Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2023 14:05 Samsett mynd af Sergei Lavrov, sem er til vinstri og er utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken, til hægri, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP Photo/Manish Swarup Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittast í persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rétt rúmu ári. Nú stendur yfir fundur G20-ríkjanna, helstu iðnríkja heims. Að þessu sinni fer fundurinn fram í Nýju-Delí á Indlandi. Þar hefur orkunni helst verið eytt í að ræða innrás Rússa í Úkraínu. Hafa Rússar verið harðlega gagnrýndir á fundinum. Nokkur hiti hefur verið í umræðunum, svo mikill að ekki er að vænta sameiginlegrar yfirlýsingar að fundi loknum, líkt og venjan er Fyrir fundinn hafði ekki verið reiknað með því að Blinken og Lavrov myndu ræðast sérstaklega við. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken, efst fyrir miðju, gengur framhjá rússneska kollega sínum Sergei Lavrov á G20 fundinum í morgun.Olivier Douliery/Pool Photo via AP Önnur virðist þó hafa verið raunin. Í frétt CNN er vísað í upplýsingar frá bandarískum embættismanni sem og talsmanni rússneska utanríkisráðuneytisins um að Blinken hafi óskað eftir því að ná tali af Lavrov. Eru þeir sagðir hafa ræðst við í um tíu mínútur þar sem Blinken áréttaði meðal annars stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásarinnar. Er hann sagður hafa sagt við Lavrov að Bandaríkjamenn myndu styðja Úkraínu eins lengi og þurfa þyrfti. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir að fundurinn, ef fund skyldi kalla, hafi verið haldinn í hraði og á ferðinni, líkt og það er orðað á vef CNN. Fundurinn markar nokkur tímamót en eins og fyrr segir hafa utanríkisráðherrarnir ekki hist í persónu frá því að innrásin hófst. Þeir hafa þó oft verið á sömu fundum og á sama stað, án þess að ræðast sérstaklega við, fyrr en nú. Hernaður Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittast í persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir rétt rúmu ári. Nú stendur yfir fundur G20-ríkjanna, helstu iðnríkja heims. Að þessu sinni fer fundurinn fram í Nýju-Delí á Indlandi. Þar hefur orkunni helst verið eytt í að ræða innrás Rússa í Úkraínu. Hafa Rússar verið harðlega gagnrýndir á fundinum. Nokkur hiti hefur verið í umræðunum, svo mikill að ekki er að vænta sameiginlegrar yfirlýsingar að fundi loknum, líkt og venjan er Fyrir fundinn hafði ekki verið reiknað með því að Blinken og Lavrov myndu ræðast sérstaklega við. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken, efst fyrir miðju, gengur framhjá rússneska kollega sínum Sergei Lavrov á G20 fundinum í morgun.Olivier Douliery/Pool Photo via AP Önnur virðist þó hafa verið raunin. Í frétt CNN er vísað í upplýsingar frá bandarískum embættismanni sem og talsmanni rússneska utanríkisráðuneytisins um að Blinken hafi óskað eftir því að ná tali af Lavrov. Eru þeir sagðir hafa ræðst við í um tíu mínútur þar sem Blinken áréttaði meðal annars stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásarinnar. Er hann sagður hafa sagt við Lavrov að Bandaríkjamenn myndu styðja Úkraínu eins lengi og þurfa þyrfti. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins segir að fundurinn, ef fund skyldi kalla, hafi verið haldinn í hraði og á ferðinni, líkt og það er orðað á vef CNN. Fundurinn markar nokkur tímamót en eins og fyrr segir hafa utanríkisráðherrarnir ekki hist í persónu frá því að innrásin hófst. Þeir hafa þó oft verið á sömu fundum og á sama stað, án þess að ræðast sérstaklega við, fyrr en nú.
Hernaður Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36