Leggja til að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmálans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2023 16:09 Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði virkjað verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun, 21. febrúar. „Nú hafa bæjarstjórar stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu stigið fram og lýst vilja sínum til endurskoðunar sáttmálans, enda er áætlunargerð í uppnámi og margvíslegar forsendur brostnar hvað varðar fjármögnun,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt flytur tillöguna á morgun. Tillagan felur í sér að óskað verði eftir viðræðum um að ákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, frá 26. september 2019, verði endurskoðuð. Litið verði sérstaklega til framkvæmda- og fjárstreymisáætlunar í því samhengi, en tillagan er lögð fram með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. „Um helgina voru mörkuð ákveðin tímamót þegar formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Vilhjálmur Árnason, kvaðst ætla að beita sér fyrir endurskoðun sáttmálans innan nefndarinnar. Stuðningur við endurskoðun sáttmálans er því víðtækur á sveitarstjórnarstiginu sem og inn á Alþingi,¨ segir Marta enn fremur. „Nú hefur orðið ljóst að tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans er engri þeirra framkvæmda sem aðilar gerðust ásáttir um að flýta, lokið. Sem dæmi mætti nefna gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, tengingu Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut og stafræna umferðarljósastýringu. Jafnframt hefur framkvæmda- og fjárstreymisáætlun ekki staðist og t.d. farið langt umfram verðbættar áætlanir hvað varðar Sæbrautarstokk,“ segir í greinargerð með tillögunni. Jafnframt segir í greinargerð að óvissa sé með fjármögnun og rekstraráætlun. „Enn hefur ekki verið lögð fram rekstraráætlun eða skýrar rekstrarforsendur fyrir Borgarlínu. Mikilvægt er að hvoru tveggja liggi fyrir áður en lengra er haldið með fjárfestinguna.“ Fundur borgarstjórnar á morgun hefst klukkan 12. Borgarlína Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
„Nú hafa bæjarstjórar stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu stigið fram og lýst vilja sínum til endurskoðunar sáttmálans, enda er áætlunargerð í uppnámi og margvíslegar forsendur brostnar hvað varðar fjármögnun,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt flytur tillöguna á morgun. Tillagan felur í sér að óskað verði eftir viðræðum um að ákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, frá 26. september 2019, verði endurskoðuð. Litið verði sérstaklega til framkvæmda- og fjárstreymisáætlunar í því samhengi, en tillagan er lögð fram með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. „Um helgina voru mörkuð ákveðin tímamót þegar formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Vilhjálmur Árnason, kvaðst ætla að beita sér fyrir endurskoðun sáttmálans innan nefndarinnar. Stuðningur við endurskoðun sáttmálans er því víðtækur á sveitarstjórnarstiginu sem og inn á Alþingi,¨ segir Marta enn fremur. „Nú hefur orðið ljóst að tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans er engri þeirra framkvæmda sem aðilar gerðust ásáttir um að flýta, lokið. Sem dæmi mætti nefna gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, tengingu Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut og stafræna umferðarljósastýringu. Jafnframt hefur framkvæmda- og fjárstreymisáætlun ekki staðist og t.d. farið langt umfram verðbættar áætlanir hvað varðar Sæbrautarstokk,“ segir í greinargerð með tillögunni. Jafnframt segir í greinargerð að óvissa sé með fjármögnun og rekstraráætlun. „Enn hefur ekki verið lögð fram rekstraráætlun eða skýrar rekstrarforsendur fyrir Borgarlínu. Mikilvægt er að hvoru tveggja liggi fyrir áður en lengra er haldið með fjárfestinguna.“ Fundur borgarstjórnar á morgun hefst klukkan 12.
Borgarlína Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira