Vill verða varaformaður Viðreisnar Máni Snær Þorláksson skrifar 10. febrúar 2023 11:03 Erlingur Sigvaldason vill verða varaformaður Viðreisnar. Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til varaformennsku í Viðreisn á landsþingi flokksins sem hefst í dag. Þetta kemur fram í færslu sem Erlingur birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Ástæðan fyrir framboðinu er sú að Erlingur trúir að fjölbreytt forysta sé það sem þarf til að byggja flokkinn upp fyrir næstu kosningar. „Ég vil leggja áherslu á breiðari málefnaáherslur flokksins,“ segir Erlingur í færslunni. „Viðreisn er og mun alltaf vera Evrópuflokkur en við þurfum að horfast í augu við það að við erum ekki að fara klára aðild að ESB fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Viðreisn þarf að hafa svar við því hvernig við ætlum að bæta líf fólks í dag en ekki bara eftir 10 ár.“ Þá segist hann vilja virkja mannauðinn sem er til staðar innan flokksins og bjóða upp á ferskan valkost í næstu kosningum. Forysta flokksins verði öflug blanda nýs fólks og góðra reynslubolta. „Ríkisstjórnin býður bara upp á skammtímalausnir og ýtir vandamálum ríkissjóðs yfir á næstu ríkisstjórnir og komandi kynslóðir. Núna er rétti tíminn til að hefa baráttuna fyrir frjálslyndara Íslandi og þar spilar Viðreisn lykilhlutverk. Ég gef kost á mér til að vera hluti af teyminu sem sem tryggir frjálslynda framtíð á Íslandi.“ Samkeppni um varaformannssætið Daði Már Kristófersson, núverandi varaformaður flokksins, hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. Greint var frá framboði Daða fyrr í vikunni og leit þá allt út fyrir að hann yrði sjálfkjörinn. Orðrómur hafði verið um að Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, myndi bjóða sig fram gegn honum. Hann staðfesti þó að svo væri ekki í samtali við Vísi. Nú er þó ljóst að samkeppni verður um varaformannsstólinn milli Erlings og Daða. Viðreisn Tengdar fréttir Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Erlingur birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Ástæðan fyrir framboðinu er sú að Erlingur trúir að fjölbreytt forysta sé það sem þarf til að byggja flokkinn upp fyrir næstu kosningar. „Ég vil leggja áherslu á breiðari málefnaáherslur flokksins,“ segir Erlingur í færslunni. „Viðreisn er og mun alltaf vera Evrópuflokkur en við þurfum að horfast í augu við það að við erum ekki að fara klára aðild að ESB fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Viðreisn þarf að hafa svar við því hvernig við ætlum að bæta líf fólks í dag en ekki bara eftir 10 ár.“ Þá segist hann vilja virkja mannauðinn sem er til staðar innan flokksins og bjóða upp á ferskan valkost í næstu kosningum. Forysta flokksins verði öflug blanda nýs fólks og góðra reynslubolta. „Ríkisstjórnin býður bara upp á skammtímalausnir og ýtir vandamálum ríkissjóðs yfir á næstu ríkisstjórnir og komandi kynslóðir. Núna er rétti tíminn til að hefa baráttuna fyrir frjálslyndara Íslandi og þar spilar Viðreisn lykilhlutverk. Ég gef kost á mér til að vera hluti af teyminu sem sem tryggir frjálslynda framtíð á Íslandi.“ Samkeppni um varaformannssætið Daði Már Kristófersson, núverandi varaformaður flokksins, hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. Greint var frá framboði Daða fyrr í vikunni og leit þá allt út fyrir að hann yrði sjálfkjörinn. Orðrómur hafði verið um að Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, myndi bjóða sig fram gegn honum. Hann staðfesti þó að svo væri ekki í samtali við Vísi. Nú er þó ljóst að samkeppni verður um varaformannsstólinn milli Erlings og Daða.
Viðreisn Tengdar fréttir Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01