Emily og Eric fóru að sjást saman við hin ýmsu tilefni fyrir nokkrum vikum síðan. Í lok janúar skelltu þau sér saman til Cayman-eyja þar sem þau sáust stinga saman nefjum, bókstaflega.
Parið hafði þó ekki staðfest ástarsamband sitt fyrr en nú. Í gær, á sjálfan Valentínusardaginn, opinberuðu Emily og Eric samband sitt með því að deila nektarmynd af sér á Instagram síðu Erics.
Á myndinni liggur Eric nakinn uppi í sófa. Það er Emily sem tekur myndinni en hún sést sjálf nakin í speglinum. Fötin þeirra liggja í hrúgu á gólfinu, þar sem má einnig sjá rauðvínsflösku.
Emily Ratajkowski er ein af þekktustu fyrirsætum heims. Hún skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún kom fram í umdeildu tónlistarmyndbandi tónlistarmannanna Robin Thicke og Pharrell árið 2013 við lagið Blurred lines.
Emily var gift kvikmyndaframleiðandanum Sebastian Bear-McClard en þau þau skildu síðasta haust eftir að hann var henni ótrúr. Þau höfðu verið saman frá árinu 2018 og eiga saman einn dreng. Eftir skilnaðinn sást hún á stefnumóti með Brad Pitt og átti í stuttu ástarsambandi við grínistann Pete Davidson.
Emily er greinilega hrifin af grínistum, því Eric André er uppistandari og grínleikari. Hann hefur verið með sinn eigin grínþátt, The Eric André Show frá árinu 2012 en hefur einnig farið með hlutverk í grínmyndum og þáttum á borð við The Internship og 2 Broke Girls. Þá hefur hann talsett teiknimyndir á borð við Lion King og Sing.