Reid stjarnan á blaðamannafundinum - ætlar ekki að hætta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. febrúar 2023 04:42 Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs, með innherjanum Travis Kelce eftir sigurinn í Super Bowl 57 í nótt. Getty Images / Cooper Neill Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs, staðfesti á blaðamannafundi eftir Super Bowl í nótt að hann ætlar ekki að setjast í helgan stein að svo stöddu. Reid og Patrick Mahomes sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi eftir leikinn í nótt. Mahomes var allt í öllu í sóknarleik Chiefs sem vann 38-35 sigur á Philadelphia Eagles og var með réttu valinn maður leiksins. En á blaðamannafundinum var Reid stjarnan og stærsta umræðuefnið var frétt Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, sem sjónvarpaði leiknum í Bandaríkjunum, að Reid myndi mögulega íhuga að hætta þjálfun eftir leikinn í nótt. „Ég sé gamlan mann þegar ég lít í spegilinn.“ Sagði hinn 64 ára Reid með bros á vör. „En hjartað er enn ungt. Ég elska enn að þjálfa og þessir leikmenn halda mér ungum.“ Reid fékk nú ekki lengi að hanga á þessu svari og var stuttu síðar spurður hvort hann hafi með þessu verið að segja að hann ætlar ekki að hætta þjálfun. „Ég verð áfram ef þeir vilja halda mér,“ sagði hann þá og uppskar hlátur úr salnum. Mahomes lofaði Reid mjög í sínum svörum á blaðamannafundinum. „Hann er einn besti þjálfarinn í sögu deildarinnar - það er ekki nokkur spurning. Við erum nefnilega ekki búnir - ég ætla hafa hann hjá okkur áfram í einhvern tíma í viðbót,“ sagði Mahomes. Patrick Mahomes og Andy Reid hafa verði einstaklega sigursælir saman.Getty Images / Carmen Mandato „Hann mun hætta einn daginn og þegar sá dagur kemur munum við halda upp á það á viðeigandi hátt. En hann nýtur þess að þjálfa, enn þann daginn í dag.“ Mahomes var enn spurður um Reid og hvaða áhrif hann hefði haft á sig og aðra leikmenn. Það stóð ekki á svörum. „Hann er þeim einstöku hæfileikum gæddur að geta tengst öllum leikmönnum - hvaðan sem þeir koma. Hann vill kynnast öllum eins vel og hann getur og með því nær hann að tengjast hverjum einasta leikmanni. Hann gerir þetta betur en nokkur annar þjálfari sem ég hef haft.“ Reid hóf þjálfaraferilinn í NFL árið 1992 og var svo aðalþjálfari Philadelphia Eagles frá 1999 til 2012. Undir hans stjórn náði Eagles langt en þó aldrei að vinna Super Bowl titil. Árið 2013 tók hann við Kansas City Chiefs og hefur nú unnið tvo titla - báða með Mahomes. „Ég ætla ekki að segja að Kansas City Chiefs sé orðið stórveldi því verkefninu er ekki lokið. Við eigum verk eftir óunnið og því vil ég passa vel upp á að Andy Reid verði þjálfarinn okkar í einhvern tíma í viðbót.“ NFL Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum „Barátta kynjanna“ hafði ekkert með jafnrétti að gera „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið Sjá meira
Reid og Patrick Mahomes sátu fyrir svörum á fjölmennum blaðamannafundi eftir leikinn í nótt. Mahomes var allt í öllu í sóknarleik Chiefs sem vann 38-35 sigur á Philadelphia Eagles og var með réttu valinn maður leiksins. En á blaðamannafundinum var Reid stjarnan og stærsta umræðuefnið var frétt Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, sem sjónvarpaði leiknum í Bandaríkjunum, að Reid myndi mögulega íhuga að hætta þjálfun eftir leikinn í nótt. „Ég sé gamlan mann þegar ég lít í spegilinn.“ Sagði hinn 64 ára Reid með bros á vör. „En hjartað er enn ungt. Ég elska enn að þjálfa og þessir leikmenn halda mér ungum.“ Reid fékk nú ekki lengi að hanga á þessu svari og var stuttu síðar spurður hvort hann hafi með þessu verið að segja að hann ætlar ekki að hætta þjálfun. „Ég verð áfram ef þeir vilja halda mér,“ sagði hann þá og uppskar hlátur úr salnum. Mahomes lofaði Reid mjög í sínum svörum á blaðamannafundinum. „Hann er einn besti þjálfarinn í sögu deildarinnar - það er ekki nokkur spurning. Við erum nefnilega ekki búnir - ég ætla hafa hann hjá okkur áfram í einhvern tíma í viðbót,“ sagði Mahomes. Patrick Mahomes og Andy Reid hafa verði einstaklega sigursælir saman.Getty Images / Carmen Mandato „Hann mun hætta einn daginn og þegar sá dagur kemur munum við halda upp á það á viðeigandi hátt. En hann nýtur þess að þjálfa, enn þann daginn í dag.“ Mahomes var enn spurður um Reid og hvaða áhrif hann hefði haft á sig og aðra leikmenn. Það stóð ekki á svörum. „Hann er þeim einstöku hæfileikum gæddur að geta tengst öllum leikmönnum - hvaðan sem þeir koma. Hann vill kynnast öllum eins vel og hann getur og með því nær hann að tengjast hverjum einasta leikmanni. Hann gerir þetta betur en nokkur annar þjálfari sem ég hef haft.“ Reid hóf þjálfaraferilinn í NFL árið 1992 og var svo aðalþjálfari Philadelphia Eagles frá 1999 til 2012. Undir hans stjórn náði Eagles langt en þó aldrei að vinna Super Bowl titil. Árið 2013 tók hann við Kansas City Chiefs og hefur nú unnið tvo titla - báða með Mahomes. „Ég ætla ekki að segja að Kansas City Chiefs sé orðið stórveldi því verkefninu er ekki lokið. Við eigum verk eftir óunnið og því vil ég passa vel upp á að Andy Reid verði þjálfarinn okkar í einhvern tíma í viðbót.“
NFL Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum „Barátta kynjanna“ hafði ekkert með jafnrétti að gera „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið Sjá meira