Hafa kallað fólk í skimun vegna berklasmita Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 15:14 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Nokkrir einstaklingar hafa greinst með berkla á þessu ári og hefur heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu boðað hóp fólks í skimun vegna þess. Umdæmislæknir sóttvarna segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af smitunum enda séu berklar ekki bráðsmitandi sjúkdómur. Fólkið sem greindist smitað er búsett á Íslandi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki hafa tölu yfir fjölda þeirra smituðu en að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar. Hún hefur heldur ekki upplýsingar um hvort að þeir smituðu tengist. Ekki er talið að smitin tengist ferðum erlendis. Starfsmenn heilsugæslunnar vinni nú að því að kortleggja umgengnishóp þeirra smituðu. Unnið sé eftir verklagsreglum um berklapróf. Skimað er fyrir berklum með húðprófi og lugnamynd eftir atvikum. „Það sem við þurfum að muna er að berklar eru alls ekki bráðsmitandi. Flestir bara veikjast ekki. Þess vegna erum við alveg róleg,“ segir Sigríður Dóra. Árlega greinast um tíu einstaklingar með berkla á Íslandi samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Heilsuveru. Sigríður Dóra segir að berklar greinist yfirleitt frekar seint því læknar muni ekki eftir sjúkdómnum. Til sé góð sýklalyfjameðferð við þeim. Helstu einkenni berkla eru hósti, þyngdartap, slappleiki, hiti, nætursviti, kuldahrollur og lystarleysi. Oftar sýkir berklabakterían lungu og veldur þá langvarandi hósta, takverk og jafnvel blóðhósta. Þeir geta einnig lagst á önnur líffæri. Berklar voru skæður sjúkdómur á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Tugir til hundruð manna létust á hverju ári af völdum þeirra á fyrstu áratugum aldarinnar, flestir á þriðja áratugnum. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Fólkið sem greindist smitað er búsett á Íslandi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki hafa tölu yfir fjölda þeirra smituðu en að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar. Hún hefur heldur ekki upplýsingar um hvort að þeir smituðu tengist. Ekki er talið að smitin tengist ferðum erlendis. Starfsmenn heilsugæslunnar vinni nú að því að kortleggja umgengnishóp þeirra smituðu. Unnið sé eftir verklagsreglum um berklapróf. Skimað er fyrir berklum með húðprófi og lugnamynd eftir atvikum. „Það sem við þurfum að muna er að berklar eru alls ekki bráðsmitandi. Flestir bara veikjast ekki. Þess vegna erum við alveg róleg,“ segir Sigríður Dóra. Árlega greinast um tíu einstaklingar með berkla á Íslandi samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Heilsuveru. Sigríður Dóra segir að berklar greinist yfirleitt frekar seint því læknar muni ekki eftir sjúkdómnum. Til sé góð sýklalyfjameðferð við þeim. Helstu einkenni berkla eru hósti, þyngdartap, slappleiki, hiti, nætursviti, kuldahrollur og lystarleysi. Oftar sýkir berklabakterían lungu og veldur þá langvarandi hósta, takverk og jafnvel blóðhósta. Þeir geta einnig lagst á önnur líffæri. Berklar voru skæður sjúkdómur á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Tugir til hundruð manna létust á hverju ári af völdum þeirra á fyrstu áratugum aldarinnar, flestir á þriðja áratugnum.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira