Tilfinningaþrungnir endurfundir móður og átta barna eftir fjögurra ára aðskilnað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 20:01 Gleðin skein úr andliti barnanna þegar þau komust loks í fang móður sinnar eftir langt ferðalag og fjögurra ára aðskilnað. Vísir/Vilhelm Það var tilfinningaþrungin stund í Leifsstöð í dag, þegar Hodman Omar hitti börnin sín átta, eftir fjögurra ára aðskilnað. Hodman Omar er fjörutíu ára gömul, menntuð sem læknir og kemur frá Sómalíu. Hún er gift íslenskum manni, Gunnari Waage og hefur verið hér á landi í fjögur ár sem flóttamaður. Hún neyddist til að flýja heimili sitt í Mogadishu, Sómalíu þar sem hryðjuverkasamtökin al-Shaba höfðu tekið yfir. Ferðalag hennar til Íslands gekk ekki áfallalaust en Hodman fór meðal annars á gúmmíbát yfir til Tyrklands og vissi að þeirri ákvörðun fylgdi mikil áhætta. Þetta var mjög erfitt. Það voru kannski helmingslíkur á að ég lifði eða dæi. Ég vildi bara komast þangað sem frelsi og friður ríkti. Hodman á átta börn á aldrinum sex til 17 ára, og hafði ekki séð þau í fjögur ár þar til börnin komu til landsins í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Hodman og ræddum við hana þar sem hún undirbjó komu barnanna í gær. Hún sagðist ekkert hafa borðað undanfarna daga af tilhlökkun. Stærðin skiptir ekki máli þegar þau eru öll saman Hodman og eiginmaður hennar búa í lítilli íbúð í Hafnafirði. Það er ljóst að þegar átta börn hafa bæst við verður þröngt á þingi en Hodman segist ekki hafa áhyggjur af því. Þetta séu góðar aðstæður miðað við það sem þau eru vön og á meðan þau séu öll saman skipti stærðin á heimilinu ekki máli. Þau eru þó að leita sér að stærri íbúð. Hér munu börnin átta sofa. Vísir/Sigurjón Tilfinningaþrungin stund Og loksins rann langþráði dagurinn upp. Hodman var mætt ásamt eiginmanni sínum og pabba hans, systur sinni og vinkonu upp á Keflavíkurflugvöll í hádeginu í dag, til að taka á móti börnunum. Hodman var með elstu börnin í myndsímtali alveg frá lendingu og fyldist með þeim þar til þau nálguðust komusalinn. Börnin rétt ókomin og spennan var nánast áþreifanleg. Vísir/Vilhelm Og svo var komið að stóru stundinni sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Endurfundirnir voru vægast sagt tilfinningaþrungnir og mörg tár féllu. Hodman faðmar börnin sín eitt af öðru og eins og sjá má var þetta tilfinningaþrungin stund. Vísir/Vilhelm Yngstu börnin voru mjög spennt og áhugasöm yfir myndavélinni og brostu sínu breiðasta fyrir ljósmyndaraVísir/Vilhelm Langt og erfitt ferðalag Ferðalagið var langt og strangt fyrir systkinahópinn og hlökkuðu þau til að fara heim á nýja heimilið sitt til að hvíla sig. „Við erum mjög þreytt. Nú förum við heim og þau fara í sturtu,“ sagði Hodman. „Síðan fáum við okkur að borða. Svo hvílum við okkur og sofum.“ Svo segjum við hvert öðru sögur eftir fjögurra ára aðskilnað. Fjölskyldan loks sameinuð eftir fjögur ár. Vísir/Vilhelm Það dugði ekkert minna en tvær litlar rútur til að ferja barnahópinn heim úr Keflavík.Vísir/Vilhelm Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sómalía Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
Ferðalag hennar til Íslands gekk ekki áfallalaust en Hodman fór meðal annars á gúmmíbát yfir til Tyrklands og vissi að þeirri ákvörðun fylgdi mikil áhætta. Þetta var mjög erfitt. Það voru kannski helmingslíkur á að ég lifði eða dæi. Ég vildi bara komast þangað sem frelsi og friður ríkti. Hodman á átta börn á aldrinum sex til 17 ára, og hafði ekki séð þau í fjögur ár þar til börnin komu til landsins í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Hodman og ræddum við hana þar sem hún undirbjó komu barnanna í gær. Hún sagðist ekkert hafa borðað undanfarna daga af tilhlökkun. Stærðin skiptir ekki máli þegar þau eru öll saman Hodman og eiginmaður hennar búa í lítilli íbúð í Hafnafirði. Það er ljóst að þegar átta börn hafa bæst við verður þröngt á þingi en Hodman segist ekki hafa áhyggjur af því. Þetta séu góðar aðstæður miðað við það sem þau eru vön og á meðan þau séu öll saman skipti stærðin á heimilinu ekki máli. Þau eru þó að leita sér að stærri íbúð. Hér munu börnin átta sofa. Vísir/Sigurjón Tilfinningaþrungin stund Og loksins rann langþráði dagurinn upp. Hodman var mætt ásamt eiginmanni sínum og pabba hans, systur sinni og vinkonu upp á Keflavíkurflugvöll í hádeginu í dag, til að taka á móti börnunum. Hodman var með elstu börnin í myndsímtali alveg frá lendingu og fyldist með þeim þar til þau nálguðust komusalinn. Börnin rétt ókomin og spennan var nánast áþreifanleg. Vísir/Vilhelm Og svo var komið að stóru stundinni sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Endurfundirnir voru vægast sagt tilfinningaþrungnir og mörg tár féllu. Hodman faðmar börnin sín eitt af öðru og eins og sjá má var þetta tilfinningaþrungin stund. Vísir/Vilhelm Yngstu börnin voru mjög spennt og áhugasöm yfir myndavélinni og brostu sínu breiðasta fyrir ljósmyndaraVísir/Vilhelm Langt og erfitt ferðalag Ferðalagið var langt og strangt fyrir systkinahópinn og hlökkuðu þau til að fara heim á nýja heimilið sitt til að hvíla sig. „Við erum mjög þreytt. Nú förum við heim og þau fara í sturtu,“ sagði Hodman. „Síðan fáum við okkur að borða. Svo hvílum við okkur og sofum.“ Svo segjum við hvert öðru sögur eftir fjögurra ára aðskilnað. Fjölskyldan loks sameinuð eftir fjögur ár. Vísir/Vilhelm Það dugði ekkert minna en tvær litlar rútur til að ferja barnahópinn heim úr Keflavík.Vísir/Vilhelm
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sómalía Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent