Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fram kemur að gerendurnir hafi flúið á fæti. Málið er í rannsókn.
Þá var tilkynnt um slagsmál fyrir utan veitingastað í miðborginni. Lögreglan óskaði eftir sjúkraliði vegna áverka á árásarþola. Fram kemur að málið sé í rannsókn.
Þá hafði lögreglan afskipti af einstakling sem gekk berserksgang inni á athafnasvæði lögreglustöðvar 2, sem sinnir útköllum í Hafnarfirði og Garðabæ. Fram kemur að lögreglumenn hafi gefið sig á tal við viðkomandi sem sýndi ógnandi hegðun og hótaði að beita skotvopni. Einstaklingurinn reyndist óvopnaður og var hann því yfirbugaður og vistaður í fangaklefa fyrir að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og brotið lögreglusamþykkt Hafnafjarðar.
Einnig barst tilkynning um einstakling sem áreitti gesti í samkvæmi og neitaði að yfirgefa vettvang. Fram kemur að einstaklingurinn hafi óhlýðnast fyrirmælum og verið með ógnandi tilburði gagnvart lögreglu. Einstaklingurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gisti fangaklefa.
Þá var tilkynnt um þjófnað og líkamsárás í fyrirtæki í Breiðholti. Tveir einstaklingar voru grunaðir um þjófnað en þegar starfsmaður reyndi að ná tali af þeim veittist annar þeirra að starfsmanninum og færði hann í hálstak. Vitni kom starfsmanninum til bjargar og aðstoðaði hann við það að losna úr hálstakinu. Gerendur komust undan á fæti með vörurnar. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að málið sé í rannsókn.