„Við erum að sjá að fólk er að deyja“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 20:00 Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. vísir/Arnar Það er lífsnauðsynlegt að opna dagsetur fyrir heimilislausa þar sem menn geta leitað skjóls, ræktað áhugamálin sín og fengið viðeigandi aðstoð. Þetta segir foringi hjá Hjálpræðishernum sem gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir seinagang. Í Kompás veittu þau Maríanna og Ragnar innsýn í líf heimilislausra. Þau verja sínum dögum í að ganga á milli úrræða sem þó eru ekki opin allan daginn, hanga á bókasöfnum eða annars staðar í skjóli. Bæði gagnrýndu úrræðaleysi, yfirfull neyðarskýli og skort á mannlegri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn og Samhjálp vilja opna og reka í sameigingu dagsetur og neyslurými í miðbænun fyrir karla og hafa sent sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöldum bréf þar sem óskað er eftir stuðningi við það. Foringi hjá hjálpræðishernum sem hefur sinnt heimilislausum í yfir áratug gagnrýnir seinaganginn, enda sé staðan skelfileg. „Við erum búin að upplifa erfiðasta vetur í öld og við erum líka að sjá að fólk er að deyja. Og líklegast hefðu miklu fleiri dáið ef gistiskýlin hefðu ekki verið opin. En þetta fólk þarf líka á því að halda að þau geti komist út úr gistiskýlunum,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Þar gætu menn ræktað sín áhugamál, rætt við félagsráðgjafa og neytt vímuefna í öruggu neyslurými. „Þau þurfa á mannlegri reisn að halda, þurfa að fá að halda í sína von og væntingar. Við þurfum að mæta þeim þar sem þau eru.“ Hjálparstarf kirkjunnar starfrækir svipað úrræði fyrir konur sem nefnist Skjólið en þar geta konur hvílt sig, fengið sér að borða, farið í tölvu, lesið bækur og til dæmis málað - eins og sýnt var frá í Kompás. Ingvi bætir við að þar yrði einnig hægt að grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp. „Það er stundum talað um þennan glugga, að glugginn opnist hjá einstaklingi. Hann vill að honum verði hjálpað til að verða edrú. Það þarf að grípa hann á þeim tíma. Það getur líka verið gott fyrir félagsráðgjafa borgarinnar, og þá sem eru að vinna að þessum málum, að geta átt stað til að koma inn og hitta þá þar, í stað þess að boða þá til sín.“ Boltinn liggur hjá pólitíkinni Samkvæmt kostnaðarmati myndi reksturinn kosta um sjötíu til hundrað milljónir á ári, allt eftir því hvort úrræðið væri bara opið á virkum dögum eða einnig um helgar. „Boltinn liggur hjá ráðamönnum, í pólitíkinni og það er bara eitthvað sem þarf að taka á. Þau geta alveg ákveðið að koma að þessu máli og ákveðið það með einu eða tveimur pennastrikum að gera það sem gera þarf,“ segir Ingvi, sem skorar þó einnig á fleiri að láta sig málið varða. „Ég held að það sé fullt af fólki þarna sem gæti reitt fram þessa peninga. Ég skora á ykkur að koma til aðstoðar.“ Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Í Kompás veittu þau Maríanna og Ragnar innsýn í líf heimilislausra. Þau verja sínum dögum í að ganga á milli úrræða sem þó eru ekki opin allan daginn, hanga á bókasöfnum eða annars staðar í skjóli. Bæði gagnrýndu úrræðaleysi, yfirfull neyðarskýli og skort á mannlegri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn og Samhjálp vilja opna og reka í sameigingu dagsetur og neyslurými í miðbænun fyrir karla og hafa sent sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöldum bréf þar sem óskað er eftir stuðningi við það. Foringi hjá hjálpræðishernum sem hefur sinnt heimilislausum í yfir áratug gagnrýnir seinaganginn, enda sé staðan skelfileg. „Við erum búin að upplifa erfiðasta vetur í öld og við erum líka að sjá að fólk er að deyja. Og líklegast hefðu miklu fleiri dáið ef gistiskýlin hefðu ekki verið opin. En þetta fólk þarf líka á því að halda að þau geti komist út úr gistiskýlunum,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Þar gætu menn ræktað sín áhugamál, rætt við félagsráðgjafa og neytt vímuefna í öruggu neyslurými. „Þau þurfa á mannlegri reisn að halda, þurfa að fá að halda í sína von og væntingar. Við þurfum að mæta þeim þar sem þau eru.“ Hjálparstarf kirkjunnar starfrækir svipað úrræði fyrir konur sem nefnist Skjólið en þar geta konur hvílt sig, fengið sér að borða, farið í tölvu, lesið bækur og til dæmis málað - eins og sýnt var frá í Kompás. Ingvi bætir við að þar yrði einnig hægt að grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp. „Það er stundum talað um þennan glugga, að glugginn opnist hjá einstaklingi. Hann vill að honum verði hjálpað til að verða edrú. Það þarf að grípa hann á þeim tíma. Það getur líka verið gott fyrir félagsráðgjafa borgarinnar, og þá sem eru að vinna að þessum málum, að geta átt stað til að koma inn og hitta þá þar, í stað þess að boða þá til sín.“ Boltinn liggur hjá pólitíkinni Samkvæmt kostnaðarmati myndi reksturinn kosta um sjötíu til hundrað milljónir á ári, allt eftir því hvort úrræðið væri bara opið á virkum dögum eða einnig um helgar. „Boltinn liggur hjá ráðamönnum, í pólitíkinni og það er bara eitthvað sem þarf að taka á. Þau geta alveg ákveðið að koma að þessu máli og ákveðið það með einu eða tveimur pennastrikum að gera það sem gera þarf,“ segir Ingvi, sem skorar þó einnig á fleiri að láta sig málið varða. „Ég held að það sé fullt af fólki þarna sem gæti reitt fram þessa peninga. Ég skora á ykkur að koma til aðstoðar.“
Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira