Hætta við að breyta bókunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 07:00 Breytingar á texta í bókum Roald Dahl hafa vakið mjög misjöfn viðbrögð. Vísir/Einar Bókaútgáfa hefur ákveðið að halda áfram að prenta upprunalegar bækur Roalds Dahl samhliða breyttum útgáfum. Til stóð að gera víðtækar og varanlegar breytingar á texta sem kynni að reynast meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahóp. Í Kalla og súkkulaðiverksmiðjunni hafði orðið „feitur” – á ensku fat – til dæmis sums staðar verið tekið út. Annars staðar breytt hafði því verið breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók voru orðnir kynhlutlausir. Hlustuðu á gagnrýnisraddir AP fréttaveitan greinir frá því að bókaútgáfan hafi, í kjölfar gagnrýninnar, ákveðið að prenta bækur í upprunalegri útgáfu samhliða þeim nýju. Bókaútgáfan hafði ráðið til sín sérstaka næmnishöfunda til að breyta og endurskrifa texta sem rithöfundar á borð við Salman Rushdie höfðu kallað „fáránlega ritskoðun“. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mótmælti breytingunum einnig. „Við hlustuðum á gagnrýnisraddir sem minntu okkur á þau ótrúlegu áhrif sem bækur Roalds Dahl hafa haft. Og áttum okkur á því að mikilvægt er að halda í upprunalega textann. Stóra spurningin stendur enn eftir; um hvernig hægt sé að halda uppi heiðri eldri bóka – en í takt við nútímann.“ „Hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistakennari við Háskóla Íslands ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni þar sem hann sagði vafasamt að fara í texta rithöfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Hann benti á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum. Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn,” sagði Rúnar. Bókmenntir Ísland í dag Höfundarréttur Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Í Kalla og súkkulaðiverksmiðjunni hafði orðið „feitur” – á ensku fat – til dæmis sums staðar verið tekið út. Annars staðar breytt hafði því verið breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók voru orðnir kynhlutlausir. Hlustuðu á gagnrýnisraddir AP fréttaveitan greinir frá því að bókaútgáfan hafi, í kjölfar gagnrýninnar, ákveðið að prenta bækur í upprunalegri útgáfu samhliða þeim nýju. Bókaútgáfan hafði ráðið til sín sérstaka næmnishöfunda til að breyta og endurskrifa texta sem rithöfundar á borð við Salman Rushdie höfðu kallað „fáránlega ritskoðun“. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mótmælti breytingunum einnig. „Við hlustuðum á gagnrýnisraddir sem minntu okkur á þau ótrúlegu áhrif sem bækur Roalds Dahl hafa haft. Og áttum okkur á því að mikilvægt er að halda í upprunalega textann. Stóra spurningin stendur enn eftir; um hvernig hægt sé að halda uppi heiðri eldri bóka – en í takt við nútímann.“ „Hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistakennari við Háskóla Íslands ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni þar sem hann sagði vafasamt að fara í texta rithöfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Hann benti á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum. Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn,” sagði Rúnar.
Bókmenntir Ísland í dag Höfundarréttur Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30
Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57