Telur ekki að Madrídingar séu komnir áfram: „Ekki séns“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2023 07:01 Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, minnir á að liðið þurfi enn að spila seinni leikinn gegn Liverpool til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, var eðlilega kampakátur eftir öruggan sigur sinna manna gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Að vinna leik svona er ekki auðvelt, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn byrjaði,“ sagði Ancelotti, en Liverpool náði 2-0 forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik. „Við misstum aldrei sjálfstraustið og smátt og smátt tókum við völdin. Við nýttum færin okkar vel og Vinicius Jr. var stórkostlegur í kvöld.“ „En þetta var bara fyrri leikurinn í einvíginu. Hlutirnir gengu upp hjá okkur í kvöld, en við þurfum að ímynda okkur að við þurfum að þjást og leggja hart að okkur í seinni leiknum.“ Madrídingar eru ekki óvanir því að snúa Meistaradeildarleikjum sér í hag eftir að hafa lent undir, liðið tryggði sér sigur í keppninni í fyrra eftir að hafa verið undir í nánast öllum leikjum útsláttakeppninnar. „Við bjuggumst augljóslega ekki við því að byrja eins og við byrjuðum og þegar við lentum 2-0 undir hugsaði ég um útileikinn gegn Manchester City frá því í fyrra og vonaði að við gætum gert það sama og þá, en við gerðum enn betur í kvöld. Þeir voru að valda okkur vandræðum á vinstri kantinum en við gerðum betur í okkar sóknarleik, færðum Valverde nær hættusvæðinu og þá vörðumst við líka betur.“ Þrátt fyrir öruggan þriggja marka sigur vill Ancelotti þó ekki meina að einvígið sé búið. „Liverpool er frábært lið sem lét okkur þjást í fyrri hálfleik, þannig ég myndi segja að einvígið sé ekki búið, því miður. Ekki séns. Ég vil samt líka fá að hrósa Rodrygo fyrir þá vinnu sem hann skilaði í leiknum því hann skilaði nákvæmlega því sem ég bað hann um að gera,“ sagði Ancelotti að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
„Að vinna leik svona er ekki auðvelt, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn byrjaði,“ sagði Ancelotti, en Liverpool náði 2-0 forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik. „Við misstum aldrei sjálfstraustið og smátt og smátt tókum við völdin. Við nýttum færin okkar vel og Vinicius Jr. var stórkostlegur í kvöld.“ „En þetta var bara fyrri leikurinn í einvíginu. Hlutirnir gengu upp hjá okkur í kvöld, en við þurfum að ímynda okkur að við þurfum að þjást og leggja hart að okkur í seinni leiknum.“ Madrídingar eru ekki óvanir því að snúa Meistaradeildarleikjum sér í hag eftir að hafa lent undir, liðið tryggði sér sigur í keppninni í fyrra eftir að hafa verið undir í nánast öllum leikjum útsláttakeppninnar. „Við bjuggumst augljóslega ekki við því að byrja eins og við byrjuðum og þegar við lentum 2-0 undir hugsaði ég um útileikinn gegn Manchester City frá því í fyrra og vonaði að við gætum gert það sama og þá, en við gerðum enn betur í kvöld. Þeir voru að valda okkur vandræðum á vinstri kantinum en við gerðum betur í okkar sóknarleik, færðum Valverde nær hættusvæðinu og þá vörðumst við líka betur.“ Þrátt fyrir öruggan þriggja marka sigur vill Ancelotti þó ekki meina að einvígið sé búið. „Liverpool er frábært lið sem lét okkur þjást í fyrri hálfleik, þannig ég myndi segja að einvígið sé ekki búið, því miður. Ekki séns. Ég vil samt líka fá að hrósa Rodrygo fyrir þá vinnu sem hann skilaði í leiknum því hann skilaði nákvæmlega því sem ég bað hann um að gera,“ sagði Ancelotti að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00