NFL goðsögn segir óskynsamlegt að veðja gegn Mahomes - en gerir það samt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 09:30 Shaun Alexander fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Bandaríkjunum. Shaun Alexander, fyrrum hlaupari Seattle Seahawks í NFL-deildinni og einn besti leikmaður deildarinnar á fyrsta áratug aldarinnar, telur að Philadelphia Eagles muni bera sigur úr býtum í Super Bowl leiknum á sunnudag. Eagles mætir þá Kansas City Chiefs en Alexander hefur sterkari tengingar við Eagles í gegnum Alabama-háskólann, hans gamla lið. Klippa: Viðtal við Shaun Alexander „Ég fór í Alabama-háskólann, sem er með eitt stærsta lið háskólaboltans. Ég er náinn tveimur leikmönnum Eagles sem voru í Alabama, leikstjórnendanum Jalen Hurts og útherjanum DeVonta Smith, þannig að ég mun styðja þá í leiknum,“ segir hann brosandi í samtali við Vísi. Viðtalið fór fram fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Arizona, þar sem Super Bowl fer fram. Alexander kom þar fram fyrir hönd góðgerðarsamtakanna Players Coalition. Það eru samtök leikmanna, þjálfara og eiganda í NFL-deildinni sem berjast fyrir auknu jafnrétti í Bandaríkjunum. Ekki takmarkið að komast yfir endalínuna Shaun Alexander í leik með Seattle Seahawks árið 2006.Getty / Scott Halleran „NFL-deildin gerir sér grein fyrir því að við getum náð til margra. Við viljum nýta okkar vettvang til að vekja athygli á þeim málefnum sem þurfa á umræðu að halda,“ sagði Alexander og sagði að það væri hægt að gera það á marga vegu. „En mestu máli skiptir að það sé gert á réttan máta.“ Samfélagsmálefni, líkt og kynþáttafordómar og misrétti, hafa verið í brenndidepli í bandarísku samfélagi undanfarna áratugi og umræðan hefur snert flesta fleti samfélagsins - einnig NFL-deildina en hún er stærsta og vinsælasta atvinnumannaíþróttinn þar í landi. „Markmiðið er að halda áfram að þroskast og vaxa,“ sagði Alexander spurður hvort að baráttan fyrir jafnrétti í Bandaríkjunum væri langt á veg komin eða ætti enn langt í land. „Við hugsum ekki um þetta eins og að það þurfi að komast yfir endalínu. Við viljum halda áfram að bæta okkur - get ég gert betur í ár en á síðasta ári? Það er það sem við gerum í okkar samtökum og það er það sem við gerum sem samfélag.“ Eagles hefur klárað sína leiki með yfirburðum Shaun Alexander slapp þó ekki úr viðtalinu án þess að ræða Super Bowl leikinn á sunnudag. Alexander var sem fyrr segir einn besti hlaupari deildarinnar þegar hann var upp á sitt besta og segir ljóst að Eagles hafi farið langt á sterkum hlaupaleik þetta tímabilið. „Kansas City er með frábæra vörn en Eagles hefur klárað sína tvo leiki í úrslitakeppninni með miklum yfirburðum og með því að spilaá sínum styrkleikum. Ég held að Eagles eigi góðan möguleika á að klára verkefnið og vinna þann stóra.“ Spurður um möguleika Chiefs í leiknum sagði Alexander að svarið væri einfalt og að möguleikarnir væru fyrst og fremst bundnir í leikstjórnendanum Patrick Mahomes. „Hann er besti leikstjórnandi deildarinnar. Hann er frábær leikmaður og frábær leiðtogi. Margir halda því fram að það væri óskynsamlegt að veðja á móti slíkum leikmanni og ég væri venjulega sammála því, nema að nú er hann að keppa gegn tveimur Alabama-mönnum.“ NFL Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum „Barátta kynjanna“ hafði ekkert með jafnrétti að gera „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið Sjá meira
Eagles mætir þá Kansas City Chiefs en Alexander hefur sterkari tengingar við Eagles í gegnum Alabama-háskólann, hans gamla lið. Klippa: Viðtal við Shaun Alexander „Ég fór í Alabama-háskólann, sem er með eitt stærsta lið háskólaboltans. Ég er náinn tveimur leikmönnum Eagles sem voru í Alabama, leikstjórnendanum Jalen Hurts og útherjanum DeVonta Smith, þannig að ég mun styðja þá í leiknum,“ segir hann brosandi í samtali við Vísi. Viðtalið fór fram fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Arizona, þar sem Super Bowl fer fram. Alexander kom þar fram fyrir hönd góðgerðarsamtakanna Players Coalition. Það eru samtök leikmanna, þjálfara og eiganda í NFL-deildinni sem berjast fyrir auknu jafnrétti í Bandaríkjunum. Ekki takmarkið að komast yfir endalínuna Shaun Alexander í leik með Seattle Seahawks árið 2006.Getty / Scott Halleran „NFL-deildin gerir sér grein fyrir því að við getum náð til margra. Við viljum nýta okkar vettvang til að vekja athygli á þeim málefnum sem þurfa á umræðu að halda,“ sagði Alexander og sagði að það væri hægt að gera það á marga vegu. „En mestu máli skiptir að það sé gert á réttan máta.“ Samfélagsmálefni, líkt og kynþáttafordómar og misrétti, hafa verið í brenndidepli í bandarísku samfélagi undanfarna áratugi og umræðan hefur snert flesta fleti samfélagsins - einnig NFL-deildina en hún er stærsta og vinsælasta atvinnumannaíþróttinn þar í landi. „Markmiðið er að halda áfram að þroskast og vaxa,“ sagði Alexander spurður hvort að baráttan fyrir jafnrétti í Bandaríkjunum væri langt á veg komin eða ætti enn langt í land. „Við hugsum ekki um þetta eins og að það þurfi að komast yfir endalínu. Við viljum halda áfram að bæta okkur - get ég gert betur í ár en á síðasta ári? Það er það sem við gerum í okkar samtökum og það er það sem við gerum sem samfélag.“ Eagles hefur klárað sína leiki með yfirburðum Shaun Alexander slapp þó ekki úr viðtalinu án þess að ræða Super Bowl leikinn á sunnudag. Alexander var sem fyrr segir einn besti hlaupari deildarinnar þegar hann var upp á sitt besta og segir ljóst að Eagles hafi farið langt á sterkum hlaupaleik þetta tímabilið. „Kansas City er með frábæra vörn en Eagles hefur klárað sína tvo leiki í úrslitakeppninni með miklum yfirburðum og með því að spilaá sínum styrkleikum. Ég held að Eagles eigi góðan möguleika á að klára verkefnið og vinna þann stóra.“ Spurður um möguleika Chiefs í leiknum sagði Alexander að svarið væri einfalt og að möguleikarnir væru fyrst og fremst bundnir í leikstjórnendanum Patrick Mahomes. „Hann er besti leikstjórnandi deildarinnar. Hann er frábær leikmaður og frábær leiðtogi. Margir halda því fram að það væri óskynsamlegt að veðja á móti slíkum leikmanni og ég væri venjulega sammála því, nema að nú er hann að keppa gegn tveimur Alabama-mönnum.“
NFL Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum „Barátta kynjanna“ hafði ekkert með jafnrétti að gera „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið Sjá meira