Carragher foxillur: „Skammarlegt og vandræðalegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 08:00 Carragher var ekki ánægður með Rauða herinn í gær. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, vandaði leikmönnum liðsins ekki kveðjurnar eftir 5-2 tap þeirra fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Liverpool komst 2-0 yfir í leik gærkvöldsins með mörkum frá Darwin Nunez og Mohamed Salah snemma leiks en Brasilíumaðurinn Vinicius Júnior svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé. Real Madrid skoraði svo þrjú mörk í síðari hálfleiknum þar sem Púllarar virtust aldrei líklegir til afreka - raunar virtist allt líf úr þeim eftir að Real jafnaði fyrir hléið. Éder Militao kom Real yfir snemma í síðari hálfleik áður en tvö mörk Karims Benzema innsigluðu 5-2 sigur Madrídinga. „Í fyrsta lagi verð ég að hrósa Real Madrid fyrir þeirra frammistöðu, að koma á Anfield og gera þetta. Ég hef aldrei séð lið koma á Anfield á Evrópukvöldi, spila svona og gjörsigra Liverpool með þessum hætti,“ sagði Jamie Carragher í útsendingu CBS Sports í kringum leikinn. „En þetta var skammarlegt hjá Liverpool. Vandræðalegt. Við höfum afsakað þá alla leiktíðina, varðandi ástæður fyrir því að þeir hafi ekki spilað eins vel í ár og síðustu tímabil, en þessi síðari hálfleikur var til skammar,“ segir Carragher. Sigrarnir á Everton og Newcastle segi ekkert Carragher segir Púllara hafa farið fram úr sér vegna sigra á Everton og Newcastle í síðustu tveimur leikjum fyrir tap gærkvöldsins. Liðið hafði varla unnið leik eftir HM-hlé en virtist vera að rétta úr kútnum með sigrinum tveimur. „Þeir spiluðu gegn Everton-liði sem sýndu eina verstu frammistöðu sem ég hef séð í grannaslag og gerðu ekkert. Ég var á Newcastle-leiknum einnig, þar sem Newcastle skapaði færi þrátt fyrir að vera 10 gegn 11,“ „Ef Newcastle hefði haft ellefu leikmenn hefðu þeir jafnað 2-2, ég er handviss um það, vegna þess að Liverpool hefur alla leiktíðina, verið gjörsamlega úti að aka varnarlega,“ "Virgil van Dijk said I wouldn't get in that back four a few months ago. I think I'd take his place at the moment..."@Carra23 calls Liverpool's defensive display "shambolic" . pic.twitter.com/c9c06mR2cT— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 21, 2023 Segist sjálfur geta tekið sæti van Dijk Carragher er goðsögn á meðal stuðningsmanna Liverpool en hann spilaði allan sinn feril hjá félaginu, rúmlega 500 deildarleiki frá 1996 til 2013, í vörn félagsins. „Við höldum áfram að leita ástæðna og afsakana, en nei, þetta er ekki nálægt því að vera nægilega gott varnarlega sem stendur,“ „Það sem mér finnst fyndið er að Virgil van Dijk sagði fyrir um tveimur mánuðum er að ég upp á mitt besta myndi ekki komast í Liverpool dagsins í dag. Ég held ég gæti tekið sæti hans sem stendur,“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Liverpool komst 2-0 yfir í leik gærkvöldsins með mörkum frá Darwin Nunez og Mohamed Salah snemma leiks en Brasilíumaðurinn Vinicius Júnior svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé. Real Madrid skoraði svo þrjú mörk í síðari hálfleiknum þar sem Púllarar virtust aldrei líklegir til afreka - raunar virtist allt líf úr þeim eftir að Real jafnaði fyrir hléið. Éder Militao kom Real yfir snemma í síðari hálfleik áður en tvö mörk Karims Benzema innsigluðu 5-2 sigur Madrídinga. „Í fyrsta lagi verð ég að hrósa Real Madrid fyrir þeirra frammistöðu, að koma á Anfield og gera þetta. Ég hef aldrei séð lið koma á Anfield á Evrópukvöldi, spila svona og gjörsigra Liverpool með þessum hætti,“ sagði Jamie Carragher í útsendingu CBS Sports í kringum leikinn. „En þetta var skammarlegt hjá Liverpool. Vandræðalegt. Við höfum afsakað þá alla leiktíðina, varðandi ástæður fyrir því að þeir hafi ekki spilað eins vel í ár og síðustu tímabil, en þessi síðari hálfleikur var til skammar,“ segir Carragher. Sigrarnir á Everton og Newcastle segi ekkert Carragher segir Púllara hafa farið fram úr sér vegna sigra á Everton og Newcastle í síðustu tveimur leikjum fyrir tap gærkvöldsins. Liðið hafði varla unnið leik eftir HM-hlé en virtist vera að rétta úr kútnum með sigrinum tveimur. „Þeir spiluðu gegn Everton-liði sem sýndu eina verstu frammistöðu sem ég hef séð í grannaslag og gerðu ekkert. Ég var á Newcastle-leiknum einnig, þar sem Newcastle skapaði færi þrátt fyrir að vera 10 gegn 11,“ „Ef Newcastle hefði haft ellefu leikmenn hefðu þeir jafnað 2-2, ég er handviss um það, vegna þess að Liverpool hefur alla leiktíðina, verið gjörsamlega úti að aka varnarlega,“ "Virgil van Dijk said I wouldn't get in that back four a few months ago. I think I'd take his place at the moment..."@Carra23 calls Liverpool's defensive display "shambolic" . pic.twitter.com/c9c06mR2cT— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 21, 2023 Segist sjálfur geta tekið sæti van Dijk Carragher er goðsögn á meðal stuðningsmanna Liverpool en hann spilaði allan sinn feril hjá félaginu, rúmlega 500 deildarleiki frá 1996 til 2013, í vörn félagsins. „Við höldum áfram að leita ástæðna og afsakana, en nei, þetta er ekki nálægt því að vera nægilega gott varnarlega sem stendur,“ „Það sem mér finnst fyndið er að Virgil van Dijk sagði fyrir um tveimur mánuðum er að ég upp á mitt besta myndi ekki komast í Liverpool dagsins í dag. Ég held ég gæti tekið sæti hans sem stendur,“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira