérna, bæði litlu íbúðirnar og þessar mjög stóru íbúðir.“ Fjölbreyttar íbúðir verða í boði.Stöð 2 Lækur minning um járnbrautarlestina Á milli húsanna er einstakur garður þar sem form, lýsing og plöntur eru í aðalhlutverki. Í garðinum verður einnig lítill lækur sem setur mikinn svip á garðinn. Landslagsarkitektinn Hermann Ólafsson er einn af þeim sem hannaði garðinn. Við hönnunina tók hann mið af Héðinslóðinni og umhverfinu. „Svo erum við með nálægðina við höfnina og þá staðreynd að þarna í gegnum reitinn fór eina járnbrautarlest Íslandssögunnar. Við veltum því dálítið fyrir okkur hvernig við ættum að gera þeirri sögu skil en enduðum á því að gera þarna svona spor í gegnum allan garðinn sem á að minna á þetta,“ segir Hermann. Af praktískum ástæðum eru það þó ekki raunverulegir járnbrautarteinar sem liggja í gegnum garðinn. Þess í stað var ákveðið að láta vatn renna eftir bogadreginni línu. Úr verður eins konar lækur og er útkoman einstök. „Það er okkar svona minning um járnbrautarteinanna.“ Lækur mun renna í gegnum garðinn.Stöð 2 Plöntur gegna stóru hlutverki Gróður spilar einnig stórt hlutverk í hönnuninni. Klifurplöntur eru látnar þekja nokkra veggi og notast er við led-lýsingu til þess að lýsa upp ákveðin svæði. „Vonandi lukkast það. Það eru ekki mörg dæmi um þetta. Við höfum séð þetta víða erlendis. Auðvitað eru ekki margar tegundir sem lifa þetta af hérna, en allir þekkja gömlu bergfléttuna,“ segir Hermann. Hér fyrir neðan má sjá Ísland í dag innslagið í heild sinni. Klippa: Ísland í dag - Lækur og töff hönnun á Héðinsreitnum! Ísland í dag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Það var arkitektastofan Nordic Office of Architecture, áður Arkþing, sem vann samkeppni um húsin fremst á reitnum og er hönnunin alveg einstök. Arkitektinn Hjalti Brynjarsson er einn af þeim sem kom að teikningu húsanna. „Þegar við komum að þessu verkefni fannst okkur svona svolítil þörf á því að brjóta byggingarnar upp, aðeins svona að minnka skalann, og hugsuðum þetta svona sem þrjú stakstæð hús í staðinn fyrir eitt,“ segir Hjalti. Með þessu vildu þau hámarka birtu og útsýnisskilyrði í íbúðunum og fjölga íbúðum með sjávarútsýni. Þá vildu þau gefa íbúðunum meira pláss og draga fram þau gæði sem svæðið hefur upp á að bjóða. „Það eru mjög fjölbreyttar íbúðagerðir, allt frá litlum einstaklingsíbúðum upp í stórar og miklar með þakgörðum. En það eru í rauninni allir sem fá flott útsýni hérna, bæði litlu íbúðirnar og þessar mjög stóru íbúðir.“ Fjölbreyttar íbúðir verða í boði.Stöð 2 Lækur minning um járnbrautarlestina Á milli húsanna er einstakur garður þar sem form, lýsing og plöntur eru í aðalhlutverki. Í garðinum verður einnig lítill lækur sem setur mikinn svip á garðinn. Landslagsarkitektinn Hermann Ólafsson er einn af þeim sem hannaði garðinn. Við hönnunina tók hann mið af Héðinslóðinni og umhverfinu. „Svo erum við með nálægðina við höfnina og þá staðreynd að þarna í gegnum reitinn fór eina járnbrautarlest Íslandssögunnar. Við veltum því dálítið fyrir okkur hvernig við ættum að gera þeirri sögu skil en enduðum á því að gera þarna svona spor í gegnum allan garðinn sem á að minna á þetta,“ segir Hermann. Af praktískum ástæðum eru það þó ekki raunverulegir járnbrautarteinar sem liggja í gegnum garðinn. Þess í stað var ákveðið að láta vatn renna eftir bogadreginni línu. Úr verður eins konar lækur og er útkoman einstök. „Það er okkar svona minning um járnbrautarteinanna.“ Lækur mun renna í gegnum garðinn.Stöð 2 Plöntur gegna stóru hlutverki Gróður spilar einnig stórt hlutverk í hönnuninni. Klifurplöntur eru látnar þekja nokkra veggi og notast er við led-lýsingu til þess að lýsa upp ákveðin svæði. „Vonandi lukkast það. Það eru ekki mörg dæmi um þetta. Við höfum séð þetta víða erlendis. Auðvitað eru ekki margar tegundir sem lifa þetta af hérna, en allir þekkja gömlu bergfléttuna,“ segir Hermann. Hér fyrir neðan má sjá Ísland í dag innslagið í heild sinni. Klippa: Ísland í dag - Lækur og töff hönnun á Héðinsreitnum!
Ísland í dag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira