Sólveig hoppaði upp fyrir Þuríði Erlu, Söru Sigmunds og Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 08:31 Sólveig Sigurðardóttir átti fína viku á CrossFit Open og tókst að hækka sig mikið á listanum. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir stóð sig vel í annarri viku The Open og naut sín greinilega vel við hlið reynsluboltanna Anníe Mistar Þórisdóttur og Söru Sigmundsdóttur. Sólveig, Anníe og Sara gerðu æfingu 23.2a og 23.2b saman og Sólveig stóð sig best af þeim sem skilaði henni stóru stökki á heildarlistanum. Sólveig er í framhaldinu orðin efst af íslensku stelpunum í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit og munaði þar miklu um að hún lyfti þyngst af þeim öllum í seinni hluta 23.2. Alls fóru 90,7 kíló á loft hjá Sólveigu í lyftingahlutanum sem var hnébeygja og axlarpressa í framhaldinu. Anníe Mist lyfti 84,8 kílóum, Þuríður Erla Helgadóttir lyfti 83,5 kílóum og Sara lyfti 79,8 kílóum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Sólveig var eina íslenska konan sem náði að lyfta 200 pundum í þessum lyfingahluta sem kom í beinu framhaldi af því að gera eins margar endurtekningar á fimmtán mínútum af fimm burpees-æfingum með upphífingum og tíu stuttum sprettum. Sólveig ofar en Björgvin Karl Sólveig er í 37. sæti og er í raun efst allra Íslendinga því langefsti íslenski karlinn, Björgvin Karl Guðmundsson, er í fimmtugasta sæti. Sólveig var í 119. sæti eftir 23.1. Björgvin Karl var í 21. sæti eftir viku eitt en dettur niður um 29 sæti á milli vikna. Það breytir þó ekki því að hann er langefstur af íslensku strákunum en næstur honum er Hafsteinn Gunnlaugsson sem er í 294. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson er síðan þriðji í 339. sætinu. Næstu íslensku konurnar á eftir Sólveigu eru Anníe Mist í 67. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir sem er í 80. sæti. Við teljum Katrínu auðvitað með þótt hún sé skráð sem bandarískur keppandi á þessu CrossFit tímabili. Sara féll niður um meira tvö hundruð sæti Þuríður Erla Helgadóttir var efst íslensku stelpnanna eftir viku eitt en fer nú úr ellefta sæti niður í 86. sætið. Sara fékk líka alla leið niður í 235. sæti eftir að hafa verið í fimmtánda sæti eftir viku eitt. Sara ekki lengur meðal fimm efstu íslensku stelpna ef við teljum Katrínu Tönju með í þann hóp. Hjördís Óskarsdóttir fór upp fyrir Söru í þessari viku. Hjördís er í 203. sæti. Þessi önnur vika taldi mikið því keppendur fengu stig fyrir báða hlutana. Það útskýrir því að hlut hversu miklar breytingar urðu á röð keppenda. Æfingarnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Sólveig, Anníe og Sara gerðu æfingu 23.2a og 23.2b saman og Sólveig stóð sig best af þeim sem skilaði henni stóru stökki á heildarlistanum. Sólveig er í framhaldinu orðin efst af íslensku stelpunum í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit og munaði þar miklu um að hún lyfti þyngst af þeim öllum í seinni hluta 23.2. Alls fóru 90,7 kíló á loft hjá Sólveigu í lyftingahlutanum sem var hnébeygja og axlarpressa í framhaldinu. Anníe Mist lyfti 84,8 kílóum, Þuríður Erla Helgadóttir lyfti 83,5 kílóum og Sara lyfti 79,8 kílóum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Sólveig var eina íslenska konan sem náði að lyfta 200 pundum í þessum lyfingahluta sem kom í beinu framhaldi af því að gera eins margar endurtekningar á fimmtán mínútum af fimm burpees-æfingum með upphífingum og tíu stuttum sprettum. Sólveig ofar en Björgvin Karl Sólveig er í 37. sæti og er í raun efst allra Íslendinga því langefsti íslenski karlinn, Björgvin Karl Guðmundsson, er í fimmtugasta sæti. Sólveig var í 119. sæti eftir 23.1. Björgvin Karl var í 21. sæti eftir viku eitt en dettur niður um 29 sæti á milli vikna. Það breytir þó ekki því að hann er langefstur af íslensku strákunum en næstur honum er Hafsteinn Gunnlaugsson sem er í 294. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson er síðan þriðji í 339. sætinu. Næstu íslensku konurnar á eftir Sólveigu eru Anníe Mist í 67. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir sem er í 80. sæti. Við teljum Katrínu auðvitað með þótt hún sé skráð sem bandarískur keppandi á þessu CrossFit tímabili. Sara féll niður um meira tvö hundruð sæti Þuríður Erla Helgadóttir var efst íslensku stelpnanna eftir viku eitt en fer nú úr ellefta sæti niður í 86. sætið. Sara fékk líka alla leið niður í 235. sæti eftir að hafa verið í fimmtánda sæti eftir viku eitt. Sara ekki lengur meðal fimm efstu íslensku stelpna ef við teljum Katrínu Tönju með í þann hóp. Hjördís Óskarsdóttir fór upp fyrir Söru í þessari viku. Hjördís er í 203. sæti. Þessi önnur vika taldi mikið því keppendur fengu stig fyrir báða hlutana. Það útskýrir því að hlut hversu miklar breytingar urðu á röð keppenda. Æfingarnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira