Í dag heimsótti toppliðið lið Empoli sem siglir lygnan sjó um miðja deild.
Ardian Ismajli, varnarmaður Empoli, kom Napoli á bragðið þegar hann setti boltann í eigið net eftir sautján mínútna leik.
Nígeríski markahrókurinn Victor Osimhen lét ekki sitt eftir liggja í markaskorun frekar en vanalega því hann tvöfaldaði forystuna eftir hálftíma leik.
Mario Rui fékk að líta rauða spjaldið á 67.mínútu en Empoli tókst ekki að nýta sér liðsmuninn til að laga stöðuna og lokatölur 0-2 fyrir Napoli.
Var þetta áttundi sigur Napoli í röð og hefur liðið átján stiga forystu á toppi deildarinnar.