Um er að ræða fyrstu heimsókn forsetans til Úkraínu frá upphafi innrásar Rússa, en á föstudaginn verður ár liðið frá innrásinni.
Selenskí birti mynd á Telegram-síðu sinni í dag þar sem forsetarnir takast í hendur.
„Joseph Biden, velkominn til Kænugarðs! Heimsókn þín er gríðarlega mikilvægt merki um stuðning við alla Úkraínumenn,“ segir Selenskí færslunni.
Biden segir í yfirlýsingu að hann sé mættur til Kænugarðs til að sýna fram á staðfastan stuðning Bandaríkjanna við lýðræði og fullveldi Úkraínumanna. Þá segir hann Vladimír Pútín Rússlandsforseta hafa haft rangt fyrir sér þegar hann spáði því að sundrung myndi skapast á Vesturlöndum í kjölfar innrásarinnar.
As we approach the anniversary of Russia s brutal invasion of Ukraine, I'm in Kyiv today to meet with President Zelenskyy and reaffirm our unwavering commitment to Ukraine s democracy, sovereignty, and territorial integrity.
— President Biden (@POTUS) February 20, 2023
When Putin launched his invasion nearly one year ago, he thought Ukraine was weak and the West was divided. He thought he could outlast us. But he was dead wrong.
— President Biden (@POTUS) February 20, 2023
Biden er mættur til Evrópu þar sem hann mun meðal annars heimsækja Pólland og funda með Andrzej Duda Póllandsforseta.
Biden and Zelensky, strolling through Kyiv all nonchalant with air raid sirens droning in the background. pic.twitter.com/GAjDwRljHL
— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) February 20, 2023

