Alvarlegar athugasemdir við hækkun æfingagjalda í Reykjavík Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 15:01 Skúli Helgason er formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Stöð 2/Arnar Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hækkanir einstaka íþróttafélaga í Reykjavík á æfingagjöldum. Ráðið óskar eftir því að félögin endurskoði hækkanir sínar. Frístundastyrkur barna í Reykjavík hækkaði um helming um áramótin eða um 25 þúsund krónur, úr fimmtíu þúsund krónum í 75 þúsund. Tilgangur styrksins er að auka virkni og þátttöku barna og ungmenna í frístundastarfi. „Vilji borgarinnar er klárlega að stærstur hluti hækkunarinnar renni til barna og forráðamanna þeirra,“ segir í bókun menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Ráðinu hefur nú borist fregnir af verulegum hækkunum æfingagjalda íþróttafélaganna að undanförnu og því var óskað eftir því að Íþróttabandalag Reykjavíkurborgar (ÍBR) tæki saman heildstætt yfirlit yfir æfingagjöld með samanburði fyrir og eftir hækkun styrksins. Fyrstu upplýsingar frá ÍBR benda til þess að æfingagjöld hafi almennt ekki hækkað umfram verðlag en hins vegar eru einstök dæmi um meiri hækkanir sem ráðið telur mikilvægt að bregðast ákveðið við. „Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við hækkanir æfingagjalda umfram verðbólgu og telur eðlilegt að í slíkum tilvikum taki viðkomandi félög slíkar hækkanir til endurskoðunar,“ segir í bókuninni. Ráðið telur það mikilvægt að íþróttafélögin, ÍBR og borgaryfirvöld vinni þétt saman að því að verja grundvöll og tilgang styrksins sem mikilvæg forsenda fyrir almennri frístundaþátttöku barna og ungmenna í borginni án þess að það sé grafið undan styrknum með óhóflegum verðhækkunum. Voru æfingagjöldin hjá þínu íþróttafélagi að hækka? Vísir tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Reykjavík Íþróttir barna Borgarstjórn Neytendur Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Frístundastyrkur barna í Reykjavík hækkaði um helming um áramótin eða um 25 þúsund krónur, úr fimmtíu þúsund krónum í 75 þúsund. Tilgangur styrksins er að auka virkni og þátttöku barna og ungmenna í frístundastarfi. „Vilji borgarinnar er klárlega að stærstur hluti hækkunarinnar renni til barna og forráðamanna þeirra,“ segir í bókun menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Ráðinu hefur nú borist fregnir af verulegum hækkunum æfingagjalda íþróttafélaganna að undanförnu og því var óskað eftir því að Íþróttabandalag Reykjavíkurborgar (ÍBR) tæki saman heildstætt yfirlit yfir æfingagjöld með samanburði fyrir og eftir hækkun styrksins. Fyrstu upplýsingar frá ÍBR benda til þess að æfingagjöld hafi almennt ekki hækkað umfram verðlag en hins vegar eru einstök dæmi um meiri hækkanir sem ráðið telur mikilvægt að bregðast ákveðið við. „Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við hækkanir æfingagjalda umfram verðbólgu og telur eðlilegt að í slíkum tilvikum taki viðkomandi félög slíkar hækkanir til endurskoðunar,“ segir í bókuninni. Ráðið telur það mikilvægt að íþróttafélögin, ÍBR og borgaryfirvöld vinni þétt saman að því að verja grundvöll og tilgang styrksins sem mikilvæg forsenda fyrir almennri frístundaþátttöku barna og ungmenna í borginni án þess að það sé grafið undan styrknum með óhóflegum verðhækkunum. Voru æfingagjöldin hjá þínu íþróttafélagi að hækka? Vísir tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Voru æfingagjöldin hjá þínu íþróttafélagi að hækka? Vísir tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Reykjavík Íþróttir barna Borgarstjórn Neytendur Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira