Duplantis sló heimsmetið í stangarstökki í sjötta sinn Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 11:01 Armand Duplantis hefur verið með yfirburði í stangarstökkinu síðustu misserin. Vísir/Getty Svíinn Armand Duplantis sló í gærkvöldi heimsmetið í stangarstökki karla þegar hann stökk 6,22 metra á móti í Frakklandi. Þetta er í sjötta sinn sem Duplantis slær heimsmet. Mótið fór fram í Clermond Ferrand í Frakklandi en það var fyrrum Ólympíusmeistarinn Renaud Lavillenies sem var mótshaldari en Duplantis og Lavillenies er vel til vina. Duplantis hafði tryggt sér sigur á mótinu þegar hann var sá eini sem komst yfir 6,01 metra og þá hóf hann að reyna við heimsmetið. Fyrstu tvær tilraunirnar misheppnuðust en í þriðju tilraun flaug hann yfir og fagnaði innilega ásamt Lavillenies. View this post on Instagram A post shared by Mondo Duplantis (@mondo_duplantis) „Þetta er hans mót og mig langaði virkilega að setja heimsmet fyrir hann. Hann er eins og stóri bróðir fyrir mig og hefur hjálpað mér síðan ég var sautján ára gamall en þá var hann fyrirmyndin mín. Þetta var jafn mikið fyrir hann eins og það var fyrir mig,“ sagði Duplantis í viðtali við Aftonbladet eftir mótið. Þetta er í sjötta sinn sem Duplantis setur nýtt heimsmet í stangarstökki. Hann gerði það í fyrsta sinn þegar hann hoppaði yfir 6,17 metra í Póllandi árið 2020 en hefur síðan þá bætt eigið heimsmet í fimm skipti. Duplantis er núverandi heims-, Ólympíu og Evrópumeistari en Lavillenies var heimsmethafi í sex ár eftir að hafa slegið 20 ára gamalt met goðsagnarinnar Sergei Bubka árið 2014. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Mótið fór fram í Clermond Ferrand í Frakklandi en það var fyrrum Ólympíusmeistarinn Renaud Lavillenies sem var mótshaldari en Duplantis og Lavillenies er vel til vina. Duplantis hafði tryggt sér sigur á mótinu þegar hann var sá eini sem komst yfir 6,01 metra og þá hóf hann að reyna við heimsmetið. Fyrstu tvær tilraunirnar misheppnuðust en í þriðju tilraun flaug hann yfir og fagnaði innilega ásamt Lavillenies. View this post on Instagram A post shared by Mondo Duplantis (@mondo_duplantis) „Þetta er hans mót og mig langaði virkilega að setja heimsmet fyrir hann. Hann er eins og stóri bróðir fyrir mig og hefur hjálpað mér síðan ég var sautján ára gamall en þá var hann fyrirmyndin mín. Þetta var jafn mikið fyrir hann eins og það var fyrir mig,“ sagði Duplantis í viðtali við Aftonbladet eftir mótið. Þetta er í sjötta sinn sem Duplantis setur nýtt heimsmet í stangarstökki. Hann gerði það í fyrsta sinn þegar hann hoppaði yfir 6,17 metra í Póllandi árið 2020 en hefur síðan þá bætt eigið heimsmet í fimm skipti. Duplantis er núverandi heims-, Ólympíu og Evrópumeistari en Lavillenies var heimsmethafi í sex ár eftir að hafa slegið 20 ára gamalt met goðsagnarinnar Sergei Bubka árið 2014.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni