Stefán og Kristín ætla að gifta sig þann 23. september næstkomandi en það er mbl.is sem greinir frá þessu. Þau trúlofuðu sig í byrjun desember á síðasta ári eftir nokkurra mánaða samband.
Kristín Sif starfar hjá K100 þar sem hún stýrir morgunþættinum Ísland vaknar. Stefán er söngvari hljómsveitarinnar Dimmu og starfar sem tónlistarkennari.