Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 20:11 Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. Engilbert mætti í Reykjavík Síðdegis og ræddi þar meðal annars um muninn á kulnun og þunglyndi. Fram hefur komið að notkun á þunglyndis-og kvíðalyfjum er hlutfallslega meiri hérlendis en annars staðar í heiminum. Engilbert bendir á að margir sem þjáist af þunglyndi eða lyndisröskunum greini sjálfa sig ranglega með kulnun. Það sé mikill munur á þessu tvennu, en ákveðin skörun. „Þegar fólk er sjálft að greina sig með kulnun þá er það þessi hugsun; að fólk þurfi fyrst og fremst á leyfi, oft löngu leyfi að halda og endurskilgreiningu á lífinu. En það er ekki það sem virkar best við þunglyndi. Þar þarf maður í raun og veru að gera eitthvað af því sem er gagnreynt. Í vægustu tilfellunum þá skiptir máli ákveðin grunnfræðsla og viðtalsmeðferð, aukin hreyfing, hugræn atferlismeðferð og þunglyndislyf. En ekki bara það að fara í leyfi.“ Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. Hann bendir á að það sé ekki óalgengt að fólk upplifi geðlægðir í gegnum lífið en til að fá að að fá viðeigandi, réttar úrlausnir þá þurfi greiningin að vera rétt. „Það hefur verið að aukast mikið, þetta háa hlutfall fólks sem telur að kulnun sé aðal, eða mikilvægur þáttur í þeirra vanda.“ Aðspurður um mikla aukningu á þunglyndis- og kvíðalyfja notkun á meðan Íslendinga segir Engilbert að í raun sé ekkert einfalt svar við því. Í gegnum árin hafi komið tímabil þar sem neysluaukning hættir og fer svo aftur á stað. Þar spilar inn í til dæmis bankahrunið og heimsfaraldurinn. Það hefur ýtt undir notkun á þessum lyfjum. Þá hefur aukin snjallsímanotkun áhrif, sérstaklega hjá ungu og óþroskuðu fólki, og hefur skapað áreiti fyrir marga. Engilbert bendir einnig á að þunglyndislyf hafi reynst þarna ákveðin úrlausn, sem fólk hefur fengið í gegnum heilsugæsluna. Sálfræðingar eru því miður of fáir og þjónusta þeirra er dýr. Auk þess er sú þjónusta ekki niðurgreidd. „Og á meðan það er ekki, þá er efnahagur að hafa of mikil áhrif á það hversu auðvelt er að hjálpa ungu fólki með bjargráð sem það getur tileinkað sér til lengri tíma,“ segir hann og bendir á að sum af lykilatriðum hugrænnar atferlismeðferðar séu frekar einföld, og ættu í raun að vera kennd í skólum. Þá bendir Engilbert á að þunglyndis-og kvíðalyf séu í raun langeinfaldasta úrræðið og það sé líka það sem fólk kjósi, frekar en að mæta endurtekið í viðtal hjá sálfræðingi og greiða háar upphæðir fyrir. Það eigi sérstaklega við um karlmenn, þar sem konur eru almennt opnari, og líklegri til að leita sér hjálpar. „Við erum ekki góð í að greina okkur sjálf. Við þurfum að fara til fagaðila og ræða málin.“ Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Engilbert mætti í Reykjavík Síðdegis og ræddi þar meðal annars um muninn á kulnun og þunglyndi. Fram hefur komið að notkun á þunglyndis-og kvíðalyfjum er hlutfallslega meiri hérlendis en annars staðar í heiminum. Engilbert bendir á að margir sem þjáist af þunglyndi eða lyndisröskunum greini sjálfa sig ranglega með kulnun. Það sé mikill munur á þessu tvennu, en ákveðin skörun. „Þegar fólk er sjálft að greina sig með kulnun þá er það þessi hugsun; að fólk þurfi fyrst og fremst á leyfi, oft löngu leyfi að halda og endurskilgreiningu á lífinu. En það er ekki það sem virkar best við þunglyndi. Þar þarf maður í raun og veru að gera eitthvað af því sem er gagnreynt. Í vægustu tilfellunum þá skiptir máli ákveðin grunnfræðsla og viðtalsmeðferð, aukin hreyfing, hugræn atferlismeðferð og þunglyndislyf. En ekki bara það að fara í leyfi.“ Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. Hann bendir á að það sé ekki óalgengt að fólk upplifi geðlægðir í gegnum lífið en til að fá að að fá viðeigandi, réttar úrlausnir þá þurfi greiningin að vera rétt. „Það hefur verið að aukast mikið, þetta háa hlutfall fólks sem telur að kulnun sé aðal, eða mikilvægur þáttur í þeirra vanda.“ Aðspurður um mikla aukningu á þunglyndis- og kvíðalyfja notkun á meðan Íslendinga segir Engilbert að í raun sé ekkert einfalt svar við því. Í gegnum árin hafi komið tímabil þar sem neysluaukning hættir og fer svo aftur á stað. Þar spilar inn í til dæmis bankahrunið og heimsfaraldurinn. Það hefur ýtt undir notkun á þessum lyfjum. Þá hefur aukin snjallsímanotkun áhrif, sérstaklega hjá ungu og óþroskuðu fólki, og hefur skapað áreiti fyrir marga. Engilbert bendir einnig á að þunglyndislyf hafi reynst þarna ákveðin úrlausn, sem fólk hefur fengið í gegnum heilsugæsluna. Sálfræðingar eru því miður of fáir og þjónusta þeirra er dýr. Auk þess er sú þjónusta ekki niðurgreidd. „Og á meðan það er ekki, þá er efnahagur að hafa of mikil áhrif á það hversu auðvelt er að hjálpa ungu fólki með bjargráð sem það getur tileinkað sér til lengri tíma,“ segir hann og bendir á að sum af lykilatriðum hugrænnar atferlismeðferðar séu frekar einföld, og ættu í raun að vera kennd í skólum. Þá bendir Engilbert á að þunglyndis-og kvíðalyf séu í raun langeinfaldasta úrræðið og það sé líka það sem fólk kjósi, frekar en að mæta endurtekið í viðtal hjá sálfræðingi og greiða háar upphæðir fyrir. Það eigi sérstaklega við um karlmenn, þar sem konur eru almennt opnari, og líklegri til að leita sér hjálpar. „Við erum ekki góð í að greina okkur sjálf. Við þurfum að fara til fagaðila og ræða málin.“
Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira