Sextíu milljónir á ári fyrir næturstrætó Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. febrúar 2023 23:31 Strætó hætti að bjóða upp á þjónustuna í október á síðasta ári. Nú keyrir næturstrætóinn aðeins innan borgarmarkanna. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Næturstrætó er farinn aftur af stað eftir langt hlé. Fjórar leiðir aka úr miðborginni í úthverfi borgarinnar. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu milljónir á ári, að sögn formanns umhverfis- og skipulagsráðs. Reykjavíkurborg gerði nýlega þjónustusamning við Strætó um að hefja akstur innan borgarinnar að næturlagi um helgar. Fjórar leiðir aka úr miðborginni samkvæmt tímaáætlun. Fyrsta ferðin var farin í fyrrinótt. Borgin greiðir allan kostnað Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að þjónustan hafi farið vel af stað: „Við alla vega fengum engar fréttir um annað frá stjórnstöðinni. Og stundum er það bara þannig að engar fréttir eru góðar fréttir þannig að ég held að þetta hafi bara gengið vel.“ Reykjavíkurborg greiðir allan kostnað af rekstri næturstrætós, sem að hennar sögn eru um sextíu milljónir króna á ári. Kostnaðurinn verði væntanlega minni í ár enda hófst þjónustan nú í lok febrúar. Borgin sagði í tilkynningu í vikunni að verið væri að svara ákalli um bættar samgöngur í miðborginni um helgar. „Þetta er mjög mikilvægt. Bæði upp á það að fólk geti komist hratt og örugglega heim, og með lægri tilkostnaði. Og líka af því að við erum með miðborgina þá skiptir okkur máli að það verði ekki of mikil uppsöfnun – það er öryggisatriði og það er upp á hávaða fyrir íbúa og fleira. En það er fyrst og fremst öryggisatriði og til að bjóða upp á þjónustu sem fólk greinilega vill fá,“ segir Alexandra. Þjónustan vonandi komin til að vera Næturstrætóinn sneri aftur í byrjun júlí árið 2022 eftir tveggja ára hlé. Boðið var upp á þjónustuna fram í október sama ár, þar til tekin var ákvörðun um að hætta, þegar ljóst var að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. Ekki náðist samstaða í stjórn Strætó um að hefja akstur að nýju og ákvað borgin því að taka á sig kostnað vegna þjónustunnar. Alexandra segir að þjónustan sé vonandi komin til að vera. „Hún verður að vera það. Það er líka þannig með svona þjónustu að ef hún er alltaf að hætta og byrja aftur þá treystir fólk ekki á hana og notar hana ekki. Þannig að við verðum að halda þessu gangandi, það er bara eins og það er. Og ég sé ekki að við séum að fara að hætta þessu að fyrra bragði.“ Strætó Reykjavík Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57 Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Reykjavíkurborg gerði nýlega þjónustusamning við Strætó um að hefja akstur innan borgarinnar að næturlagi um helgar. Fjórar leiðir aka úr miðborginni samkvæmt tímaáætlun. Fyrsta ferðin var farin í fyrrinótt. Borgin greiðir allan kostnað Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að þjónustan hafi farið vel af stað: „Við alla vega fengum engar fréttir um annað frá stjórnstöðinni. Og stundum er það bara þannig að engar fréttir eru góðar fréttir þannig að ég held að þetta hafi bara gengið vel.“ Reykjavíkurborg greiðir allan kostnað af rekstri næturstrætós, sem að hennar sögn eru um sextíu milljónir króna á ári. Kostnaðurinn verði væntanlega minni í ár enda hófst þjónustan nú í lok febrúar. Borgin sagði í tilkynningu í vikunni að verið væri að svara ákalli um bættar samgöngur í miðborginni um helgar. „Þetta er mjög mikilvægt. Bæði upp á það að fólk geti komist hratt og örugglega heim, og með lægri tilkostnaði. Og líka af því að við erum með miðborgina þá skiptir okkur máli að það verði ekki of mikil uppsöfnun – það er öryggisatriði og það er upp á hávaða fyrir íbúa og fleira. En það er fyrst og fremst öryggisatriði og til að bjóða upp á þjónustu sem fólk greinilega vill fá,“ segir Alexandra. Þjónustan vonandi komin til að vera Næturstrætóinn sneri aftur í byrjun júlí árið 2022 eftir tveggja ára hlé. Boðið var upp á þjónustuna fram í október sama ár, þar til tekin var ákvörðun um að hætta, þegar ljóst var að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. Ekki náðist samstaða í stjórn Strætó um að hefja akstur að nýju og ákvað borgin því að taka á sig kostnað vegna þjónustunnar. Alexandra segir að þjónustan sé vonandi komin til að vera. „Hún verður að vera það. Það er líka þannig með svona þjónustu að ef hún er alltaf að hætta og byrja aftur þá treystir fólk ekki á hana og notar hana ekki. Þannig að við verðum að halda þessu gangandi, það er bara eins og það er. Og ég sé ekki að við séum að fara að hætta þessu að fyrra bragði.“
Strætó Reykjavík Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57 Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57
Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09