NFL goðsögn segir óskynsamlegt að veðja gegn Mahomes - en gerir það samt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 09:30 Shaun Alexander fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Bandaríkjunum. Shaun Alexander, fyrrum hlaupari Seattle Seahawks í NFL-deildinni og einn besti leikmaður deildarinnar á fyrsta áratug aldarinnar, telur að Philadelphia Eagles muni bera sigur úr býtum í Super Bowl leiknum á sunnudag. Eagles mætir þá Kansas City Chiefs en Alexander hefur sterkari tengingar við Eagles í gegnum Alabama-háskólann, hans gamla lið. Klippa: Viðtal við Shaun Alexander „Ég fór í Alabama-háskólann, sem er með eitt stærsta lið háskólaboltans. Ég er náinn tveimur leikmönnum Eagles sem voru í Alabama, leikstjórnendanum Jalen Hurts og útherjanum DeVonta Smith, þannig að ég mun styðja þá í leiknum,“ segir hann brosandi í samtali við Vísi. Viðtalið fór fram fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Arizona, þar sem Super Bowl fer fram. Alexander kom þar fram fyrir hönd góðgerðarsamtakanna Players Coalition. Það eru samtök leikmanna, þjálfara og eiganda í NFL-deildinni sem berjast fyrir auknu jafnrétti í Bandaríkjunum. Ekki takmarkið að komast yfir endalínuna Shaun Alexander í leik með Seattle Seahawks árið 2006.Getty / Scott Halleran „NFL-deildin gerir sér grein fyrir því að við getum náð til margra. Við viljum nýta okkar vettvang til að vekja athygli á þeim málefnum sem þurfa á umræðu að halda,“ sagði Alexander og sagði að það væri hægt að gera það á marga vegu. „En mestu máli skiptir að það sé gert á réttan máta.“ Samfélagsmálefni, líkt og kynþáttafordómar og misrétti, hafa verið í brenndidepli í bandarísku samfélagi undanfarna áratugi og umræðan hefur snert flesta fleti samfélagsins - einnig NFL-deildina en hún er stærsta og vinsælasta atvinnumannaíþróttinn þar í landi. „Markmiðið er að halda áfram að þroskast og vaxa,“ sagði Alexander spurður hvort að baráttan fyrir jafnrétti í Bandaríkjunum væri langt á veg komin eða ætti enn langt í land. „Við hugsum ekki um þetta eins og að það þurfi að komast yfir endalínu. Við viljum halda áfram að bæta okkur - get ég gert betur í ár en á síðasta ári? Það er það sem við gerum í okkar samtökum og það er það sem við gerum sem samfélag.“ Eagles hefur klárað sína leiki með yfirburðum Shaun Alexander slapp þó ekki úr viðtalinu án þess að ræða Super Bowl leikinn á sunnudag. Alexander var sem fyrr segir einn besti hlaupari deildarinnar þegar hann var upp á sitt besta og segir ljóst að Eagles hafi farið langt á sterkum hlaupaleik þetta tímabilið. „Kansas City er með frábæra vörn en Eagles hefur klárað sína tvo leiki í úrslitakeppninni með miklum yfirburðum og með því að spilaá sínum styrkleikum. Ég held að Eagles eigi góðan möguleika á að klára verkefnið og vinna þann stóra.“ Spurður um möguleika Chiefs í leiknum sagði Alexander að svarið væri einfalt og að möguleikarnir væru fyrst og fremst bundnir í leikstjórnendanum Patrick Mahomes. „Hann er besti leikstjórnandi deildarinnar. Hann er frábær leikmaður og frábær leiðtogi. Margir halda því fram að það væri óskynsamlegt að veðja á móti slíkum leikmanni og ég væri venjulega sammála því, nema að nú er hann að keppa gegn tveimur Alabama-mönnum.“ NFL Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Eagles mætir þá Kansas City Chiefs en Alexander hefur sterkari tengingar við Eagles í gegnum Alabama-háskólann, hans gamla lið. Klippa: Viðtal við Shaun Alexander „Ég fór í Alabama-háskólann, sem er með eitt stærsta lið háskólaboltans. Ég er náinn tveimur leikmönnum Eagles sem voru í Alabama, leikstjórnendanum Jalen Hurts og útherjanum DeVonta Smith, þannig að ég mun styðja þá í leiknum,“ segir hann brosandi í samtali við Vísi. Viðtalið fór fram fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Arizona, þar sem Super Bowl fer fram. Alexander kom þar fram fyrir hönd góðgerðarsamtakanna Players Coalition. Það eru samtök leikmanna, þjálfara og eiganda í NFL-deildinni sem berjast fyrir auknu jafnrétti í Bandaríkjunum. Ekki takmarkið að komast yfir endalínuna Shaun Alexander í leik með Seattle Seahawks árið 2006.Getty / Scott Halleran „NFL-deildin gerir sér grein fyrir því að við getum náð til margra. Við viljum nýta okkar vettvang til að vekja athygli á þeim málefnum sem þurfa á umræðu að halda,“ sagði Alexander og sagði að það væri hægt að gera það á marga vegu. „En mestu máli skiptir að það sé gert á réttan máta.“ Samfélagsmálefni, líkt og kynþáttafordómar og misrétti, hafa verið í brenndidepli í bandarísku samfélagi undanfarna áratugi og umræðan hefur snert flesta fleti samfélagsins - einnig NFL-deildina en hún er stærsta og vinsælasta atvinnumannaíþróttinn þar í landi. „Markmiðið er að halda áfram að þroskast og vaxa,“ sagði Alexander spurður hvort að baráttan fyrir jafnrétti í Bandaríkjunum væri langt á veg komin eða ætti enn langt í land. „Við hugsum ekki um þetta eins og að það þurfi að komast yfir endalínu. Við viljum halda áfram að bæta okkur - get ég gert betur í ár en á síðasta ári? Það er það sem við gerum í okkar samtökum og það er það sem við gerum sem samfélag.“ Eagles hefur klárað sína leiki með yfirburðum Shaun Alexander slapp þó ekki úr viðtalinu án þess að ræða Super Bowl leikinn á sunnudag. Alexander var sem fyrr segir einn besti hlaupari deildarinnar þegar hann var upp á sitt besta og segir ljóst að Eagles hafi farið langt á sterkum hlaupaleik þetta tímabilið. „Kansas City er með frábæra vörn en Eagles hefur klárað sína tvo leiki í úrslitakeppninni með miklum yfirburðum og með því að spilaá sínum styrkleikum. Ég held að Eagles eigi góðan möguleika á að klára verkefnið og vinna þann stóra.“ Spurður um möguleika Chiefs í leiknum sagði Alexander að svarið væri einfalt og að möguleikarnir væru fyrst og fremst bundnir í leikstjórnendanum Patrick Mahomes. „Hann er besti leikstjórnandi deildarinnar. Hann er frábær leikmaður og frábær leiðtogi. Margir halda því fram að það væri óskynsamlegt að veðja á móti slíkum leikmanni og ég væri venjulega sammála því, nema að nú er hann að keppa gegn tveimur Alabama-mönnum.“
NFL Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn