Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2023 19:00 Kristján í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í Svíþjóð núna í janúar. vísir/vilhelm Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. Kristján, sem er landsliðsmaður í handbolta og leikmaður með franska liðinu PAUC, hefur átt erfitt andlega undanfarnar vikur og segir að álagið síðustu mánuði hafi komið aftan að honum. „Ég er búinn að vera upplifa kulnun frá starfi þannig að ég er búinn að vera tala við læknateymið varðandi það og sálfræðing og hef því þurft að taka mér leyfi frá handbolta,“ segir Kristján Örn, sem oftast er kallaður Donni, og heldur áfram. „Eitt af því sem ég náði að gera á þessu ári var að spila fyrir íslenska landsliðið sem var stór punktur í mínu lífi og á mínum ferli og ég held að eftir það hafi ég fengið smá spennufall. Svo kom ég aftur í klúbbinn minn og ákveðin vandamál þar eru að vega svolítið þungt hjá mér. Það besta í stöðunni var að taka mér smá leyfi og sjá hvort þetta batni aðeins.“ Sambandið við þjálfarann skrýtið Kristján segir að fyrir utan handboltanum hafi lífið verið frábært og honum liðið ágætlega. „Ég fer að lyfta sjálfur með lyftingarþjálfaranum og allt það en búinn að taka smá skref frá handboltanum í bili.“ Hann segist upplifa mikinn skilning frá stjórn félagsins í Frakklandi. „En sambandið við þjálfarann er svona á skrýtnum nótum þessa dagana. Hann vill auðvitað að ég spili, ég er lykilleikmaður í liðinu og allt það. En eins og stjórnin hefur útskýrt fyrir mér þá eru þau hundrað prósent á bak við mig í þessu og leyfa mér að taka þann tíma sem ég þarf.“ Einn besti handboltamaður heims, Mikkel Hansen, gaf sjálfur út á dögunum að hann væri kominn í kulnun og er Kristján því ekki sá fyrsti sem upplifir slíkt. „Maður er alltaf í þeirri stöðu að maður þarf að gefa hundrað prósent í allt. Eins og með Mikkel Hansen, þá skil ég hann rosalega vel. Það er eins mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni eins og líkamlegu hliðinni.“ Klippa: Kristján Örn kominn í kulnun og í leyfi frá störfum sem handboltamaður Franski handboltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Kristján, sem er landsliðsmaður í handbolta og leikmaður með franska liðinu PAUC, hefur átt erfitt andlega undanfarnar vikur og segir að álagið síðustu mánuði hafi komið aftan að honum. „Ég er búinn að vera upplifa kulnun frá starfi þannig að ég er búinn að vera tala við læknateymið varðandi það og sálfræðing og hef því þurft að taka mér leyfi frá handbolta,“ segir Kristján Örn, sem oftast er kallaður Donni, og heldur áfram. „Eitt af því sem ég náði að gera á þessu ári var að spila fyrir íslenska landsliðið sem var stór punktur í mínu lífi og á mínum ferli og ég held að eftir það hafi ég fengið smá spennufall. Svo kom ég aftur í klúbbinn minn og ákveðin vandamál þar eru að vega svolítið þungt hjá mér. Það besta í stöðunni var að taka mér smá leyfi og sjá hvort þetta batni aðeins.“ Sambandið við þjálfarann skrýtið Kristján segir að fyrir utan handboltanum hafi lífið verið frábært og honum liðið ágætlega. „Ég fer að lyfta sjálfur með lyftingarþjálfaranum og allt það en búinn að taka smá skref frá handboltanum í bili.“ Hann segist upplifa mikinn skilning frá stjórn félagsins í Frakklandi. „En sambandið við þjálfarann er svona á skrýtnum nótum þessa dagana. Hann vill auðvitað að ég spili, ég er lykilleikmaður í liðinu og allt það. En eins og stjórnin hefur útskýrt fyrir mér þá eru þau hundrað prósent á bak við mig í þessu og leyfa mér að taka þann tíma sem ég þarf.“ Einn besti handboltamaður heims, Mikkel Hansen, gaf sjálfur út á dögunum að hann væri kominn í kulnun og er Kristján því ekki sá fyrsti sem upplifir slíkt. „Maður er alltaf í þeirri stöðu að maður þarf að gefa hundrað prósent í allt. Eins og með Mikkel Hansen, þá skil ég hann rosalega vel. Það er eins mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni eins og líkamlegu hliðinni.“ Klippa: Kristján Örn kominn í kulnun og í leyfi frá störfum sem handboltamaður
Franski handboltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira