Bara tvö eftir Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 20:01 Abdo og Jinan misstu alla fjölskyldu sína í jarðskjálftanum. Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. Um tuttugu og fimm þúsund eru nú staðfest látin eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi og von um að finna fólk á lífi dvínar nú sem aldrei fyrr. Ótrúleg björgunarafrek eru þó enn unnin á hverjum degi. Fimm manna fjölskylda í bænum Nurdagi var innlyksa í rústum eigin heimilis í fimm daga áður en þeim var bjargað í dag. Björgunarmenn náðu fyrst til móður og dóttur og fundu síðar föðurinn, sem krafðist þess að annarri dóttur hans og syni yrði bjargað á undan. Þá var sextán ára pilti og níu ára dreng bjargað í bænum Kahramanmaras við mikinn fögnuð og létti björgunarmanna. Það þykir kraftaverki líkast að strákarnir hafi fundist á lífi. Staðan er einnig skelfileg í Sýrlandi, sem farið um tvö þúsund manns sem misstu heimili sín hafast nú við í íþróttahöll í borginni Latakia. Margir hafa þó í engin hús að venda á svæðinu - og kuldinn sverfur að. Systkinin Jinan og Abdo voru föst undir rústum heimilis síns í borginni Harem í tvo daga áður en þeim var bjargað. Foreldrar þeirra og systkini létust öll í jarðskjálftanum. Ungu systkinin tvö eru nú komin undir læknishendur á sjúkrahúsi í Idlib en þau slösuðust bæði talsvert. Frændi þeirra hyggst taka þau að sér þegar þau útskrifast af sjúkrahúsinu. „Húsið hrundi yfir okkur. Pabbi vakti mömmu og byggingin hrundi ofan á mig og Abdo, bróður minn. Mamma, pabbi og allar systur mínar dóu,“ segir hin fimm ára Jinan. Hver eru þá eftir? „Bara ég og Abdo.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Sjá meira
Um tuttugu og fimm þúsund eru nú staðfest látin eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi og von um að finna fólk á lífi dvínar nú sem aldrei fyrr. Ótrúleg björgunarafrek eru þó enn unnin á hverjum degi. Fimm manna fjölskylda í bænum Nurdagi var innlyksa í rústum eigin heimilis í fimm daga áður en þeim var bjargað í dag. Björgunarmenn náðu fyrst til móður og dóttur og fundu síðar föðurinn, sem krafðist þess að annarri dóttur hans og syni yrði bjargað á undan. Þá var sextán ára pilti og níu ára dreng bjargað í bænum Kahramanmaras við mikinn fögnuð og létti björgunarmanna. Það þykir kraftaverki líkast að strákarnir hafi fundist á lífi. Staðan er einnig skelfileg í Sýrlandi, sem farið um tvö þúsund manns sem misstu heimili sín hafast nú við í íþróttahöll í borginni Latakia. Margir hafa þó í engin hús að venda á svæðinu - og kuldinn sverfur að. Systkinin Jinan og Abdo voru föst undir rústum heimilis síns í borginni Harem í tvo daga áður en þeim var bjargað. Foreldrar þeirra og systkini létust öll í jarðskjálftanum. Ungu systkinin tvö eru nú komin undir læknishendur á sjúkrahúsi í Idlib en þau slösuðust bæði talsvert. Frændi þeirra hyggst taka þau að sér þegar þau útskrifast af sjúkrahúsinu. „Húsið hrundi yfir okkur. Pabbi vakti mömmu og byggingin hrundi ofan á mig og Abdo, bróður minn. Mamma, pabbi og allar systur mínar dóu,“ segir hin fimm ára Jinan. Hver eru þá eftir? „Bara ég og Abdo.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Sjá meira