„Við svona rússíbanahagkerfi verður ekki unað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. febrúar 2023 15:01 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir vaxtahækkanir viðskiptabankanna ekki koma á óvart, enda búi Íslendingar við fákeppni í neytendamálum á ýmsum sviðum. Hann kallar eftir aukinni samkeppni og segir sveiflur í hagkerfinu óviðunandi. Í gær tilkynntu allir stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion-banki, um hækkanir á út- og innlánsvöxtum, eftir núll komma fimm prósentustiga stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur ítrekað gagnrýnt bankana fyrir að vera fljótir að hækka vexti, en heldur lengur að lækka þá. Hann segir fréttir gærdagsins því koma lítið á óvart. „Þetta sýnir bara það að samkeppnin á fjármálamarkaði á Íslandi er verulega ábótavant. Þar sem samkeppni skortir eru allar svona hækkanir fljótari að leka út í verðlagið,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Fyrirtæki eigi að þurfa að hugsa sig tvisvar um Breki kallar eftir aukinni samkeppni í þessum málum. „Við búum náttúrulega á fákeppnismarkaði og kannski að beina því til neytenda á hvaða markaði sem er að leita alltaf ódýrustu kosta og skipta við þau fyrirtæki sem bjóða best og hafa hag neytenda fyrir brjósti.“ Fyrir liggi að Íslendingar búi við mjög sveiflukennt hagkerfi. Því þurfi að breyta. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að auka stöðugleika hér, því að við svona rússíbanahagkerfi verður ekki unað. Það skekkir allan samanburð og veikir verðvitund neytenda, og er á allan hátt slæmt fyrir okkur öll.“ Það séu ýmis ráð sem hægt væri að grípa til. „Það má efla neytendavernd, efla eftirlit með leikendum á neytendamarkaði og gera ýmislegt til að auka aðhald með fyrirtækjum þannig að þau hugsi sig tvisvar um að beina öllum kostnaðarhækkunum yfir á neytendur,“ segir Breki. Kjaramál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17. febrúar 2023 14:31 Landsbankinn hækkar líka vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag. 17. febrúar 2023 18:49 Hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku. 17. febrúar 2023 11:23 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Í gær tilkynntu allir stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion-banki, um hækkanir á út- og innlánsvöxtum, eftir núll komma fimm prósentustiga stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur ítrekað gagnrýnt bankana fyrir að vera fljótir að hækka vexti, en heldur lengur að lækka þá. Hann segir fréttir gærdagsins því koma lítið á óvart. „Þetta sýnir bara það að samkeppnin á fjármálamarkaði á Íslandi er verulega ábótavant. Þar sem samkeppni skortir eru allar svona hækkanir fljótari að leka út í verðlagið,“ segir Breki í samtali við fréttastofu. Fyrirtæki eigi að þurfa að hugsa sig tvisvar um Breki kallar eftir aukinni samkeppni í þessum málum. „Við búum náttúrulega á fákeppnismarkaði og kannski að beina því til neytenda á hvaða markaði sem er að leita alltaf ódýrustu kosta og skipta við þau fyrirtæki sem bjóða best og hafa hag neytenda fyrir brjósti.“ Fyrir liggi að Íslendingar búi við mjög sveiflukennt hagkerfi. Því þurfi að breyta. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að auka stöðugleika hér, því að við svona rússíbanahagkerfi verður ekki unað. Það skekkir allan samanburð og veikir verðvitund neytenda, og er á allan hátt slæmt fyrir okkur öll.“ Það séu ýmis ráð sem hægt væri að grípa til. „Það má efla neytendavernd, efla eftirlit með leikendum á neytendamarkaði og gera ýmislegt til að auka aðhald með fyrirtækjum þannig að þau hugsi sig tvisvar um að beina öllum kostnaðarhækkunum yfir á neytendur,“ segir Breki.
Kjaramál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17. febrúar 2023 14:31 Landsbankinn hækkar líka vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag. 17. febrúar 2023 18:49 Hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku. 17. febrúar 2023 11:23 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17. febrúar 2023 14:31
Landsbankinn hækkar líka vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag. 17. febrúar 2023 18:49
Hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku. 17. febrúar 2023 11:23