Fótbolti

„Dyrnar standa Messi ávallt opnar“

Valur Páll Eiríksson skrifar
FC Barcelona - FC Viktoria Plezen - UEFA Champions League Xavi Hernandez coach of FC Barcelona during the UEFA Champions League match of Group C between FC Barcelona and FC Viktoria Plezen at Spotify Camp Nou Stadium in Barcelona, Spain, on September 7th, 2022.  (Photo by Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images)
FC Barcelona - FC Viktoria Plezen - UEFA Champions League Xavi Hernandez coach of FC Barcelona during the UEFA Champions League match of Group C between FC Barcelona and FC Viktoria Plezen at Spotify Camp Nou Stadium in Barcelona, Spain, on September 7th, 2022. (Photo by Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images)

Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, segir fyrrum liðsfélaga sinn Lionel Messi vera velkominn aftur til félagsins. Samningur Messi við PSG í Frakklandi rennur út í sumar en hann á að hafa fundað með Joan Laporta, forseta Barcelona, í vikunni.

Xavi sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda stórleiks Barcelona við Manchester United í Evrópudeildinni á Old Trafford í Manchester í kvöld. Orðrómarnir um fund Messi með Laporta og mögulega endurkomu Messi til Katalóníu voru þar bornir undir þjálfarann.

„Ég hef þegar sagt að þetta er hans heimili og dyrnar standa Messi ávallt opnar, hann er góður vinur og við erum alltaf í sambandi. Það veltur á honum hvernig hann vill haga framtíð sinni. Besti fótboltamaður sögunnar mun ávallt komast að,“ segir Xavi.

Xavi var liðsfélagi Messi frá því að sá argentínski hóf feril sinn með Barcelona árið 2004 þar til Xavi yfirgaf félagið árið 2015. Messi fór frá Katalóníu sumarið 2021 og samdi við Paris Saint-Germain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×