Bollusælkeri hefur smakkað tugi rjómabolla í dag Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. febrúar 2023 20:59 Arnór Björnsson hefur borðað fleiri bollur en flestir í dag. Instagram/Arnór Björnsson Bolludagurinn er í dag og landsmenn eflaust flestir gætt sér á rjómabollu í tilefni dagsins. Fáir hafa þó líklega fagnað deginum jafnákaft og ungur maður í Hafnarfirði. Hann er mikill bollusælkeri og réðst í það verkefni í dag að smakka sem allra flestar bollur. Þegar fréttastofa tók hús á Arnóri Björnssyni um kvöldmatarleytið hafði hann torgað hvorki fleiri né færri en 25 bolludagsbollum. Geri aðrir betur. Af hverju ertu að gera þetta? „Þetta er bara af því að aðal kvöldið er í kvöld. Ég er búinn að vera að dæla í mig bollum af því að mér finnst þetta vera íslensk íslenskur menningararfur, sem ber að upphefja með gagnrýni að mínu mati,“ segir Arnór. Arnór er hvergi af baki dottinn og segir líkamlega heilsu sína vera ágæta. „Ég byrjaði að svitna rjómasvitaperlum áðan en síðan þá er ég bara aðeins búinn að taka göngutúr og svoleiðis og ég er tilbúinn í round tvö, takk.“ Erfitt að gera upp á milli Arnór segir mjög erfitt að gera upp á milli allra þeirra bolla sem hann hefur gætt sér á í dag. „En ég verð að segja að þetta er annaðhvort hindberjabollan hjá Deig eða þetta er klassíkin hjá Sandholt. Þetta eru ótrúleg listaverk sem enginn má láta framhjá sér fara,“ segir hann inntur eftir úrskurði. Arnór hefur leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með vegferðinni. Í hringrás (e. story) sinni hefur hann gefið bollunum umsagnir og einkunnir. Bolludagur Hafnarfjörður Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Þegar fréttastofa tók hús á Arnóri Björnssyni um kvöldmatarleytið hafði hann torgað hvorki fleiri né færri en 25 bolludagsbollum. Geri aðrir betur. Af hverju ertu að gera þetta? „Þetta er bara af því að aðal kvöldið er í kvöld. Ég er búinn að vera að dæla í mig bollum af því að mér finnst þetta vera íslensk íslenskur menningararfur, sem ber að upphefja með gagnrýni að mínu mati,“ segir Arnór. Arnór er hvergi af baki dottinn og segir líkamlega heilsu sína vera ágæta. „Ég byrjaði að svitna rjómasvitaperlum áðan en síðan þá er ég bara aðeins búinn að taka göngutúr og svoleiðis og ég er tilbúinn í round tvö, takk.“ Erfitt að gera upp á milli Arnór segir mjög erfitt að gera upp á milli allra þeirra bolla sem hann hefur gætt sér á í dag. „En ég verð að segja að þetta er annaðhvort hindberjabollan hjá Deig eða þetta er klassíkin hjá Sandholt. Þetta eru ótrúleg listaverk sem enginn má láta framhjá sér fara,“ segir hann inntur eftir úrskurði. Arnór hefur leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með vegferðinni. Í hringrás (e. story) sinni hefur hann gefið bollunum umsagnir og einkunnir.
Bolludagur Hafnarfjörður Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið