Ég á vinkonu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 11. febrúar 2023 12:02 Ég á vinkonu. Við kynntumst í menntaskóla og eigum því vináttu sem spannar næstum 30 ár. Á þeim tíma hef ég upplifað margt og þegar ég skoða myndir af áföngum lífsins er vinkonu mína þar að finna. Hún hefur tekið þátt í gleðistundum í lífi mínu og verið til staðar þegar erfiðleikar steðja að. Það eru dýrmæt lífsgæði að eiga vinkonu. Guðsmyndir Biblíunnar eru dregnar úr reynsluheimi fólks og þær myndir sem við þekkjum best lýsa allar nánum tengslum, Guð er til dæmis faðir, sonur og vinur. Þær myndir eru í karlkyni en Biblían miðlar jöfnum höndum guðsmyndum sem eru kvenlægar. Guð er þá móðir, huggandi og nærandi, birna og assa, sem verndar afkvæmi sín, og hæna sem safnar „ungum sínum undir vængi sér“. Eina leiðin sem við getum orðað trú og trúarlegan veruleika er í gegnum myndmál, en það á við um öll fyrirbæri sem eru óræð, þar sker trúarlegt orðfræði sig ekki úr. Myndmál skiptir máli, það myndmál sem við notum til að lýsa Guði skiptir máli og við þurfum að skoða og endurskoða guðsmynd okkar og heimsmynd í gegnum ólík æviskeið. Að vera trúuð og trúaður, snýst í grunninn ekki um skoðanir eða þekkingu, heldur upplifun okkar af samhengi lífsins. Ef við viljum nálgast Guð, þá skiptir það höfuðmáli hvaða mynd við gerum okkur af Guði og hvernig að við umgöngumst þá mynd. Guðsmynd sem færir þér vind í fangið, í stað þess að færa þér vind í bakið, hana þarf að endurskoða. Guðsmynd sem gerir þér kleift að fela þig frá lífinu, í stað þess að gefa þér hugrekki til að takast á við lífið, hana þarf að endurskoða. Og guðsmynd sem dæmir þig, gagnrýnir þig, finnur að öllu sem þú gerir, í stað þess að samþykkja þig, hana þarf jafnframt að endurskoða. Nú í febrúar eru 30 ár síðan Kvennakirkjan var stofnuð, leikmannahreyfing trúaðra kvenna, sem starfað hafa undir forystu séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Áhrif Kvennakirkjunnar ná langt út fyrir raðir þeirra kvenna sem þangað sækja trúarlegt samfélag, en Auður Eir hefur í ræðu og riti haldið á lofti þeirri guðsmynd að Guð sé vinkona þeirra sem til hennar leita. Kvennaguðfræði er að sögn sr. Auðar Eirar „guðfræði sem konur skrifa um vináttu Guðs í lífi þeirra sjálfra og allri veröldinni fyrr og síðar.“ Þá guðfræði hefur Kvennakirkjan gefið út í fjölmögum bókum, sem snúa annarsvegar að ritskýringu á ritum Biblíunnar (Vinkonur og vinir Jesú: Valdir Biblíutextar á máli beggja kynja, 1999; Gamla Testamentið; Markúsarguðspjall; Postulasagan, 2021) og hisvegar að guðsmynd sem miðlar Gleði Guðs: semlæknar sektarkennd, kviða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma(2004). Framlag sr. Auðar Eirar til íslenskrar guðfræði er víðtækt og merkilegt, en fyrst og fremst er guðsmynd Kvennakirkjunnar falleg. Guð Biblíunnar er ekki karlkyns Guð. Hún er Guð handan kynja, sem lýst er með kynjuðu myndmáli. Guð er vinkona. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég á vinkonu. Við kynntumst í menntaskóla og eigum því vináttu sem spannar næstum 30 ár. Á þeim tíma hef ég upplifað margt og þegar ég skoða myndir af áföngum lífsins er vinkonu mína þar að finna. Hún hefur tekið þátt í gleðistundum í lífi mínu og verið til staðar þegar erfiðleikar steðja að. Það eru dýrmæt lífsgæði að eiga vinkonu. Guðsmyndir Biblíunnar eru dregnar úr reynsluheimi fólks og þær myndir sem við þekkjum best lýsa allar nánum tengslum, Guð er til dæmis faðir, sonur og vinur. Þær myndir eru í karlkyni en Biblían miðlar jöfnum höndum guðsmyndum sem eru kvenlægar. Guð er þá móðir, huggandi og nærandi, birna og assa, sem verndar afkvæmi sín, og hæna sem safnar „ungum sínum undir vængi sér“. Eina leiðin sem við getum orðað trú og trúarlegan veruleika er í gegnum myndmál, en það á við um öll fyrirbæri sem eru óræð, þar sker trúarlegt orðfræði sig ekki úr. Myndmál skiptir máli, það myndmál sem við notum til að lýsa Guði skiptir máli og við þurfum að skoða og endurskoða guðsmynd okkar og heimsmynd í gegnum ólík æviskeið. Að vera trúuð og trúaður, snýst í grunninn ekki um skoðanir eða þekkingu, heldur upplifun okkar af samhengi lífsins. Ef við viljum nálgast Guð, þá skiptir það höfuðmáli hvaða mynd við gerum okkur af Guði og hvernig að við umgöngumst þá mynd. Guðsmynd sem færir þér vind í fangið, í stað þess að færa þér vind í bakið, hana þarf að endurskoða. Guðsmynd sem gerir þér kleift að fela þig frá lífinu, í stað þess að gefa þér hugrekki til að takast á við lífið, hana þarf að endurskoða. Og guðsmynd sem dæmir þig, gagnrýnir þig, finnur að öllu sem þú gerir, í stað þess að samþykkja þig, hana þarf jafnframt að endurskoða. Nú í febrúar eru 30 ár síðan Kvennakirkjan var stofnuð, leikmannahreyfing trúaðra kvenna, sem starfað hafa undir forystu séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Áhrif Kvennakirkjunnar ná langt út fyrir raðir þeirra kvenna sem þangað sækja trúarlegt samfélag, en Auður Eir hefur í ræðu og riti haldið á lofti þeirri guðsmynd að Guð sé vinkona þeirra sem til hennar leita. Kvennaguðfræði er að sögn sr. Auðar Eirar „guðfræði sem konur skrifa um vináttu Guðs í lífi þeirra sjálfra og allri veröldinni fyrr og síðar.“ Þá guðfræði hefur Kvennakirkjan gefið út í fjölmögum bókum, sem snúa annarsvegar að ritskýringu á ritum Biblíunnar (Vinkonur og vinir Jesú: Valdir Biblíutextar á máli beggja kynja, 1999; Gamla Testamentið; Markúsarguðspjall; Postulasagan, 2021) og hisvegar að guðsmynd sem miðlar Gleði Guðs: semlæknar sektarkennd, kviða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma(2004). Framlag sr. Auðar Eirar til íslenskrar guðfræði er víðtækt og merkilegt, en fyrst og fremst er guðsmynd Kvennakirkjunnar falleg. Guð Biblíunnar er ekki karlkyns Guð. Hún er Guð handan kynja, sem lýst er með kynjuðu myndmáli. Guð er vinkona. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun