Zlatan sneri aftur og er sá elsti í sögu AC Milan Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 14:00 Zlatan Ibrahimovic er aftur mættur í slaginn með AC Milan. Getty/Jonathan Moscrop Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til leiks með AC Milan í gær í 2-0 sigri gegn Atalanta í ítölsku A-deildinni. Þá voru liðnir 280 dagar frá því að hann spilaði síðast leik. Zlatan kom inn á sem varamaður fyrir Oliver Giroud á 74. mínútu og tók þátt í mikilvægum sigri en Milan er nú með 47 stig líkt og grannarnir í Inter, í 2.-3. sæti. Langt er þó í Napoli sem á meistaratitilinn vísan, með 65 stig á toppnum. Zlatan sló met hjá AC Milan með því að spila í gær því hann er elsti leikmaður í sögu félagsins til að spila leik í A-deildinni. Zlatan spilaði leikinn 41 árs og 146 daga og sló met varnarmannsins Alessandro Costacurta sem var 41 árs og 25 daga þegar hann spilaði kveðjuleik sinn í deildinni. Zlatan bætti við enn einum titlinum á sínum ferli þegar hann varð ítalskur meistari með Milan á síðustu leiktíð en þurfti svo að fara í aðgerð strax eftir tímabilið vegna hnémeiðsla. Aðgerð sem hann frestaði til að verða meistari. Hann tjáði sig lítillega um þann erfiða tíma sem fór í að koma sér aftur á fótboltavöllinn. Lofaði þjálfaranum að fresta aðgerðinni „Ef ég ætti að útskýra allt myndi ég þurfa að standa hérna í fleiri klukkustundir. Ég hef þurft að þjást mikið, meira að segja síðustu sex mánuðina á síðasta tímabili. Ég vildi hjálpa og gat ekki verið inni á vellinum. Þegar maður er ekki heill heilsu er erfitt að hjálpa liðinu. Ég hefði getað farið í þessa aðgerð sex mánuðum fyrr en ég vissi að það væri komið að okkur að vinna ítalska meistaratitilinn,“ sagði Zatan við DAZN. „Þá lofaði ég Pioli [Stefano Pioli, þjálfara Milan] að fara ekki í aðgerð. Ég hef aldrei fórnað svona miklu fyrir titil. Á sama tíma var þetta erfitt ár með Mino [Raiola, umboðsmann Zlatans sem dó]. Það eru svo margar manneskjur sem hjálpa mér og veita mér styrk. En þegar ég er heill heilsu er ég sterkari en allir aðrir,“ sagði Zlatan. Ítalski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Zlatan kom inn á sem varamaður fyrir Oliver Giroud á 74. mínútu og tók þátt í mikilvægum sigri en Milan er nú með 47 stig líkt og grannarnir í Inter, í 2.-3. sæti. Langt er þó í Napoli sem á meistaratitilinn vísan, með 65 stig á toppnum. Zlatan sló met hjá AC Milan með því að spila í gær því hann er elsti leikmaður í sögu félagsins til að spila leik í A-deildinni. Zlatan spilaði leikinn 41 árs og 146 daga og sló met varnarmannsins Alessandro Costacurta sem var 41 árs og 25 daga þegar hann spilaði kveðjuleik sinn í deildinni. Zlatan bætti við enn einum titlinum á sínum ferli þegar hann varð ítalskur meistari með Milan á síðustu leiktíð en þurfti svo að fara í aðgerð strax eftir tímabilið vegna hnémeiðsla. Aðgerð sem hann frestaði til að verða meistari. Hann tjáði sig lítillega um þann erfiða tíma sem fór í að koma sér aftur á fótboltavöllinn. Lofaði þjálfaranum að fresta aðgerðinni „Ef ég ætti að útskýra allt myndi ég þurfa að standa hérna í fleiri klukkustundir. Ég hef þurft að þjást mikið, meira að segja síðustu sex mánuðina á síðasta tímabili. Ég vildi hjálpa og gat ekki verið inni á vellinum. Þegar maður er ekki heill heilsu er erfitt að hjálpa liðinu. Ég hefði getað farið í þessa aðgerð sex mánuðum fyrr en ég vissi að það væri komið að okkur að vinna ítalska meistaratitilinn,“ sagði Zatan við DAZN. „Þá lofaði ég Pioli [Stefano Pioli, þjálfara Milan] að fara ekki í aðgerð. Ég hef aldrei fórnað svona miklu fyrir titil. Á sama tíma var þetta erfitt ár með Mino [Raiola, umboðsmann Zlatans sem dó]. Það eru svo margar manneskjur sem hjálpa mér og veita mér styrk. En þegar ég er heill heilsu er ég sterkari en allir aðrir,“ sagði Zlatan.
Ítalski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira