Þetta er 378. vikan sem Djokovic situr í toppsæti heimslista Alþjóða tennissambandsins og þar með tekur hann metið af tenniskonunni Steffi Graf.
Novak Djokovic can't stop breaking records pic.twitter.com/RBkz42YDB7
— Eurosport (@eurosport) February 27, 2023
Graf heldur auðvitað áfram metinu hjá konunum en hún átti einnig metið þegar karlarnir voru taldir með.
Graf var í efsta sæti heimslistans í 377 vikur á níunda og tíunda áratugnum en hún setti tennisskóna á hilluna árið 1999.
Djokovic byrjaði þetta ár á því að vinna fyrsta risamót ársins sem var Opna ástralska mótið í janúar. Hann var að vinna þetta mót í tíunda skiptið og enn fremur sinn 22. risatitil á ferlinum. Djokovic hefur nú unnið jafnmarga risatitla og Rafael Nadal.
Novak Djokovic: "It's surreal in a way to be that many weeks world number, to match Steffi Graf, who is one of the all-time greats of our sport, both men and women. Just being amongst these legendary names is flattering. I'm very proud of it."https://t.co/WhBqlDpTqP
— Reem Abulleil (@ReemAbulleil) February 26, 2023