Portúgal endaði íslenska drauminn um HM-sæti í umspili og endaði að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.
Íslenska liðið hefði farið beint inn á HM með sigri á Portúgal í umspilsleiknum í Portúgal í október síðastliðnum en þær portúgölsku tryggðu sér bara sæti í sérstöku umspili sem fór fram á Nýja-Sjálandi.
Os festejos das Navegadoras! ESTAMOS NO MUNDIAL! #VesteABandeira pic.twitter.com/KNL5Ig5awP
— Portugal (@selecaoportugal) February 22, 2023
Portúgalska liðið náði að klára það en úrslitin réðust þegar Portúgal fékk vítaspyrnu í uppbótatíma.
Hinn 32 ára gamla Carole Costa fór á vítapunktinn og skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótatímans. Costa skoraði einnig úr vítaspyrnu í sigurleiknum á móti Íslandi en þá kom hún sínu liðu í 1-0.
Diana Gomes kom Portúgal í 1-0 á móti Kamerún á 22. mínútu en kamerúnska liðið jafnaði á 89. mínútu leiksins með marki frá Ajara Nchout sem spilar með Internazionale á Ítalíu.
Portúgal verður því í riðli með Bandaríkjunum, Hollandi og Víetnam en leikir riðilsins fara fram á Nýja-Sjálandi.
Take a bow, @selecaoportugal!
— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) February 22, 2023
Portugal have qualified for the #FIFAWWC and will join the Netherlands, USA and Vietnam in Group E