Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2023 08:00 Sanna Magdalena er ekki hissa á hvernig málin standa, en segir stöðuna engu að síður ólíðandi. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. Á sunnudag birti fréttastofa viðtal við Pétur Geir Óskarsson, sem er búsettur í einu af smáhýsum Reykjavíkurborgar úti á Granda. Hýsin eru húsnæðisúrræði fyrir fólk sem annars ætti ekki í önnur hús að venda. Pétur Geir lýsti afar slæmum aðstæðum í smáhýsunum. Meðal annars nístingskulda sem herjað hafði á íbúa í vetur, sem og miklum ágangi óboðinna gesta sem jafnvel hefðu hrakið fólk af heimilum sínum. Hann sagðist hafa hætt að borga leigu um tíma, til að láta í ljós óánægju sína með ástandið. Leigan er 87 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem 10 þúsund króna húsgjald leggst ofan á það. Hér að neðan má sjá viðtalið við Pétur Geir. Tvíþætt vandamál Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hvernig í pottinn er búið. Á Facebook-síðu sinni bendir hún á að fermetraverð fyrir smáhýsin sé 3.900 krónur, sem sé nokkuð yfir meðalverði á litlum íbúðum í Reykjavík. Í samtali við fréttastofu segir hún ljóst að mikilla úrbóta sé þörf. „Þarna eru manneskjur sem eru oft að koma úr viðkvæmri stöðu, þannig að það er náttúrulega mjög sláandi að sjá að fermetraverðið sé svona hátt og að fólk sé komið í skjól sem síðan er ekkert skjól. Af því að, eins og íbúar hafa verið að benda á, þá er ekki verið að bregðast við erindum þeirra og þau eru einmitt að kalla eftir því að það verði ýmislegt lagað, það hefur ekki verið gert. Það er bara ömurlegt að heyra þetta, að það sé verið að borga þetta háa leigu, sem nær samt ekki einu sinni að dekka hita og þessa grunnþætti sem við þurfum til að hafa okkar heimili í lagi,“ segir Sanna Magdalena. Vandinn felist þannig bæði í háu leiguverði miðað við það sem gengur og gerist, en einnig hve illa sé brugðist við umkvörtunum íbúa. Þá segist hún hafa heyrt af því að aðrir leigjendur hjá Félagsbústöðum glími einnig við að erindum sé sinnt seint og illa. „Þetta er bara eitthvað sem þarf að laga algjörlega og bregðast við, þannig að fólk sé ekki að bíða eftir einhverju. Það þarf að passa að heimilið sé í lagi.“ Ekki hissa heldur vonsvikin Sanna verður á fundi velferðarráðs borgarinnar í dag og segist stefna á að taka málið upp þar, annað hvort með tillögum til úrbóta eða fyrirspurn sem geti varpað betra ljósi á þessi mál. „Maður heldur alltaf að svona hlutir séu í lagi, en það er augljóslega ekki svo,“ segir Sanna Magdalena. Þrátt fyrir það segir hún málið ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Við höfum verið að heyra sögur, trekk í trekk, um hvað það er margt í ólagi hjá borginni. Þannig að ég verð í raun ekki hissa, heldur verð ég alltaf fyrir mjög miklum vonbrigðum með að það sé alltaf eitthvað í ólagi. Við höfum heyrt mikið af því varðandi húsnæði og samskipti við borgina.“ Hún vonar að hægt verði að búa þannig um hnútana að brugðist verði betur og hraðar við ábendingum fólks. „Það þarf greinilega að stafa hluti ofan í þau sem bera ábyrgð á þessu og segja: Ef það kemur ábending um að íbúð sé hitalaus, þá verður brugðist við því samdægurs. Það sé bara skýrt að brugðist sé strax við ábendingum frá leigjanda. Ekki í vikunni, í mánuðinum eða segja bara: Móttekið. Heldur sé bara skýrt hvað eigi að gera þegar ábendingar koma fram,“ segir Sanna Magdalena. Hún er bjartsýn á að hægt sé að knýja á um breytingar í málaflokkinum. „Nú er þetta komið fram á yfirborðið og ég er bara þakklát þeim sem steig fram og lýsti þessu. Þannig að ég held í vonina um að héðan liggi leiðin bara upp á við,“ sagði Sanna Magdalena. Félagsmál Reykjavík Málefni heimilislausra Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
Á sunnudag birti fréttastofa viðtal við Pétur Geir Óskarsson, sem er búsettur í einu af smáhýsum Reykjavíkurborgar úti á Granda. Hýsin eru húsnæðisúrræði fyrir fólk sem annars ætti ekki í önnur hús að venda. Pétur Geir lýsti afar slæmum aðstæðum í smáhýsunum. Meðal annars nístingskulda sem herjað hafði á íbúa í vetur, sem og miklum ágangi óboðinna gesta sem jafnvel hefðu hrakið fólk af heimilum sínum. Hann sagðist hafa hætt að borga leigu um tíma, til að láta í ljós óánægju sína með ástandið. Leigan er 87 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem 10 þúsund króna húsgjald leggst ofan á það. Hér að neðan má sjá viðtalið við Pétur Geir. Tvíþætt vandamál Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hvernig í pottinn er búið. Á Facebook-síðu sinni bendir hún á að fermetraverð fyrir smáhýsin sé 3.900 krónur, sem sé nokkuð yfir meðalverði á litlum íbúðum í Reykjavík. Í samtali við fréttastofu segir hún ljóst að mikilla úrbóta sé þörf. „Þarna eru manneskjur sem eru oft að koma úr viðkvæmri stöðu, þannig að það er náttúrulega mjög sláandi að sjá að fermetraverðið sé svona hátt og að fólk sé komið í skjól sem síðan er ekkert skjól. Af því að, eins og íbúar hafa verið að benda á, þá er ekki verið að bregðast við erindum þeirra og þau eru einmitt að kalla eftir því að það verði ýmislegt lagað, það hefur ekki verið gert. Það er bara ömurlegt að heyra þetta, að það sé verið að borga þetta háa leigu, sem nær samt ekki einu sinni að dekka hita og þessa grunnþætti sem við þurfum til að hafa okkar heimili í lagi,“ segir Sanna Magdalena. Vandinn felist þannig bæði í háu leiguverði miðað við það sem gengur og gerist, en einnig hve illa sé brugðist við umkvörtunum íbúa. Þá segist hún hafa heyrt af því að aðrir leigjendur hjá Félagsbústöðum glími einnig við að erindum sé sinnt seint og illa. „Þetta er bara eitthvað sem þarf að laga algjörlega og bregðast við, þannig að fólk sé ekki að bíða eftir einhverju. Það þarf að passa að heimilið sé í lagi.“ Ekki hissa heldur vonsvikin Sanna verður á fundi velferðarráðs borgarinnar í dag og segist stefna á að taka málið upp þar, annað hvort með tillögum til úrbóta eða fyrirspurn sem geti varpað betra ljósi á þessi mál. „Maður heldur alltaf að svona hlutir séu í lagi, en það er augljóslega ekki svo,“ segir Sanna Magdalena. Þrátt fyrir það segir hún málið ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Við höfum verið að heyra sögur, trekk í trekk, um hvað það er margt í ólagi hjá borginni. Þannig að ég verð í raun ekki hissa, heldur verð ég alltaf fyrir mjög miklum vonbrigðum með að það sé alltaf eitthvað í ólagi. Við höfum heyrt mikið af því varðandi húsnæði og samskipti við borgina.“ Hún vonar að hægt verði að búa þannig um hnútana að brugðist verði betur og hraðar við ábendingum fólks. „Það þarf greinilega að stafa hluti ofan í þau sem bera ábyrgð á þessu og segja: Ef það kemur ábending um að íbúð sé hitalaus, þá verður brugðist við því samdægurs. Það sé bara skýrt að brugðist sé strax við ábendingum frá leigjanda. Ekki í vikunni, í mánuðinum eða segja bara: Móttekið. Heldur sé bara skýrt hvað eigi að gera þegar ábendingar koma fram,“ segir Sanna Magdalena. Hún er bjartsýn á að hægt sé að knýja á um breytingar í málaflokkinum. „Nú er þetta komið fram á yfirborðið og ég er bara þakklát þeim sem steig fram og lýsti þessu. Þannig að ég held í vonina um að héðan liggi leiðin bara upp á við,“ sagði Sanna Magdalena.
Félagsmál Reykjavík Málefni heimilislausra Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira