Tólf lönd hafa kallað sínar björgunarsveitir heim. Þá hafa Tyrkir fengið fjölmörg tjöld og annan búnað sendan erlendis frá. Hátt í fjörutíu þúsund manns eru nú sagðir látnir í Tyrklandi og Sýrlandi og viðbúið að sú tala verði enn hærri. Fjöldi fólks er heimilislaus vegna skjálftanna og einblína yfirvöld nú á að aðstoða það.
Björgunarstarfi fer að ljúka hvað af hverju en þó var móður og tveimur börnum hennar bjargað lifandi úr rústum íbúðarbyggingar í Antakya. Þau höfðu verið í 228 klukkustundir í rústunum, allt frá því að jarðskjálfti af stærðinni 7,8 reið yfir snemma dags 6. febrúar.
Mæðginin eru sögð við þokkalega heilsu en þau voru byrjuð að líða vökvaskort. Þau voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.