Fótbolti

Valinn bestur og fékk fisk í verðlaun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Sörloth fagnar marki með Real Sociedad á móti Sevilla.
Alexander Sörloth fagnar marki með Real Sociedad á móti Sevilla. Getty/Jose Luis Contreras

Norski framherjinn Alexander Sörloth var valinn besti leikmaður Real Sociedad í janúar en verðlaunin hans voru ekki beint hefðbundin.

Sörloth fékk nefnilega fisk í verðlaun eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Sörloth skoraði þrjú mörk fyrir Real Sociedad í síðasta mánuði og fjórða markið kom á síðasta degi síðasta árs. Alls skoraði hann í fimm deildarleikjum liðsins í röð því hann skoraði einnig í síðasta leik liðsins fyrir HM-frí.

Real Sociedad vann alla þessa fimm leiki sem Sörloth var á skotskónum.

Sörloth er nú kominn með átta mörk í sextán deildarleikjum fyrir Real Sociedad á þessu tímabili.

Sörloth er á sínu öðru ári á láni hjá spænska liðinu frá RB Leipzig. Á tímabilinu í fyrra skoraði hann 4 mörk í 33 deildarleikjum en hefur þegar tvöfaldað þann markafjölda í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×