Darri Freyr segir Ísland eiga 25 prósent möguleika gegn Georgíu Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 08:00 Darri Freyr Atlason er sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport og sést hér á góðri stundu ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni og Teiti Örlygssyni á leik Vals og Tindastóls í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar síðasta vor. Vísir/Bára Dröfn Ísland mætir Georgíu á útivelli á morgun í hreinum úrslitaleik um sæti á heimsmeistaramótinu í körfuknattleik í haust. Darri Freyr Atlason sérfræðingur Stöð 2 Sport segir möguleika á sigri Íslands vera til staðar. Ísland tapaði fyrir Spáni í undankeppn heimsmeistaramótsins í fyrrakvöld en spænska liðið er meðal þeirra bestu í heimi. Ísland stóð lengi vel í spænska liðinu en Darri Freyr segir að það hafi verið ljóst að Ísland hafi forgangsraðað leiknum í Georgíu á morgun framar en leiknum gegn Spáni. „Þetta var hálf fyndinn leikur á móti einu af bestu landsliðum í heimi því það var alveg ljóst að okkar menn voru að forgangsraða leiknum í Georgíu og mínútudreifingin segir okkur að það var kannski ekki mesta kappsmálið að kreista úr sigur gegn þessu spænska liði. Það var tækifæri til því mér fannst þeir ekkert sérstaklega merkilegir í gær fyrir utan frábæra þriggja stiga nýtingu,“ sagði Darri Freyr í viðtali við Val Pál Eiríksson blaðamann í gær. Þriggja stiga nýting Spánverja í fyrradag var hálf lygileg því þeir hittu úr 60% skota sinna á meðan skotin voru ekki að rata rétta leið hjá íslenska liðinu. „Það er mikilvægt í þannig stöðu, þó þú viljir auðvitað hitta betur, en að sama skapi spila vörn sem þrengir aðeins meira að skotógninni en svo að mótherjinn skjóti 60%,“ sagði Darri Freyr. „Ekkert hljóð fallegra en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins“ Eins og áður segir mætir Ísland Georgíu ytra á morgun en Ísland þarf að vinna með fjórum stigum til að fara uppfyrir georgíska liðið á innbyrðis viðureignum. „Ég held að möguleikarnir séu fyrir hendi en hins vegar eru topparnir í þessu georgíska liði einfaldlega betri en allir leikmennirnir sem við vorum að spila við á fimmtudag. (Giorgi) Shermadini, (Tornike) Shengelia og (Thaddus) McFadden eru leikmenn á efsta stigi í Evrópu þannig að þetta verður verðugt verkefni.“ „Hins vegar held ég að leikstíll Íslendinga henti töluvert betur á móti georgíska liðinu þar sem tveir bestu leikmennirnir eru stórir og vilja spila á blokkinni og skotógnin ekki eins mikil og var í Laugardalshöll í fyrrakvöld.“ Heimavöllur georgíska liðsins er mikil gryfja og má búast við mikilli stemmningu þegar leikurinn fer fram. „Það verður allt dýrvitlaust. Það verður að ná að virkja þá orku í rétta átt og það er ekkert fallegra hljóð en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins.“ Darri Freyr sagði einnig frá því að sögusagnir væru búnar að vera í gangi um að Tornike Shengelia, lykilmaður Georgíu, myndi fljúga til Ítalíu í gær til að leika með liði sinu Bologna þá um kvöldið. Og sú varð raunin, Shengelia spilaði í átján mínútur í sigri Bologna liðsins í Euroleague en hann flýgur aftur til Georgíu í dag. Tornike Shengelia er lykilmaður Georgíu en hann flaug til Ítalíu í gær til að spila með félagsliði sínu í Euroleague í gærkvöldi.Vísir/Getty „Það verður áhugavert að fylgjast með honum. Hann var klárlega þeirra langbesti maður í síðasta leik Íslands og Georgíu.“ Að lokum var Darri Freyr spurður að því hverjir möguleikar Ísland væru á morgun. „25%, það er vísindaleg niðurstaða eftir langa greiningu. Ég held að georgíska liðið sé sterkara á pappír en möguleikinn er klárlega til staðar og ef við beitum okkar skæruhernaði á réttum stöðum þá getum við kreist fram sigur.“ Landslið karla í körfubolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Spáni í undankeppn heimsmeistaramótsins í fyrrakvöld en spænska liðið er meðal þeirra bestu í heimi. Ísland stóð lengi vel í spænska liðinu en Darri Freyr segir að það hafi verið ljóst að Ísland hafi forgangsraðað leiknum í Georgíu á morgun framar en leiknum gegn Spáni. „Þetta var hálf fyndinn leikur á móti einu af bestu landsliðum í heimi því það var alveg ljóst að okkar menn voru að forgangsraða leiknum í Georgíu og mínútudreifingin segir okkur að það var kannski ekki mesta kappsmálið að kreista úr sigur gegn þessu spænska liði. Það var tækifæri til því mér fannst þeir ekkert sérstaklega merkilegir í gær fyrir utan frábæra þriggja stiga nýtingu,“ sagði Darri Freyr í viðtali við Val Pál Eiríksson blaðamann í gær. Þriggja stiga nýting Spánverja í fyrradag var hálf lygileg því þeir hittu úr 60% skota sinna á meðan skotin voru ekki að rata rétta leið hjá íslenska liðinu. „Það er mikilvægt í þannig stöðu, þó þú viljir auðvitað hitta betur, en að sama skapi spila vörn sem þrengir aðeins meira að skotógninni en svo að mótherjinn skjóti 60%,“ sagði Darri Freyr. „Ekkert hljóð fallegra en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins“ Eins og áður segir mætir Ísland Georgíu ytra á morgun en Ísland þarf að vinna með fjórum stigum til að fara uppfyrir georgíska liðið á innbyrðis viðureignum. „Ég held að möguleikarnir séu fyrir hendi en hins vegar eru topparnir í þessu georgíska liði einfaldlega betri en allir leikmennirnir sem við vorum að spila við á fimmtudag. (Giorgi) Shermadini, (Tornike) Shengelia og (Thaddus) McFadden eru leikmenn á efsta stigi í Evrópu þannig að þetta verður verðugt verkefni.“ „Hins vegar held ég að leikstíll Íslendinga henti töluvert betur á móti georgíska liðinu þar sem tveir bestu leikmennirnir eru stórir og vilja spila á blokkinni og skotógnin ekki eins mikil og var í Laugardalshöll í fyrrakvöld.“ Heimavöllur georgíska liðsins er mikil gryfja og má búast við mikilli stemmningu þegar leikurinn fer fram. „Það verður allt dýrvitlaust. Það verður að ná að virkja þá orku í rétta átt og það er ekkert fallegra hljóð en þegar það heyrist ekki neitt í áhorfendum andstæðingsins.“ Darri Freyr sagði einnig frá því að sögusagnir væru búnar að vera í gangi um að Tornike Shengelia, lykilmaður Georgíu, myndi fljúga til Ítalíu í gær til að leika með liði sinu Bologna þá um kvöldið. Og sú varð raunin, Shengelia spilaði í átján mínútur í sigri Bologna liðsins í Euroleague en hann flýgur aftur til Georgíu í dag. Tornike Shengelia er lykilmaður Georgíu en hann flaug til Ítalíu í gær til að spila með félagsliði sínu í Euroleague í gærkvöldi.Vísir/Getty „Það verður áhugavert að fylgjast með honum. Hann var klárlega þeirra langbesti maður í síðasta leik Íslands og Georgíu.“ Að lokum var Darri Freyr spurður að því hverjir möguleikar Ísland væru á morgun. „25%, það er vísindaleg niðurstaða eftir langa greiningu. Ég held að georgíska liðið sé sterkara á pappír en möguleikinn er klárlega til staðar og ef við beitum okkar skæruhernaði á réttum stöðum þá getum við kreist fram sigur.“
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira