ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 09:12 Shamima Begum var svipt breskum ríkisborgararétti fljótlega eftir að hún fannst í fangabúðum við ISIS-liða í Sýrlandi fyrir fjórum árum. AP Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. Begum tókst ásamt tveimur vinkonum sínum að koma sér til Sýrlands frá Bretlandi þegar hún var fimmtán ára gömul árið 2015. Þar gekk hún að eiga vígamann samtakanna. Þau eignuðust þrjú börn saman en þau létust öll ung. Bresk stjórnvöld sviptu Begum ríkisborgararétti á grundvelli þjóðaröryggis skömmu eftir að hún fannst í fangabúðum fyrir meðlimi Ríkis íslams í Sýrlandi árið 2019. Henni er nú haldið í al-Roj-fangabúðunum í norðaustanverðu Sýrlandi. Hún er nú 23 ára gömul. Sérstakur áfrýjunardómstól innflytjendamála hafnaði áfrýjun hennar í gær. Hún heldur því fram að breska innanríkisráðuneytið hafi ekki kannað hvort að hún væri fórnarlamb barnamansals. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að trúverðugar grunsemdir væru um að Begum hafi verið seld mansali til Sýrlandi til kynferðislegrar misnotkunar. Það væri þó ekki nóg til þess að fella ákvörðun stjórnvalda úr gildi. Lögmaður Begum segir að hún ætli að fara með málið lengra. Hún getur skotið málinu til áfrýjunardómstóls í London, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harðar deilur hafa geisað í Bretlandi um mál Begum undanfarin ár. Sumir telja að hún hafi vísvitandi gengið til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök en aðrir benda á að hún hafi verið barn að aldri þegar hún fór til Sýrlands eða að hún ætti að svara til saka í Bretlandi. Sýrland Bretland Tengdar fréttir Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. 20. desember 2020 22:07 Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Begum tókst ásamt tveimur vinkonum sínum að koma sér til Sýrlands frá Bretlandi þegar hún var fimmtán ára gömul árið 2015. Þar gekk hún að eiga vígamann samtakanna. Þau eignuðust þrjú börn saman en þau létust öll ung. Bresk stjórnvöld sviptu Begum ríkisborgararétti á grundvelli þjóðaröryggis skömmu eftir að hún fannst í fangabúðum fyrir meðlimi Ríkis íslams í Sýrlandi árið 2019. Henni er nú haldið í al-Roj-fangabúðunum í norðaustanverðu Sýrlandi. Hún er nú 23 ára gömul. Sérstakur áfrýjunardómstól innflytjendamála hafnaði áfrýjun hennar í gær. Hún heldur því fram að breska innanríkisráðuneytið hafi ekki kannað hvort að hún væri fórnarlamb barnamansals. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að trúverðugar grunsemdir væru um að Begum hafi verið seld mansali til Sýrlandi til kynferðislegrar misnotkunar. Það væri þó ekki nóg til þess að fella ákvörðun stjórnvalda úr gildi. Lögmaður Begum segir að hún ætli að fara með málið lengra. Hún getur skotið málinu til áfrýjunardómstóls í London, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harðar deilur hafa geisað í Bretlandi um mál Begum undanfarin ár. Sumir telja að hún hafi vísvitandi gengið til liðs við alræmd hryðjuverkasamtök en aðrir benda á að hún hafi verið barn að aldri þegar hún fór til Sýrlands eða að hún ætti að svara til saka í Bretlandi.
Sýrland Bretland Tengdar fréttir Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. 20. desember 2020 22:07 Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. 20. desember 2020 22:07
Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. 16. júlí 2020 22:02