Evrópusambandið fýsilegur kostur í litlu hagkerfi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2023 23:30 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, setur fyrirvara við hið umþrætta og hápólitíska mál. vísir/vilhelm Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að innganga Íslands í Evrópusambandið gæti reynst vel. Hann gerir þó fyrirvara við mál sitt; ferlið sé flókið og nýr gjaldmiðill sé engin töfralausn. Aukið samstarf við nágrannaríkin gæti þó verið af hinu góða. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi verðbólguna og sveiflur í íslensku hagkerfi í á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segir að verðbólguna megi rekja til nokkurra þátta: Mikil vörueftirspurn sé eftir Covid og erfiðlega hafi gengið að framleiða til að anna eftirspurn. Stríðið í Úkraínu hafi einnig haft mikil áhrif. „Hér innanlands er mikil eftirspurn eins og í mörgum öðrum löndum. Þessi eftirspurn hefur komið fram í hækkun á verði á húsnæði, hún kemur fram í hækkun á launum – laun hafa hækkað mikið. Núna spáir Seðlabankinn því að laun á vinnustund hækki um yfir 18 prósent samtals árið 2022 og 2023, svo þetta eru ekki eðlilegar tölur,“ segir Gylfi. Ein vitleysa í gangi Þættirnir tveir, fasteignir og vinnuafl, hafi hækkað mjög hratt hér á landi. Það bendi til mikillar innlendrar eftirspurnar, sem bætist ofan á innfluttu verðbólguna. Krónan hafi þar að auki lækkað, sem skili sér í aukinni verðbólgu. „Það er ein vitleysa sem mér finnst vera í gangi að þegar fólk kvartar undan of háum vöxtum eða verðbólgu að þá sé einhvers konar [góður og gildur möguleiki] að skipta um gjaldmiðil. Segja núna: Já, ef við værum með evruna þá væri allt miklu betra. En við erum ekki með evruna. Og það væri ferli sem þyrfti til að það gerðist: Fyrst að fara í Evrópusambandið, sem tæki nokkur ár, og síðan sanna fyrir Evrópusambandinu að við gætum verið með fast gengi,“ segir Gylfi. Hann segir að erfitt sé að koma í veg fyrir sveiflur í íslensku hagkerfi enda sé það lítið. Hins vegar hafi tekist að búa til kerfi eftir hrunið 2008 sem dempi stærri högg. Fábreytt atvinnulíf „Við sleppum aldrei við það að við erum með fábreytt atvinnulíf, þetta eru fáar greinar. Og ef ein verður fyrir höggi þá verður það erfitt fyrir heildina, það er erfitt að losna við það. Ef við værum inni á evrusvæðinu með svona fábreytt atvinnulíf þá myndu væntanlega fólksflutningar koma í staðinn fyrir þessar sveiflur í genginu og vöxtum.“ Gylfi segist ekki vera á leið í pólitík en jánkar því að það, að vera í Evrópusambandinu, burtséð frá því hvort skipt yrði um gjaldmiðil, gæti reynst vel. „Ég get sagt persónulegar skoðanir núna. Við erum í Evrópu, það er Norður-Afríka með sín vandamál, það eru Mið-Austurlönd, Rússland verður hættulegt um fyrirsjáanlega framtíð. Hvernig getum við bundist þessum lýðræðisríkjum í Evrópu sem allra mest? Og til að leysa þessi sameiginlegu vandamál, og sitja þar á fundum – vita hvað er að gerast. Ég hefði haldið að það væri jákvætt. En þetta er pólitík,“ segir Gylfi. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Evrópusambandið Kjaramál Seðlabankinn Íslenska krónan Sprengisandur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi verðbólguna og sveiflur í íslensku hagkerfi í á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann segir að verðbólguna megi rekja til nokkurra þátta: Mikil vörueftirspurn sé eftir Covid og erfiðlega hafi gengið að framleiða til að anna eftirspurn. Stríðið í Úkraínu hafi einnig haft mikil áhrif. „Hér innanlands er mikil eftirspurn eins og í mörgum öðrum löndum. Þessi eftirspurn hefur komið fram í hækkun á verði á húsnæði, hún kemur fram í hækkun á launum – laun hafa hækkað mikið. Núna spáir Seðlabankinn því að laun á vinnustund hækki um yfir 18 prósent samtals árið 2022 og 2023, svo þetta eru ekki eðlilegar tölur,“ segir Gylfi. Ein vitleysa í gangi Þættirnir tveir, fasteignir og vinnuafl, hafi hækkað mjög hratt hér á landi. Það bendi til mikillar innlendrar eftirspurnar, sem bætist ofan á innfluttu verðbólguna. Krónan hafi þar að auki lækkað, sem skili sér í aukinni verðbólgu. „Það er ein vitleysa sem mér finnst vera í gangi að þegar fólk kvartar undan of háum vöxtum eða verðbólgu að þá sé einhvers konar [góður og gildur möguleiki] að skipta um gjaldmiðil. Segja núna: Já, ef við værum með evruna þá væri allt miklu betra. En við erum ekki með evruna. Og það væri ferli sem þyrfti til að það gerðist: Fyrst að fara í Evrópusambandið, sem tæki nokkur ár, og síðan sanna fyrir Evrópusambandinu að við gætum verið með fast gengi,“ segir Gylfi. Hann segir að erfitt sé að koma í veg fyrir sveiflur í íslensku hagkerfi enda sé það lítið. Hins vegar hafi tekist að búa til kerfi eftir hrunið 2008 sem dempi stærri högg. Fábreytt atvinnulíf „Við sleppum aldrei við það að við erum með fábreytt atvinnulíf, þetta eru fáar greinar. Og ef ein verður fyrir höggi þá verður það erfitt fyrir heildina, það er erfitt að losna við það. Ef við værum inni á evrusvæðinu með svona fábreytt atvinnulíf þá myndu væntanlega fólksflutningar koma í staðinn fyrir þessar sveiflur í genginu og vöxtum.“ Gylfi segist ekki vera á leið í pólitík en jánkar því að það, að vera í Evrópusambandinu, burtséð frá því hvort skipt yrði um gjaldmiðil, gæti reynst vel. „Ég get sagt persónulegar skoðanir núna. Við erum í Evrópu, það er Norður-Afríka með sín vandamál, það eru Mið-Austurlönd, Rússland verður hættulegt um fyrirsjáanlega framtíð. Hvernig getum við bundist þessum lýðræðisríkjum í Evrópu sem allra mest? Og til að leysa þessi sameiginlegu vandamál, og sitja þar á fundum – vita hvað er að gerast. Ég hefði haldið að það væri jákvætt. En þetta er pólitík,“ segir Gylfi. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Evrópusambandið Kjaramál Seðlabankinn Íslenska krónan Sprengisandur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira