Missti allt í bruna og fær enga hjálp: „Mig langar ekki að vera fastur þar sem ég kemst ekkert áfram“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2023 20:30 Alexander Feykir segir það öruggara fyrir sig og ódýrara fyrir samfélagið að hann komist í framtíðarhúsnæði. Engin svör séu þó að fá. Vísir/Arnar Heimilislaus karlmaður sem missti allt sitt í bruna í smáhýsi á Granda í síðasta mánuði segist ekki eiga í nein hús að venda og upplifa mikið óöryggi. Hann þrái að vinna í sínum málum en komist ekki áfram þar sem úrræðaleysið sé algjört. Öruggt húsnæði myndi gera honum kleift að fá átta ára son sinn í heimsókn, vinna í eigin bata og fara í skóla. Eldur kom upp í smáhýsinu þann sjöunda febrúar síðastliðinn og var húsið fljótlega alelda. Hinn þrítugi Alexander Feykir Heiðarsson hafði fengið boð um að dvelja þar frá félaga sínum fyrir nokkru og þegið það á sínum tíma. Hann segist mjög heppinn að hafa ekki verið á staðnum þennan örlagaríka morgun. „Ég fékk bara óþægilega tilfinningu og ákveð að verða eftir í Breiðholti hjá vini mínum. Ég sofna til hádegis og sé bara tuttugu og eitthvað símtöl og sms; hvort ég sé á lífi, hvort ég hafi séð fréttirnar,“ segir Alexander. „Ég var bara í losti, ég vissi ekki hvað ég átti að hugsa.“ Allt sem hann átti var inni í húsinu þegar það kviknaði í og nú á hann aðeins fötin sem hann var í og síma sinn. Þremur vikum síðar veit hann enn ekki hvað varð til þess að það kviknaði í en að hans sögn hafði hann passað upp á að slökkva á öllum tækjum þegar hann var ekki heima. Hann grunar að einhver hafi kveikt í en veit ekki hver gæti hafa verið að baki ef svo er raunin. Enga hjálp sé að fá frá yfirvöldum. „Ég fæ engin svör, það er bara spurt hvort ég vilji eiga eitthvað af dótinu sem brann og það er fáránlegt einu sinni að hugsa út í það,“ segir hann. Enn er hægt að komast inn í húsið en það er fullt af drasli og lítið verið gert til að tæma það eða laga. Vill öruggt húsnæði til að geta lifað lífi sínu eðlilega Eins og stendur fær hann að dvelja hjá vini sínum en veit ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér. „Ég veit ekkert hvert ég á að fara, það getur enginn hjálpað hjá Félagsbústöðum og reddað húsnæði,“ segir hann. Skilaboðin sem hann hafi fengið hafi verið þau að hann gæti annað hvort farið á geðdeild, sem hann telur ekki munu hjálpa þar sem vandi hans liggi ekki þar, eða í gistiskýlin, sem henti ekki heldur. „Mig langar ekki að festast í vítahring í gistiskýlinu, þó svo að það sé aðstaða sem er góð fyrir fólk sem þarf á henni að halda. Ég bara kýs að fara ekki þangað vegna neyslunnar sem einfaldlega er á því svæði,“ segir Alexander en hann óttast að það muni aðeins skemma fyrir í hans batavegferð. Alexander segist ekki vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Vísir/Arnar Þá sé mikið áreiti alls staðar í flestum úrræðum, einnig í smáhúsunum og það því ekki fýsilegur kostur til framtíðar. Hann vanti öruggt húsnæði, ekki síst til að geta fengið átta ára son sinn í heimsókn, unnið í eigin bata og farið í skóla, sem hann þráir helst. „Mig langar ekki að vera fastur þar sem ég kemst ekkert áfram. Lífið er bara fast í einhverjum „Groundhog day“ dag eftir dag og það er lítið spennandi,“ segir Alexander en hann er þrátt fyrir ítrekuð áföll vongóður um að staðan verði betri, þó langt sé í land. Ekki nóg að segjast ætla gera betur Nauðsynlegt sé að yfirvöld geri betur og meira þurfi til en stanslausar yfirlýsingar um úrbætur. „Það þýðir ekkert að segja bara að þeir séu að fara að hjálpa og svo skeður ekki neitt. Það er enginn sem hefur samband að fyrra bragði, það er enginn að spyrja hvort þetta hafi neikvæð áhrif fyrir mig eða hvort að andlega heilsa mín sé að hrapa eða batna, það er enginn að hugsa út í þetta,“ segir Alexander. „Því fyrr, því betra, því öruggara fyrir mig og ódýrara fyrir samfélagið, að vera ekki að setja skattpeninga í að halda fólki sem er á götunni á götunni,“ segir hann enn fremur. Þá bætir hann við að þeir sem vilji leggja honum lið í bataferlinu geti haft samband beint við hann. Fjallað var ítarlega um málefni heimilislausra í síðasta þætti Kompás þar sem rætt var við tvo einstaklinga um þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. Málefni heimilislausra Reykjavík Tengdar fréttir Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna. 28. febrúar 2023 12:18 Rannsaka eigi gagnsemi þess að gefa veikasta hópnum morfín Hrinda ætti af stað rannsókn hér á landi þar sem fólki með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda væri gefið morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, að mati sérfræðings í skaðaminnkun. Sambærileg viðhaldsmeðferð hafi gefið mjög góða raun í nágrannalöndum. 26. febrúar 2023 19:54 Ísland aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu og úrræðum fyrir heimilislausa að sögn talskonu Rótarinnar. Mikil endurskoðun hafi þó átt sér stað í málaflokknum síðustu ár. 26. febrúar 2023 13:26 „Við erum að sjá að fólk er að deyja“ Það er lífsnauðsynlegt að opna dagsetur fyrir heimilislausa þar sem menn geta leitað skjóls, ræktað áhugamálin sín og fengið viðeigandi aðstoð. Þetta segir foringi hjá Hjálpræðishernum sem gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir seinagang. 21. febrúar 2023 20:00 Þarf stórfellt átak ríkis og sveitarfélaga fyrir heimilislausa Það vantar stórfellt og samræmt átak ríkis og sveitarfélaga í málefnum heimilislausra að mati hjúkrunarfræðings. 21. febrúar 2023 12:43 „Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Eldur kom upp í smáhýsinu þann sjöunda febrúar síðastliðinn og var húsið fljótlega alelda. Hinn þrítugi Alexander Feykir Heiðarsson hafði fengið boð um að dvelja þar frá félaga sínum fyrir nokkru og þegið það á sínum tíma. Hann segist mjög heppinn að hafa ekki verið á staðnum þennan örlagaríka morgun. „Ég fékk bara óþægilega tilfinningu og ákveð að verða eftir í Breiðholti hjá vini mínum. Ég sofna til hádegis og sé bara tuttugu og eitthvað símtöl og sms; hvort ég sé á lífi, hvort ég hafi séð fréttirnar,“ segir Alexander. „Ég var bara í losti, ég vissi ekki hvað ég átti að hugsa.“ Allt sem hann átti var inni í húsinu þegar það kviknaði í og nú á hann aðeins fötin sem hann var í og síma sinn. Þremur vikum síðar veit hann enn ekki hvað varð til þess að það kviknaði í en að hans sögn hafði hann passað upp á að slökkva á öllum tækjum þegar hann var ekki heima. Hann grunar að einhver hafi kveikt í en veit ekki hver gæti hafa verið að baki ef svo er raunin. Enga hjálp sé að fá frá yfirvöldum. „Ég fæ engin svör, það er bara spurt hvort ég vilji eiga eitthvað af dótinu sem brann og það er fáránlegt einu sinni að hugsa út í það,“ segir hann. Enn er hægt að komast inn í húsið en það er fullt af drasli og lítið verið gert til að tæma það eða laga. Vill öruggt húsnæði til að geta lifað lífi sínu eðlilega Eins og stendur fær hann að dvelja hjá vini sínum en veit ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér. „Ég veit ekkert hvert ég á að fara, það getur enginn hjálpað hjá Félagsbústöðum og reddað húsnæði,“ segir hann. Skilaboðin sem hann hafi fengið hafi verið þau að hann gæti annað hvort farið á geðdeild, sem hann telur ekki munu hjálpa þar sem vandi hans liggi ekki þar, eða í gistiskýlin, sem henti ekki heldur. „Mig langar ekki að festast í vítahring í gistiskýlinu, þó svo að það sé aðstaða sem er góð fyrir fólk sem þarf á henni að halda. Ég bara kýs að fara ekki þangað vegna neyslunnar sem einfaldlega er á því svæði,“ segir Alexander en hann óttast að það muni aðeins skemma fyrir í hans batavegferð. Alexander segist ekki vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Vísir/Arnar Þá sé mikið áreiti alls staðar í flestum úrræðum, einnig í smáhúsunum og það því ekki fýsilegur kostur til framtíðar. Hann vanti öruggt húsnæði, ekki síst til að geta fengið átta ára son sinn í heimsókn, unnið í eigin bata og farið í skóla, sem hann þráir helst. „Mig langar ekki að vera fastur þar sem ég kemst ekkert áfram. Lífið er bara fast í einhverjum „Groundhog day“ dag eftir dag og það er lítið spennandi,“ segir Alexander en hann er þrátt fyrir ítrekuð áföll vongóður um að staðan verði betri, þó langt sé í land. Ekki nóg að segjast ætla gera betur Nauðsynlegt sé að yfirvöld geri betur og meira þurfi til en stanslausar yfirlýsingar um úrbætur. „Það þýðir ekkert að segja bara að þeir séu að fara að hjálpa og svo skeður ekki neitt. Það er enginn sem hefur samband að fyrra bragði, það er enginn að spyrja hvort þetta hafi neikvæð áhrif fyrir mig eða hvort að andlega heilsa mín sé að hrapa eða batna, það er enginn að hugsa út í þetta,“ segir Alexander. „Því fyrr, því betra, því öruggara fyrir mig og ódýrara fyrir samfélagið, að vera ekki að setja skattpeninga í að halda fólki sem er á götunni á götunni,“ segir hann enn fremur. Þá bætir hann við að þeir sem vilji leggja honum lið í bataferlinu geti haft samband beint við hann. Fjallað var ítarlega um málefni heimilislausra í síðasta þætti Kompás þar sem rætt var við tvo einstaklinga um þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag.
Málefni heimilislausra Reykjavík Tengdar fréttir Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna. 28. febrúar 2023 12:18 Rannsaka eigi gagnsemi þess að gefa veikasta hópnum morfín Hrinda ætti af stað rannsókn hér á landi þar sem fólki með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda væri gefið morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, að mati sérfræðings í skaðaminnkun. Sambærileg viðhaldsmeðferð hafi gefið mjög góða raun í nágrannalöndum. 26. febrúar 2023 19:54 Ísland aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu og úrræðum fyrir heimilislausa að sögn talskonu Rótarinnar. Mikil endurskoðun hafi þó átt sér stað í málaflokknum síðustu ár. 26. febrúar 2023 13:26 „Við erum að sjá að fólk er að deyja“ Það er lífsnauðsynlegt að opna dagsetur fyrir heimilislausa þar sem menn geta leitað skjóls, ræktað áhugamálin sín og fengið viðeigandi aðstoð. Þetta segir foringi hjá Hjálpræðishernum sem gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir seinagang. 21. febrúar 2023 20:00 Þarf stórfellt átak ríkis og sveitarfélaga fyrir heimilislausa Það vantar stórfellt og samræmt átak ríkis og sveitarfélaga í málefnum heimilislausra að mati hjúkrunarfræðings. 21. febrúar 2023 12:43 „Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna. 28. febrúar 2023 12:18
Rannsaka eigi gagnsemi þess að gefa veikasta hópnum morfín Hrinda ætti af stað rannsókn hér á landi þar sem fólki með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda væri gefið morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, að mati sérfræðings í skaðaminnkun. Sambærileg viðhaldsmeðferð hafi gefið mjög góða raun í nágrannalöndum. 26. febrúar 2023 19:54
Ísland aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu og úrræðum fyrir heimilislausa að sögn talskonu Rótarinnar. Mikil endurskoðun hafi þó átt sér stað í málaflokknum síðustu ár. 26. febrúar 2023 13:26
„Við erum að sjá að fólk er að deyja“ Það er lífsnauðsynlegt að opna dagsetur fyrir heimilislausa þar sem menn geta leitað skjóls, ræktað áhugamálin sín og fengið viðeigandi aðstoð. Þetta segir foringi hjá Hjálpræðishernum sem gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir seinagang. 21. febrúar 2023 20:00
Þarf stórfellt átak ríkis og sveitarfélaga fyrir heimilislausa Það vantar stórfellt og samræmt átak ríkis og sveitarfélaga í málefnum heimilislausra að mati hjúkrunarfræðings. 21. febrúar 2023 12:43
„Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00