Rannsókn lögreglu á Blönduósi lokið: Tók lögregluna 26 mínútur að mæta á staðinn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 17:23 Rannsókn lögreglunnar er lokið. Vísir Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárás á Blönduósi hinn 21. ágúst 2022 er lokið. Árásarmaðurinn fór inn um ólæstar dyr á heimili árásarþola og gekk um vopnaður afsagaðri haglabyssu. Hann var með sjö haglaskot og veiðihníf meðferðis. Það tók lögreglu 26 mínútur að koma á vettvang. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu á Facebook. Þegar árásarmaðurinn sá að gestir voru á heimilinu fór hann út úr húsinu og fór húsráðandi á eftir honum. Utandyra kom til orðaskipta og átaka sem enduðu með því að árásarmaðurinn skaut húsráðanda í kvið og særði hann alvarlega. Að því loknu fór árásarmaðurinn inn í húsið og skaut eiginkonu hans í höfuðið, þar sem hún stóð inni í stofu. Hún lést samstundis. Árásarmaðurinn með veiðihníf í vasanum Rannsóknin leiddi í ljós að húsráðandi hafi náð tökum á árásarmanninum þar sem hann hafi verð að hlaða vopnið inni í húsinu. Sonur húsráðanda kom til aðstoðar og náði byssunni af árásarmanninum. Til átaka kom milli þeirra en í ljós kom að árásarmaðurinn var með veiðihníf í vasanum. Átökin enduðu með því að árásarmaðurinn lét lífið. Réttarkrufning hefur leitt í ljós að dánarorsök árásarmannsins var köfnun vegna þrýstings á háls og brjóst. Staðreynt hefur verið að sonurinn hringdi fyrsta símtal til neyðarlínunnar og óskaði eftir aðstoð vegna árásarmannsins klukkan 5:27. Lögregla á bakvakt í umdæminu var ræst út sjö og hálfri mínútu síðar. Lögreglan var ekki kominn á vettvang fyrr en 5:53 eða 26 mínútum frá fyrstu aðstoðarbeiðni. Lögregla segir að rannsókn hafi ekki leitt í ljós hvað nákvæmlega hafi gengið árásarmanninum til. Hann hafi verið einn að verki, allsgáður og átt vinsamleg samskipti við árásarþola fyrir árásina. Tvisvar hafi tilkynningar borist um ferðir árásarmannsins við heimili árásarþola og nágrenni þar sem hann hafði verið með haglabyssu í fórum sínum, um tveimur vikum áður en hann lét til skarar skríða. Þar hafi hann meðal annars tekið upp myndbönd inn um glugga á húsinu á síma sinn. Haglabyssan skráð á gjaldþrota fyrirtæki Hann er sagður hafa afhent lögreglu skotvopn sem skráð voru á hann og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Hinn 12. ágúst 2022 hafi hann hins vegar verið aftur kominn á Blönduós. Haglabyssan sem notuð var við verknaðinn var skráð í eigu fyrirtækis sem seldi skotvopn og varð gjaldþrota fyrir fimmtán árum síðan. Fram kemur að þrjár byssur hafi enn verið skráðar á fyrirtækið, byssan sem árásarmaðurinn notaði, byssa sem var í fórum óviðkomandi einstaklings og loks haglabyssa af gerðinni Maveric M-88 sem enn er ófundin. Málið er komið á borð héraðssaksóknara og ætlar lögregla ekki að veita frekari upplýsingar vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Söfnun sett af stað fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Pétursdóttur sem lést eftir skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst. 31. ágúst 2022 14:44 Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu á Facebook. Þegar árásarmaðurinn sá að gestir voru á heimilinu fór hann út úr húsinu og fór húsráðandi á eftir honum. Utandyra kom til orðaskipta og átaka sem enduðu með því að árásarmaðurinn skaut húsráðanda í kvið og særði hann alvarlega. Að því loknu fór árásarmaðurinn inn í húsið og skaut eiginkonu hans í höfuðið, þar sem hún stóð inni í stofu. Hún lést samstundis. Árásarmaðurinn með veiðihníf í vasanum Rannsóknin leiddi í ljós að húsráðandi hafi náð tökum á árásarmanninum þar sem hann hafi verð að hlaða vopnið inni í húsinu. Sonur húsráðanda kom til aðstoðar og náði byssunni af árásarmanninum. Til átaka kom milli þeirra en í ljós kom að árásarmaðurinn var með veiðihníf í vasanum. Átökin enduðu með því að árásarmaðurinn lét lífið. Réttarkrufning hefur leitt í ljós að dánarorsök árásarmannsins var köfnun vegna þrýstings á háls og brjóst. Staðreynt hefur verið að sonurinn hringdi fyrsta símtal til neyðarlínunnar og óskaði eftir aðstoð vegna árásarmannsins klukkan 5:27. Lögregla á bakvakt í umdæminu var ræst út sjö og hálfri mínútu síðar. Lögreglan var ekki kominn á vettvang fyrr en 5:53 eða 26 mínútum frá fyrstu aðstoðarbeiðni. Lögregla segir að rannsókn hafi ekki leitt í ljós hvað nákvæmlega hafi gengið árásarmanninum til. Hann hafi verið einn að verki, allsgáður og átt vinsamleg samskipti við árásarþola fyrir árásina. Tvisvar hafi tilkynningar borist um ferðir árásarmannsins við heimili árásarþola og nágrenni þar sem hann hafði verið með haglabyssu í fórum sínum, um tveimur vikum áður en hann lét til skarar skríða. Þar hafi hann meðal annars tekið upp myndbönd inn um glugga á húsinu á síma sinn. Haglabyssan skráð á gjaldþrota fyrirtæki Hann er sagður hafa afhent lögreglu skotvopn sem skráð voru á hann og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Hinn 12. ágúst 2022 hafi hann hins vegar verið aftur kominn á Blönduós. Haglabyssan sem notuð var við verknaðinn var skráð í eigu fyrirtækis sem seldi skotvopn og varð gjaldþrota fyrir fimmtán árum síðan. Fram kemur að þrjár byssur hafi enn verið skráðar á fyrirtækið, byssan sem árásarmaðurinn notaði, byssa sem var í fórum óviðkomandi einstaklings og loks haglabyssa af gerðinni Maveric M-88 sem enn er ófundin. Málið er komið á borð héraðssaksóknara og ætlar lögregla ekki að veita frekari upplýsingar vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Tengdar fréttir Söfnun sett af stað fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Pétursdóttur sem lést eftir skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst. 31. ágúst 2022 14:44 Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Söfnun sett af stað fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Opnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Evu Hrundar Pétursdóttur sem lést eftir skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst. 31. ágúst 2022 14:44
Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26
„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24