„Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn“ Kári Mímisson skrifar 12. febrúar 2023 19:22 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sáttur með dagsverkið. Vísir/Diego Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í dag í Olís deildinni í handbolta. „Þetta var bara frábær frammistaða, vörn og sókn. Báðir hálfleikirnir góðir, varnarleikurinn í fyrri var frábær og sóknarleikurinn agaður. Við vorum að enda þessar sóknir með skot á markið.“ Eitt af vandamálum Aftureldingar í vetur hefur verið að halda forskoti. „Ég var líka ánægður með það að við vorum með forskot í hálfleik, fimm mörk og vinnum líka seinni hálfleikinn. Við náðum að spila leikinn með forskoti sem hefur oft verið okkar vandamál. Við höfum kannski ekki verið mjög góðir í að halda í þetta en núna héldum við aganum, héldum skipulagi og kláruðum þetta eins og fagmenn.“ Grótta byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að minnka forskot Aftureldingar niður í 2 mörk snemma í hálfleiknum en fór þá eitthvað um Gunnar? „Nei, nei alls ekki. Grótta er auðvitað með mjög gott lið og það er erfitt að koma hingað. Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn. Öllum finnst erfitt að spila við Gróttu hér. Við vissum alveg að þeir kæmu með áhlaup og að við þyrftum að standast það. Ég er mjög ánægður með að við stóðumst það áhlaup, héldum haus og já, vinnum seinni hálfleikinn líka.“ Þorsteinn Leó fékk enn eitt höfuðhöggið á þessari leiktíð og lék lítið eftir það. „Hann var klár og vildi fara inn á. Ég vildi bara ekki taka sénsinn á honum. Ég held að þetta hafi verið meira hálsinn á honum en annars er hann bara góður. Ég vildi bara hlífa honum út af sögunni og ég vildi ekki taka sénsinn. Betra að vera bara öruggur með þetta.“ En eru þessi tíðu höfuðhögg sem Þorsteinn Leó er að fá eitthvað sem Afturelding og íslenskur handbolti þarf að hafa áhyggjur af? „Nei, nei þetta er bara partur af þessu. Hann er bara góður og ég held að þetta sé bara hluti af sportinu og þetta gerist bara. Auðvitað þarf maður að passa þetta og þess vegna setti ég hann ekki inn á, út af sögunni.“ Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes Grótta og Afturelding töpuðu bæði í síðustu umferð og þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í dag. 12. febrúar 2023 17:43 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
„Þetta var bara frábær frammistaða, vörn og sókn. Báðir hálfleikirnir góðir, varnarleikurinn í fyrri var frábær og sóknarleikurinn agaður. Við vorum að enda þessar sóknir með skot á markið.“ Eitt af vandamálum Aftureldingar í vetur hefur verið að halda forskoti. „Ég var líka ánægður með það að við vorum með forskot í hálfleik, fimm mörk og vinnum líka seinni hálfleikinn. Við náðum að spila leikinn með forskoti sem hefur oft verið okkar vandamál. Við höfum kannski ekki verið mjög góðir í að halda í þetta en núna héldum við aganum, héldum skipulagi og kláruðum þetta eins og fagmenn.“ Grótta byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að minnka forskot Aftureldingar niður í 2 mörk snemma í hálfleiknum en fór þá eitthvað um Gunnar? „Nei, nei alls ekki. Grótta er auðvitað með mjög gott lið og það er erfitt að koma hingað. Þetta er einn erfiðasti útivöllurinn. Öllum finnst erfitt að spila við Gróttu hér. Við vissum alveg að þeir kæmu með áhlaup og að við þyrftum að standast það. Ég er mjög ánægður með að við stóðumst það áhlaup, héldum haus og já, vinnum seinni hálfleikinn líka.“ Þorsteinn Leó fékk enn eitt höfuðhöggið á þessari leiktíð og lék lítið eftir það. „Hann var klár og vildi fara inn á. Ég vildi bara ekki taka sénsinn á honum. Ég held að þetta hafi verið meira hálsinn á honum en annars er hann bara góður. Ég vildi bara hlífa honum út af sögunni og ég vildi ekki taka sénsinn. Betra að vera bara öruggur með þetta.“ En eru þessi tíðu höfuðhögg sem Þorsteinn Leó er að fá eitthvað sem Afturelding og íslenskur handbolti þarf að hafa áhyggjur af? „Nei, nei þetta er bara partur af þessu. Hann er bara góður og ég held að þetta sé bara hluti af sportinu og þetta gerist bara. Auðvitað þarf maður að passa þetta og þess vegna setti ég hann ekki inn á, út af sögunni.“
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes Grótta og Afturelding töpuðu bæði í síðustu umferð og þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í dag. 12. febrúar 2023 17:43 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Afturelding 25-31 | Góð ferð Mosfellinga á Seltjarnarnes Grótta og Afturelding töpuðu bæði í síðustu umferð og þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í dag. 12. febrúar 2023 17:43