Stálhnefar og silkihanskar Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 8. febrúar 2023 17:30 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að minnka lóð í eigu almennings svo að eigendur einkalóða geti stækkað eigin lóðir. Með því er verið að setja fram ákveðið fordæmi, og það slæmt þegar kemur að lóðamörkum. Lagt var til að samið yrði við eigendur tiltekinna lóða við Einimel um að þeir fengju land borgarbúa eftir að girðingar höfðu verið settar þar inn fyrir. Það var gert án leyfis eða samþykkis borgarinnar. Það er mjög sérstakt að lítið sem ekkert hafi verið viðhaft allan þennan tíma, frá því á sjötta áratugnum þegar girðingarnar voru sett upp. Með því að reisa upp girðingar minnkaði almenningssvæði borgarbúa töluvert. Atburðarrásin rekur sig alla leið aftur til sjötta áratugarins, þegar eigandi tók sig til og víkkaði svæði sitt inn fyrir mörk borgarinnar. Síðan þá hafa fleiri girðingar verið reistar upp á nærliggjandi lóðum og ekkert verið viðhaft af hálfu borgarinnar. Í stað þess að grípa inn í og einfaldlega taka girðingarnar burt, sem væri fullkomlega eðlilegt, ætlar borgin að gefa undan. Það er því ljóst að nú geta eigendur einkalóða stækkað þær inn fyrir svæði almennings og komið sér í samningsstöðu, því borgaryfirvöld kjósa að láta slíkt viðgangast. Auðvitað ætti þetta ekki að vera boðlegt en fulltrúar þeirra flokka sem samþykktu tillöguna töluðu mikið um að gæta yrði „meðalhófs“ í málinu. Það er áhugaverð afstaða því ljóst er að slík viðhorf er ekki að finna í samskiptum borgarinnar gagnvart öðrum hópum. Lítið meðalhóf gagnvart fátækum Foreldrar sem t.a.m. geta ekki greitt reikninga vegna skóla- og frístundaþjónustu barna sinna mæta skilningsleysi. Í vikunni samþykkti Skóla- og frístundaráð að breyta reglum um þjónustu frístundaheimila, þó að margar breytingar hafi verið af hinu góða þá þótti ekki ástæða til að breyta eða afnema reglum um að börnum sé meinuð dvöl á frístundaheimilum ef foreldrar þeirra eru í vanskilum við skóla- og frístundasvið. Hið sama gildir um leikskóladvöl barna. Það er ekki að neinu gamni sem foreldrar standa ekki í skilum vegna skóla- og frístunda barna sinna. Það er ekki gert að ástæðulausu, heldur vegna fátæktar. Umrætt meðalhóf stendur þeim foreldrum ekki til boða. Fátækum foreldrum og börnum þeirra er ekki mætt út frá hugsjónum meðalhófs, þar sem mál sem fara í innheimtu eru ekki skoðuð heildstætt og samningsviljinn er lítill hjá borginni í þeim tilfellum fátækum foreldrum er mætt með hörðum aðgerðum. Dráttarvextir og milliinnheimta Það er ekki nóg með að börnum sé meinuð dvöl í frístund eða leikskóla ef reikningar eru ógreiddir, heldur taka harkalegar aðgerðir innheimtufyrirtækja við. Skv. reglum Reykjavíkurborgar kemur fram að ef gjöld vegna skólaþjónustu séu ógreidd 50 dögum eftir gjalddaga séu þau færð í milliinnheimtu. Eftir 120 daga er svo farið í löginnheimtu og dráttarvextir bætast við. Sé krafa greidd eftir eindaga, bætist við kostnaður við útsendingu ítrekunarbréfa og innheimtu á greiðanda. Þó að borgin sé með verklagsreglur sem miði að því að barn verði ekki af grunnþjónustu, þá þurfa foreldrar samt sem áður að taka mörg skref til að slíkt verði ekki að veruleika. Ég get ekki séð að þarna sé komið fram við foreldra af neinu meðalhófi. Borgin ætti að semja við foreldra í fátækt og líta til aðstæðna þeirra, líkt og gert er í lóðamálinu við Einimel. Stálhnefi gagnvart fátækum Djúpstæð stéttafyrirlitningin blasir hér við okkur svart á hvítu. Borgin fer mjúkum höndum um lóðaeigendur en með hörku við þau efnaminni. Stálhnefi gagnvart fátækum borgarbúum, silkihanskar fyrir þau efnameiri sem fá sæti við samningaborð borgarinnar eftir lóðatöku. Í borgarstjórn er mikið talað um jafnrétti og það hvað borgin telur sig standa sig vel í þeim málum. Stétt og staða skiptir greinilega máli í því hvort að jafnréttinu sé framfylgt. Fordæmið sem Reykjavíkurborg sýnir í þessu lóðamáli er gríðarlegt. Við vitum að þessi staða blasir víða við, þar sem farið hefur verið yfir mörk borgarinnar. Á fjölmörgum einkalóðum verið farið yfir mörk borgarinnar. Nú er ljóst að borgin hefur markað sporin og ljóst má vera að ef þú ferð yfir hennar mörk ertu búinn að koma þér í góða samningsstöðu. Mikið vildi ég að borgin sýndi hið svokallaða meðalhóf gagnvart fátækum foreldrum en ekki einungis þegar kemur að eignafólki sem tekur lóðir borgarbúa. Í fréttatilkynningu borgarinnar kom fram að almenningsrými sé að stækka þegar raunin er sú að það er að minnka. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að minnka lóð í eigu almennings svo að eigendur einkalóða geti stækkað eigin lóðir. Með því er verið að setja fram ákveðið fordæmi, og það slæmt þegar kemur að lóðamörkum. Lagt var til að samið yrði við eigendur tiltekinna lóða við Einimel um að þeir fengju land borgarbúa eftir að girðingar höfðu verið settar þar inn fyrir. Það var gert án leyfis eða samþykkis borgarinnar. Það er mjög sérstakt að lítið sem ekkert hafi verið viðhaft allan þennan tíma, frá því á sjötta áratugnum þegar girðingarnar voru sett upp. Með því að reisa upp girðingar minnkaði almenningssvæði borgarbúa töluvert. Atburðarrásin rekur sig alla leið aftur til sjötta áratugarins, þegar eigandi tók sig til og víkkaði svæði sitt inn fyrir mörk borgarinnar. Síðan þá hafa fleiri girðingar verið reistar upp á nærliggjandi lóðum og ekkert verið viðhaft af hálfu borgarinnar. Í stað þess að grípa inn í og einfaldlega taka girðingarnar burt, sem væri fullkomlega eðlilegt, ætlar borgin að gefa undan. Það er því ljóst að nú geta eigendur einkalóða stækkað þær inn fyrir svæði almennings og komið sér í samningsstöðu, því borgaryfirvöld kjósa að láta slíkt viðgangast. Auðvitað ætti þetta ekki að vera boðlegt en fulltrúar þeirra flokka sem samþykktu tillöguna töluðu mikið um að gæta yrði „meðalhófs“ í málinu. Það er áhugaverð afstaða því ljóst er að slík viðhorf er ekki að finna í samskiptum borgarinnar gagnvart öðrum hópum. Lítið meðalhóf gagnvart fátækum Foreldrar sem t.a.m. geta ekki greitt reikninga vegna skóla- og frístundaþjónustu barna sinna mæta skilningsleysi. Í vikunni samþykkti Skóla- og frístundaráð að breyta reglum um þjónustu frístundaheimila, þó að margar breytingar hafi verið af hinu góða þá þótti ekki ástæða til að breyta eða afnema reglum um að börnum sé meinuð dvöl á frístundaheimilum ef foreldrar þeirra eru í vanskilum við skóla- og frístundasvið. Hið sama gildir um leikskóladvöl barna. Það er ekki að neinu gamni sem foreldrar standa ekki í skilum vegna skóla- og frístunda barna sinna. Það er ekki gert að ástæðulausu, heldur vegna fátæktar. Umrætt meðalhóf stendur þeim foreldrum ekki til boða. Fátækum foreldrum og börnum þeirra er ekki mætt út frá hugsjónum meðalhófs, þar sem mál sem fara í innheimtu eru ekki skoðuð heildstætt og samningsviljinn er lítill hjá borginni í þeim tilfellum fátækum foreldrum er mætt með hörðum aðgerðum. Dráttarvextir og milliinnheimta Það er ekki nóg með að börnum sé meinuð dvöl í frístund eða leikskóla ef reikningar eru ógreiddir, heldur taka harkalegar aðgerðir innheimtufyrirtækja við. Skv. reglum Reykjavíkurborgar kemur fram að ef gjöld vegna skólaþjónustu séu ógreidd 50 dögum eftir gjalddaga séu þau færð í milliinnheimtu. Eftir 120 daga er svo farið í löginnheimtu og dráttarvextir bætast við. Sé krafa greidd eftir eindaga, bætist við kostnaður við útsendingu ítrekunarbréfa og innheimtu á greiðanda. Þó að borgin sé með verklagsreglur sem miði að því að barn verði ekki af grunnþjónustu, þá þurfa foreldrar samt sem áður að taka mörg skref til að slíkt verði ekki að veruleika. Ég get ekki séð að þarna sé komið fram við foreldra af neinu meðalhófi. Borgin ætti að semja við foreldra í fátækt og líta til aðstæðna þeirra, líkt og gert er í lóðamálinu við Einimel. Stálhnefi gagnvart fátækum Djúpstæð stéttafyrirlitningin blasir hér við okkur svart á hvítu. Borgin fer mjúkum höndum um lóðaeigendur en með hörku við þau efnaminni. Stálhnefi gagnvart fátækum borgarbúum, silkihanskar fyrir þau efnameiri sem fá sæti við samningaborð borgarinnar eftir lóðatöku. Í borgarstjórn er mikið talað um jafnrétti og það hvað borgin telur sig standa sig vel í þeim málum. Stétt og staða skiptir greinilega máli í því hvort að jafnréttinu sé framfylgt. Fordæmið sem Reykjavíkurborg sýnir í þessu lóðamáli er gríðarlegt. Við vitum að þessi staða blasir víða við, þar sem farið hefur verið yfir mörk borgarinnar. Á fjölmörgum einkalóðum verið farið yfir mörk borgarinnar. Nú er ljóst að borgin hefur markað sporin og ljóst má vera að ef þú ferð yfir hennar mörk ertu búinn að koma þér í góða samningsstöðu. Mikið vildi ég að borgin sýndi hið svokallaða meðalhóf gagnvart fátækum foreldrum en ekki einungis þegar kemur að eignafólki sem tekur lóðir borgarbúa. Í fréttatilkynningu borgarinnar kom fram að almenningsrými sé að stækka þegar raunin er sú að það er að minnka. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun