Unnur Gunnarsdóttir tilkynnti fyrr á árinu að hún hafi ætlað sér að láta af embætti.
Á vef forsætisráðuneytisins segir að umsækjendur um embættið séu:
- Ásgeir B. Torfason, verkefnisstjóri
- Björk Sigurgísladóttir, framkvæmdastjóri
- Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri
- Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri
- Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri
- Sigurður Erlingsson, fv. forstjóri
„Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra.
Þriggja manna hæfnisnefnd sem fjármála- og efnahagsráðherra skipar mun fara yfir umsóknir og meta hæfni umsækjenda, sbr. 7. mgr. 4. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Einn nefndarmanna skal skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabankans en formaður er skipaður án tilnefningar,“ segir í tilkynningunni.