Ten Hag vonast til þess að gera Ferguson stoltan Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 12:31 Erik Ten Hag segir að arfleið Ferguson sé sigurhefð Manchester United. Vísir/Getty Manchester United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár þegar liðið mætir Newcastle í úrslitum enska deildabikarsins í dag. Erik Ten Hag segist hlakka til að stýra liðinu á hinum sögufræga Wembley leikvangi. Manchester United og Newcastle mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag. Newcastle hefur ekki unnið titil síðan árið 1955 en United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár en liðið varð deildabikarmeistari árið 2017 og fagnaði sigri í Evrópudeildinni síðar um vorið það sama ár. Erik Ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri United fyrir tímabilið og hefur verið að gera góða hluti en liðið er ennþá með í öllum keppnum og situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir mögur tímabil síðustu árin. Það hefur vakið athygli margra hversu mikilvægt það virðist vera fyrir Ten Hag að festa rætur í samfélaginu í Manchester. Hann tekur reglulega hjólatúra á svæðinu, sést á vappi í miðbænum og hefur sest niður á fundi með goðsögninni Alex Ferguson. „Þegar maður kemur á nýjan stað þá þarf maður að aðlaga sig að aðstæðunum, fólkinu og gildum þess. Fyrst þarf maður að læra og það skiptir máli að fara út, kynnast menningunni og lífinu í borginni,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports í tilefni úrslitaleiksins í dag. Erum með mörg verkfæri til að vinna þá Andstæðingar United í dag, Newcastle United, hafa verið spútniklið tímabilsins. Stjórinn Eddie Howe hefur byggt upp gríðarlega sterkt lið sem erfitt er að skora hjá og erfitt að vinna. Ten Hag er hrifinn af því sem hann hefur séð. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því sem knattspyrnustjórinn hefur gert. Það er frábært að sjá þetta utanfrá og maður sér að þetta er alvöru lið með góðan liðsanda. Þetta verður frábær leikur á milli tveggja mjög góðra liða.“ Eddie Howe hefur verið að gera góða hluti með lið Newcastle.Vísir/Getty Hann segir að Manchester United hafi sýnt í vetur hvernig á að sækja gegn liðum sem verjast með liðið aftarlega eins og Newcastle vill oft gera. „Það er svo frábært að vera í ensku úrvalsdeildinni og í þessari fótboltamenningu því þú þarft að mæta liðum með svo ólíka leikstíla og maður þarf alltaf að finna einhverja leið til að vinna. Við erum með mörg verkfæri til að vinna og við sjáum í dag hvert þeirra við veljum.“ „Hann skildi eftir arfleið sigra og sigurhefðar“ Leikurinn í dag fer fram á Wembley og segist Ten Hag hlakka til að stýra liðinu á þessum sögufræga leikvangi. „Þarna hafa stórir leikir farið fram og ég hef séð úrslitaleik í enska bikarnum og með hollenska landsliðinu. Þegar ég var barn þá horfði ég alltaf á úrslitaleik enska bikarsins.“ Ten Hag segir að þó svo að miklvægt sé að halda ákveðnum stöðugleika þá þurfi eitthvað sérstakt þegar liðið er mætt í úrslitaleik. Jadon Sancho hefur komið sterkur til baka í síðustu leikjum eftir að hafa átt í erfiðleikum á tímabilinu.Vísir/Getty „Þetta er úrslitaleikur og þá þarf eitthvað sérstakt í undirbúningnum. Við munum gera það,“ sagði Ten Hag en aðspurður sagðist hann því miður ekki hafa tíma til að hitta Alex Ferguson í mat fyrir leikinn. Hann sagði besta ráð sem Ferguson hafi gefið honum vera sú arfleið sem hann skildi eftir sig. „Hann skildi eftir sig arfleið sigra og sigurhefðar. Mér finnst hann svo góð fyrirmynd fyrir okkur öll. Fyrir okkur hjá Manchester United er hann gríðarlega mikil fyrirmynd og við vonumst til þess að geta gert hann stoltan í dag.“ Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Manchester United og Newcastle mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins í dag. Newcastle hefur ekki unnið titil síðan árið 1955 en United getur unnið sinn fyrsta titil í nærri sex ár en liðið varð deildabikarmeistari árið 2017 og fagnaði sigri í Evrópudeildinni síðar um vorið það sama ár. Erik Ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri United fyrir tímabilið og hefur verið að gera góða hluti en liðið er ennþá með í öllum keppnum og situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir mögur tímabil síðustu árin. Það hefur vakið athygli margra hversu mikilvægt það virðist vera fyrir Ten Hag að festa rætur í samfélaginu í Manchester. Hann tekur reglulega hjólatúra á svæðinu, sést á vappi í miðbænum og hefur sest niður á fundi með goðsögninni Alex Ferguson. „Þegar maður kemur á nýjan stað þá þarf maður að aðlaga sig að aðstæðunum, fólkinu og gildum þess. Fyrst þarf maður að læra og það skiptir máli að fara út, kynnast menningunni og lífinu í borginni,“ sagði Ten Hag í viðtali við Skysports í tilefni úrslitaleiksins í dag. Erum með mörg verkfæri til að vinna þá Andstæðingar United í dag, Newcastle United, hafa verið spútniklið tímabilsins. Stjórinn Eddie Howe hefur byggt upp gríðarlega sterkt lið sem erfitt er að skora hjá og erfitt að vinna. Ten Hag er hrifinn af því sem hann hefur séð. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því sem knattspyrnustjórinn hefur gert. Það er frábært að sjá þetta utanfrá og maður sér að þetta er alvöru lið með góðan liðsanda. Þetta verður frábær leikur á milli tveggja mjög góðra liða.“ Eddie Howe hefur verið að gera góða hluti með lið Newcastle.Vísir/Getty Hann segir að Manchester United hafi sýnt í vetur hvernig á að sækja gegn liðum sem verjast með liðið aftarlega eins og Newcastle vill oft gera. „Það er svo frábært að vera í ensku úrvalsdeildinni og í þessari fótboltamenningu því þú þarft að mæta liðum með svo ólíka leikstíla og maður þarf alltaf að finna einhverja leið til að vinna. Við erum með mörg verkfæri til að vinna og við sjáum í dag hvert þeirra við veljum.“ „Hann skildi eftir arfleið sigra og sigurhefðar“ Leikurinn í dag fer fram á Wembley og segist Ten Hag hlakka til að stýra liðinu á þessum sögufræga leikvangi. „Þarna hafa stórir leikir farið fram og ég hef séð úrslitaleik í enska bikarnum og með hollenska landsliðinu. Þegar ég var barn þá horfði ég alltaf á úrslitaleik enska bikarsins.“ Ten Hag segir að þó svo að miklvægt sé að halda ákveðnum stöðugleika þá þurfi eitthvað sérstakt þegar liðið er mætt í úrslitaleik. Jadon Sancho hefur komið sterkur til baka í síðustu leikjum eftir að hafa átt í erfiðleikum á tímabilinu.Vísir/Getty „Þetta er úrslitaleikur og þá þarf eitthvað sérstakt í undirbúningnum. Við munum gera það,“ sagði Ten Hag en aðspurður sagðist hann því miður ekki hafa tíma til að hitta Alex Ferguson í mat fyrir leikinn. Hann sagði besta ráð sem Ferguson hafi gefið honum vera sú arfleið sem hann skildi eftir sig. „Hann skildi eftir sig arfleið sigra og sigurhefðar. Mér finnst hann svo góð fyrirmynd fyrir okkur öll. Fyrir okkur hjá Manchester United er hann gríðarlega mikil fyrirmynd og við vonumst til þess að geta gert hann stoltan í dag.“
Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira